Einn meiri tilraunastarfsemi á Grundartanga?

Það kom fram í fréttum í fyrra að starfsemi sólarkísilverksmiðju Silicor materials á Grundartanga yrði mengunarlaus, vegna þess að þar yrði notaður alveg nýr búnaður til að afstýra mengun. 

Svo gulltryggt þykir þetta að verksmiðjan þarf ekki einu sinni að fara í mat á umhverfisáhrifum og er nýfallinn dómsúrskurður þess efnis. 

Upplýst hefur verið í Helguvík, að mengunin frá kísilverksmiðjunni í Helguvík hafi verið innan settra marka, og því er mikið ósamræmi á milli upplifunar íbúanna, sem kvarta og á milli þess sem leyft hefur verið. 

Á facebook-síðu íbúanna er kvartað yfir því að íbúar Reykjanesbæjar skuli vera tilraunadýr. 

Í ljósi þessa verður spennandi að sjá hvernig til tekst á Grundartanga, því að sé nokkur starfsemi "tilraunastarfsemi" hlýtur sú aðferð, sem sagt er að nota eigi í fyrsta skipti í heiminum á Grundartanga að vera það. 


mbl.is Áhyggjuefni að ofnunum muni fjölga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ætlar fólk hér að hald lengi að trúa þessari stóriðju ?
Hver hhefur nokkuð staðist af þeirra loforðum um ágóða og litla sem enga mengun ?
Hef lesið að Norðmenn sú búnir að losa sig við stóriðjuna.

Er það að ástæðulausu ?

Haraldur Guðbjartsson (IP-tala skráð) 26.11.2016 kl. 08:03

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er allt í lagi að fara rétt með staðreyndir, Ómar.

Þessi framleiðsluaðferð sem Silikor Materials ætlar að nota á Grundartanga hefur þegar verið reynd og stóðst allar væntingar.

Varðandi kísilverið í Helguvík hefur komið fram að mengun frá því er langt innan marka. Þeir sem til þekkja vita að það tekur nokkurn tíma að keyra upp kísilofna og á meðan er bruni í ofninum ófullkominn og nokkur óþægindi af því, einkum vegna tréflísar sem notuð er sem hluti af eldsneyti ofnanna. Þetta er hvimleið en alls ekki hættuleg mengun, sem síðan hverfur þegar ofninn hefur náð ákveðnu álagi. Þess vegna er ekki æskilegt að hafa slíka starfsemi nálægt íbúðabyggð, eins og þar suðurfrá. Við munum örugglega heyra frá svipuðu vandamáli þegar kísilverinu á Húsavík verður startað, þ.e. ef vindátt verður norðlæg.

Það er einmitt sú mengun sem sést og finnst sem er hættuminnst, jafnvel hættulaus en hvimleið. Mengunin sem ekki sést eða finnst er aftur hættulegri og með henni þarf að fylgjast, hvort heldur um kísilver eða álver er að ræða.

Varðandi Silikor Material þá er hvorki verið að framleiða þar ál úr súráli, með tilheyrandi flúormengun, né verið að búa til kísil úr kvartsi í stórum ljósbogaofnum, með tilheyrandi notkun kola og tréflísar. Þarna er tilbúinn kísill tekinn bræddur upp og blandaður tilbúnu áli, til hreinsunar kísilsins. Þetta ferli fer fram í spanofnum með nánast engri mengun.

Þar sem allir eru sammála um að til að minnka mengun í heiminum sé sólarorka eina af grunnframleiðslueiningum rafmagns. Til þeirrar vinnslu þarf eitthvað sem breytir orku sólarinnar í rafmagn og þar hefur ekki enn fundist betri aðferð en með hreinum kísilflögum.

Hingað til hafur hreinsun á kísil, til nota í sólarhlöð, farið fram með þeirri aðferð að blanda miður góðum eiturefnum, mjög skaðsömum fyrir náttúruna. Framleiðsluaðferð Silikor Materials útrýmir þeim eiturefnum.

Það er svo alltaf spurning hvort fyrirtæki eins og Silikor Material eigi tilverurétt, en þeir sem svo telja vilja þá væntanlega ekki að orka sólarinnar verði beisluð. Það er vissulega sjónarmið út af fyrir sig.

Stóriðja er vissulega gagnrýniverð og þá einkum sú staðreynd að þar er í flestum tilfellum verið að framleiða hráefni til útflutnings. Stóriðjan á Íslandi er staðreynd og margir bent á að æskilegt væri ef hægt væri að vinna frekar úr framleiðslunni, að auka virði framleiðslunnar. Hér er bæði framleiddur kísill sem hægt er að hreinsa og ál til hreinsunar hans og fyrirtæki komið sem vill hefja slíka framleiðslu. Þá er ljóst að mjög líklega munu einhverjir sýna því áhuga að taka næsta skref í virðisaukningunni og nýta þennan hreinsaða kísil frá Silikor Materials til framleiðslu sólarhlaða. Tækist það er búið að koma á fullnaðarvinnslu á hluta framleiðslu stóriðjunnar.

Við hvert skref nær fullnaðarvinnslunni minnkar framleiðsla og störfum fjölgar hlutfallslega. Sem dæmi um það eina skref sem tekið er frá ál- og kísilverum yfir í hreinsun kísilsins, margfaldast fjöldi starfsfólks á hverja raforkueiningu, eða framleitt tonn. Náist að taka annað skref, jafnvel til fullvinnslunnar, mun margföldun starfsfólks á hverja raforkueiningu eða framleitt tonn enn aukast. Virðisaukinn fyrir þjóðarbúið mun jafnvel margfaldast enn hraðar.

Það er ekkert sem er hafið yfir gagnrýni og vissulega má gagnrýna stóriðjuna hér á landi. Sú gagnrýni verður þó að byggja á staðreyndum, svo mark sé á takandi.

Gunnar Heiðarsson, 26.11.2016 kl. 09:43

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góð og upplýsandi athugasemd, Gunnar Heiðarsson.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.11.2016 kl. 10:23

4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

"Það kom fram í fréttum í fyrra að starfsemi sólarkísilverksmiðju Silicor materials á Grundartanga yrði mengunarlaus, vegna þess að þar yrði notaður alveg nýr búnaður til að afstýra mengun". 

Það er í raun ekki hreinsibúnaður sem er lausnin í hinni litlu mengun versins, heldur er ál og kísil brætt saman og munu þá óhreinindin í kíslinum festast í álinu þegar blandan kólnar. Álið storknar mun fyrr en kísilinn, um 700°c á móti um 1400°c kísil. Óhreinindin verða eftir í álinu ásamt smá kísli, sem nýtist þar sem bætiefni fyrir álið.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.11.2016 kl. 10:51

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er örugglega hvergi í heiminum þar sem fólki er sagt eins og hér að stórbræðslur séu megnunarlausar og beisiklí hollar.  Og framsóknarmenn og sjallar trúa eða látast trua og taka þátt í megnunarofbeldi gagnvart almenningi.  Þetta er alveg ótrúlegt lið þessir framsjallar.  Skítbuxar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.11.2016 kl. 11:13

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég set spurningarmerki við fyrirsögnina því að miðað við þær upplýsingar sem gefnar voru þegar ákveðið var að reisa verksmiðjuna, hafði engin verksmiðja af þessu tagi notað þessa aðferð, sem sögð er þrautprófuð. 

Ágæt væri ef þeir Hallgrímur og Gunnar gætu upplýst, hvar þessi aðferð, sem lítur svo vel út að þeirra dómi, hefur verið notuð hjá verksmiðju, sem risin er, sem aldrei var nefnd þegar málið var sett á flot. 

Ómar Ragnarsson, 26.11.2016 kl. 12:59

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Stórbræðslur, mengunarlausar, beisikli, hollar  og Framasjalli í skítugum buxum.

Allt er þetta stórmerkilegt, sem og fyrirfram nef pirringur Ómars hins viskuhlaðna spurningamerkis.

Hefðu þessir sérfræðingar í beisikli skítugum buxum og pirringurinn viskuhlaðni verið komnir í startholurnar þá Hjörleifur var iðnaðarráðherra, þá væri engin Búrfellsvirkjun til.   Þeim trúbræðrum til mikillar hamingju. 

Hrólfur Þ Hraundal, 27.11.2016 kl. 00:03

8 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Í Vaughn, Ontario, Canada er verksmiðja í þeirra eigu sem er með framleiðslu línu byggða á þessari aðferð.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.11.2016 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband