25.11.2016 | 13:25
Margar ríkisstjórnir komu undir á meðan ekkert umboð var.
Margar ríkisstjórnir fullveldistímans hafa orðið til án þess að forseti hafi fyrst verið gefið einhverjum sérstökum umboð til þess að mynda þær.
Sumar þeirra komu eins og þruma úr heiðskíru lofti og stað þess að forseti hefði frumkvæði um að gefa umboð, eftir að sú leið hafði reynst árangurslaus, gekk viðkomandi stjórnmálamaður á fund hans og sannfærði hann um að hann hefði þingmeirihluta að baki ákveðnu stjórnarmynstri.
Eitt besta dæmið um slíkt er ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens í ársbyrjun 1980. Hugmyndina að henni átti Gunnar sjálfur og tókst með hnitmiðuðum leynifundum og samtölum við þá, sem að þeirri stjórn stóðu, að koma því þannig fyrir, að hann gæti átt frumkvæði að því að ganga á fund forseta Íslands og sannfæra hann um að stjórnin yrði mynduð.
Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins á Þorláksmessu 1958 kom þjóðinni líka á óvart.
Heimildir um það sem gerðist bak við tjöldin dagana og vikurnar á undan benda til þess að þáverandi forseti, Ásgeir Ásgeirsson, hafi átt stóran þátt í að sú stjórn var mynduð án þess að formlegt umboð lægi beint að baki.
Ásgeir átti að baki margra áratuga þátttöku í stjórnmálum þar sem hann hafði bæði gegnt störfum forseta sameinaðs Alþingis og forsætisráðherra, auk þess að hafa verið þingmaður bæði Framóknarflokksins og síðar Alþýðuflokksins.
Hann var því öllum hnútum kunnugur innan þessara flokka og nýtti sér það.
Enginn einn flokkur fær umboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér á Íslandi er þingræði og engin þörf á að sannfæra forseta Íslands um að myndast hafi þingmeirihluti fyrir nýrri ríkisstjórn hvenær sem er á kjörtímabilinu.
Og enda þótt forsetinn hafi veitt einhverjum þingflokki umboð til að mynda ríkisstjórn geta aðrir myndað þingmeirihlutann og tilkynna forsetanum það einfaldlega.
Þorsteinn Briem, 25.11.2016 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.