Beit af sér tíu Bandaríkjaforseta.

Frægt er hve mörg banatilræði voru gerð við Adolf Hitler. Þau voru þó áreiðanlega hvergi nærri eins mörg og þau sem gerð voru við Fidel Castro, enda fékk maðurinn miklu lengri líftíma til að sleppa en Hitler. 

Á valdatíma Castros l959-2008 voru eftirtaldir menn forsetar Bandaríkjanna og allan tíman reyndi leyniþjónusta Kananna að kála Castro: 

Dwight D. Eisenhover - John F. Kennedy (drepinn) - Lyndon B. Johnson - Richard M. Nixon - Gerald Ford - Jimmy Carter - Ronald Reagan (næstum drepinn) - Georg Bush - Bill Clinton - Georg W. Bush.  

Ef menn segja að með stjórn bróður Castros hafi hann í raun ráðið miklu, bætist Obama við sem ellefti forsetinn.  En nú verða þeir ekki fleiri, Castro er allur. 

Þótt ókostir einveldis og harðstjórnar Castros blasi við og menn dundi sér við að finna út hve margir hafi látið lífið vegna þess, þarf þó að draga frá á móti og giska á hve marga áframhaldandi einveldi manna eins og Battista og ýmissa einvalda, þóknanlegum Bandaríkjamönnum, hefði drepið með omurlegu heilbrigðiskerfi og velferðarkerfi, að öllum líkindum mun lakara en það sem Castro kom þó á.

Giska má á hvort hægt hefði verið að ná fram jafn öflugu heilbrigðiskerfi eða jafnvel betra ef vægar hefði verið farið í sakir og komið á lýðræðislegu félagshyggjustjórnarfari í ætt við "norræna módelið" sem ekki hefði kallað yfir sig harkaleg viðbrögð Bandaríkjamanna. 

Einnig má giska á hve miklu tjóni á þjóðlífi og efnahagslífi Kúbu refsiaðgerðir Bandaríkjamanna ollu.

Sennilega þarf nokkur tími að líða þar til hægt verður að meta þetta til fulls.

Eða, eins og Barack Obama hefur orðað það: Framtíðin mun kveða upp sinn dóm.    


mbl.is Fidel Castro látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Loksins dó í sinni sveit,
svona upp á grínið,
Kanann af sér Castro beit,
kommúnistasvínið.

Þorsteinn Briem, 27.11.2016 kl. 03:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður, Steini!

Ómar Ragnarsson, 27.11.2016 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband