Aðalspurningin: Hve lengi verður þessi straumur?

Eftir Fyrri heimsstyrjöldina voru mörg lönd Evrópu í sárum eftir ófriðinn og öfgaflokkum óx fiskur um hrygg. Rússland féll í hendur kommúnista og 1922 tóku fasistar völdin á Ítalíu. 

Hægri þjóðernissinnaðir flokkar juku smám saman fylgi og smám saman óx fylgi nasistaflokks Hitlers í Þýskalandi. 

Þegar hann náði alræðisvöldum 1933 komst Austurríki á áhrifasvæði hans og þar vofði yfir fasistabylting auk þess sem svipaðar stjórnir komust á í ýmsum ríkjum, allt austur í Rúmeníu. 

Straumurinn í þessa átt var ekki alltaf jafn hraður en hver alda sem reis, náði aðeins lengra en fyrri öldur og þessi þróun stóð í raun frá 1917-1939 eða í um 20 ár þar til fasistar Francos náðu völdum á Spáni. 

Á sama tíma réðu einangrunarsinnar miklu í Bandaríkjunum og í Japan komust heimsvaldasinnar til valda og hófu strax útþenslustríð 1931. 

Straumurinn, sem liggur nú í þessa átt, er tiltölulega nýbyrjaður, - hefur aðeins staðið í 2-3 ár. 

Nú hefur hann skollið á að hluta líka vestan hafs og virkað hvetjandi á svipaða þjóðernisstefnu í öðrum löndum. 

Hér á landi fengu þjóðernissinnar takmarkaða hylli á fjórða áratugnum, en kjörorð þeirra var: "Íslandi allt!"

Spurningin er ekki aðeins hve langt þessi bylgja nær nú, heldur ekki síður hve lengi hún muni vara, samanber reynsluna frá árunum 1917-1939. 


mbl.is Öfgaflokkur stærstur í Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geert Wilders er EKKI öfgamaður og flokkur hans er EKKI öfgaflokkur. En vinstrisinnar sem aðhyllast innrás islamistanna í Evrópu kalla alla öfgamenn sem eru því mótfallnir að missa álfuna til múslímskra villimanna eða sem eru mótfallnir því að leggjast undir einræði embættismannaklíku ESB.

Um þessar mundir eru í gangi sýndarréttarhöld rétttrúnaðarliðsins gegn Wilders. Ef hann tapar þeim málferlum hafa hollenzk yfirvöld sýnt sitt rétta andlit sem undirlægjur marokkönsku mafíunnar þar í landi. Hann er ákærður fyrir að hafa spurt hvort Hollendingar vildu fleiri eða færri innflytjendur frá Marokkó í Hollandi. En þeir stjórnmálamenn úr öðrum flokkum sem hafa haft niðrandi ummæli um Marokkkómenn í Hollandi eru ekki ákærðir. Hvers vegna ekki? Vegna þess að þetta eru pólítísk réttarhöld. Það er skylda allra sem er annt um Evrópu og annt um málfrelsið að styðja Geert Wilders.

Hér er lokaræða Wilders við réttarhöldin:

https://www.gatestoneinstitute.org/9404/wilders-trial-closing-statement

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.11.2016 kl. 20:36

2 identicon

Nú ferðu ekki með rétt mál òmar, og átt að vita betur.

Hitler komst til valda, vegna meintrar níðingsverka bandamanna á Þjóðverjum við friðarsamningana.  Þjóðverjar voru ekki sekir um að byrja styrjöldina, heldur voru slavar sekir um það.

Fasistar, eru upprunir frá Ítalíu og er Mussólíni besta tilvitnunin ...

------

...Fascism [is] the complete opposite of…Marxian Socialism, the materialist conception of history of human civilization can be explained simply through the conflict of interests among the various social groups and by the change and development in the means and instruments of production.

-------------

Til að einfalda þetta mál fyrir þig, þá er "Socialism" eða Karl Marx þannig, í stuttu máli.  Að alþýðan skapar auðæfin, þess vegna á höfuðmagn auðæfanna að deilast meðal alþýðunnar.

Fasismi, er ANDSTÆÐA socialisma.  Þar er það "auðvaldið", bankarnir, sem eiga fjármunina. Og almenningur, fær ekki megin skerf auðæfanna ... heldur rennur hann til ríkissjóðs.  Svíar eru með yfir 50% skatta álagningu.

Síðan er "National Socialism", eða þjóðrænn socialismi.  Sem er blöndun af fasisma og socialisma.  Hérna skal tekið, að ÖLL RÌKI EVRÒPU ERU FASISTARÌKI.

Það eina sem Evrópu ríki, taka EKKI frá fasisma ... er "hetjudýrkun".  En Bandaríki Norður Ameríku, hafa alltaf haft hetjudýrkun sem miðpunkt.

Síðan er það Grísk-Rómverska formið.  Konungaríki, eða "feudal society", sem í raun byggist á Platos "Democracy".  Þar máttu segja að öll ríki heims, eru "Oligarchy".

Svona, til að skýra fyrir þér... Plató sagði að "Democracy", væri að hafa "haĺfvita" sem yfirmann.  Hann advocated, Aristocracy ... að því gefnu að konungurinn væri "réttlátur".  En einnig á þeirri forsendu, að ef konungsdæmið ataðist niður í "Oligarchy", þá væri alltaf hægt að drepa kóngsa og losna við hann.

Síðan að lokum, áttu ad "reyna" að skilja hvað er meint með "vinstri" og "hægri".  Hægra meginn við "rædustjórann" í breska þinginu "voru" lávarðarnir, en nú "er" ríkisstjórnin.  Til vinstri, "voru", commons ... eða lýðurinn ... en "nú" er stjórnarandstaðan.

ALLT sem stefnir að "fullkomnu" lýðræði er vinstri stefna, þar sem algert "lýðræði" með Platos "fávitahóp" í fyrirrúmi (kosningarnar í bandaríkjunum), er í átt að Karl Marx.

ALLT sem stefnir að "Aristocracy", er hægri stefna ... með "konungsdæmi" eða "feudal society", sem æðsta form.

Og, Ómar Ragnarsson ... það sem "rokkar" á milli er Nazismi og Fasismi.

Bara svo þú vitir þetta ... hugmyndir sem "almenningur" eða Platós "Fávitahópur" hefur um stjórnarform, er fleygt í þá með Að nota Hitler, Mússólíni og Stalín sem svipu, og "populisma" eða "ósk" einstaklingsins að eiga "tillhörighet" sem vítamínsprautu. Þar með geta menn, eins og þú núna, kallað kommúnisma fyrir "fasisma" án þess að bera að því rök.  Því populismin gerir það að verkum að fólk er sammála þér í rökleysunni, vegna þess að það vill ekki vera flokkað með Hitler, í augum annarra.

Sannleikur málsins, skiptir sjaldan máli.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 28.11.2016 kl. 21:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bráðum springa mörlenskir þjóðernissinnar, múslíma- og hommahatarar í loft upp af örvinglan og bræði, þannig að sviðakjammar, döndlar og súrsaðir hrútspungar Kristilega flokksins og Framsóknarflokksins dreifast yfir heimsbyggðina.

Þorsteinn Briem, 28.11.2016 kl. 23:25

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er ekki hissa á því að vesalingurinn "Pétur D." þori ekki að skrifa hér undir eigin nafni og kennitölu.

Þorsteinn Briem, 28.11.2016 kl. 23:26

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörlenski rasistaskríllinn rottar sig saman hér á Moggablogginu.

Meindýraeyðir Íslands

Þorsteinn Briem, 28.11.2016 kl. 23:27

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert bendir til að fylgi þjóðernissinnaðra flokka hafi aukist hér á Íslandi undanfarin ár, heldur þveröfugt.

Þorsteinn Briem, 28.11.2016 kl. 23:39

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."

Jón Valur Jensson, 9.8.2014

Þorsteinn Briem, 28.11.2016 kl. 23:39

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.2.2016:

"Aðspurður seg­ir Helgi [Helgason formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar] að stofn­un nýs flokks hafi átt sér nokk­urn aðdrag­anda, eða al­veg frá því hann tók við sem formaður Hægri grænna.

Þetta var niðurstaðan á aðal­fundi flokks­ins sem fór fram í dag. Tólf sóttu fund­inn að sögn Helga en um 230 voru skráðir sem flokks­menn í Hægri græna.

"Hægri græn­ir þeir ganga þarna inn með manni og mús ...," segir Helgi."

Þorsteinn Briem, 28.11.2016 kl. 23:40

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/en/9/94/Mickey_Mouse_-_Blaggard_Castle.png

Þorsteinn Briem, 28.11.2016 kl. 23:41

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Merki Mörlensku þjóð"fylkingarinnar":

Þorsteinn Briem, 28.11.2016 kl. 23:42

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins hefur ekki verið minna í hundrað ára sögu flokksins.

Þorsteinn Briem, 28.11.2016 kl. 23:42

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska þjóð"fylkingin" fékk 0,2% atkvæða í alþingiskosningunum í síðastliðnum mánuði.

Þorsteinn Briem, 28.11.2016 kl. 23:43

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bara eitt. Ég segi hvergi að kommúnistar séu fasistar. En báðar fylkingarnar reyndust vera yst á jaðrinum og oft notað orðið "öfgaflokkar" á slíkar hreyfingar. 

Það heiti er ekki alltaf heppilegt, því að sífellt er verið að klína orðinu öfgar á menn og málefni í neikvæðri merkingu. 

Til dæmis má segja að miðað við ríkjandi ástand á dögum Krists hefðu farísear, fræðimenn og ríkjandi öfl kallað hann öfgamann, enda var hann dæmdur og tekinn af lífi sem slíkur. 

Ómar Ragnarsson, 29.11.2016 kl. 00:00

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir "hægrimenn":

Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.

Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.

Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.

Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.

Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í það óendanlega.

Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.

Þorsteinn Briem, 29.11.2016 kl. 00:18

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.

Þorsteinn Briem, 29.11.2016 kl. 00:19

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stórríkið":

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

Þorsteinn Briem, 29.11.2016 kl. 00:23

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Það er nú allt "fullveldið".

Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 29.11.2016 kl. 00:24

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 29.11.2016 kl. 00:24

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 29.11.2016 kl. 00:25

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 29.11.2016 kl. 00:26

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Þorsteinn Briem, 29.11.2016 kl. 00:27

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

Jarðalög nr. 81/2004

Þorsteinn Briem, 29.11.2016 kl. 00:28

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 29.11.2016 kl. 00:29

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Til­raun­ir kín­verska fjár­fest­is­ins Huangs Nu­bos til þess að kaupa jörðina [Grímsstaði á Fjöllum] fóru út um þúfur um árið og hef­ur jörðin verið aug­lýst til sölu á Evr­ópska efna­hags­svæðinu."

Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Útlendingar geta eignast allar jarðir hér á Íslandi og helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa strax í fyrramálið ef þeir nenna því.

Þorsteinn Briem, 29.11.2016 kl. 00:30

25 identicon

 http://www.friatider.se/bilar-brann-for-tredje-kvallen-i-rad

Því miður þá hafa flóttamenn frá Afríku og Austurlöndum nær allt annað siðgæði en við á vesturlöndum. Það er ekki hægt að sega að þeir séu sérlega þakklátir við heimamenn í gestalandinu og almenningur hefur fengið nóg.

Að sjálfsögðu geta ráðamenn í Evrópu sjálfum sér um kennt í PK heiskunni sem ríður húsum í öllum löndum Evrópu nema í Úngverjalandi.

Þetta fólk hefur kallað yfir sig óværuna.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.11.2016 kl. 00:48

26 identicon

21 stykki!

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 29.11.2016 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband