1.12.2016 | 08:48
Minnst ein frétt á hverjum degi.
Þessa dagana dynur yfir að minnsta kosti ein frétt á hverjum degi um það hvernig bláeyg trú á það að gefa markaðsöflum sem lausastan taum leiðir til þess að undanbrögð af ýmsu tagi viðgangast, stundum jafnvel árum saman með tilheyrandi óréttlæti og misferli.
Þessi trú á eftirlitsleysi, sem meðal annars skóp banka- og efnahagshrun fyrir átta árum, er svona svipuð eins og að í sparnaðarskyni væri hætt að hafa dómara á íþróttamótum og kappleikjum.
Í dag fjallar fréttin um undanbrögð í formi gerviverktöku til að komast hjá því að borga opinber gjöld við byggingu kísilmálmverksmiðju og ná sér þannig í illa fengna markaðsstöðu gagnvart samkeppnisaðilum auk þess að hlunnfara opinbera íslenska sjóði.
Í gær var það stanslaus síbylja okkar Íslendinga um hlut endurnýjanlegra orkugjafa í raforkuframleiðslu, sem haldið er að okkur sjálfum og allri heimsbyggðinni til þess að gefa okkur álit og aðstöðu út á við á kostnað annarra þjóða, þegar málið er skoðað ofan í kjöldinn.
Í gær og undanfarna daga hafa verið daglegar fréttir af áralangri linkind varðandi eftirlit með blekkingum í samkeppni á eggjamarkaði.
Í bruna á svæði Hringrásar, einum af sjö brunum á fáum árum, kemur í ljós að reglur um svæðið hafa verið gróflega brotnar og í engu sinnt tilmælum um að bæta úr því.
Svona mætti halda áfram að rekja þessi fyrirbæri aftur í tímann og líklegast verður hægt að gera það áfram.
Skákað í skjóli gerviverktöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sextíu erlendir verkamenn við framkvæmdir vegna kísilvers á Bakka við Húsavík hafa fengið greitt undir lágmarkslaunum
Þorsteinn Briem, 1.12.2016 kl. 10:09
Skúrar hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni undir lágmarkslaunum
Þorsteinn Briem, 1.12.2016 kl. 10:10
„Þessi trú á eftirlitsleysi, sem meðal annars skóp banka- og efnahagshrun fyrir átta árum ...“. Þetta held ég að standist ekki, Ómar.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.12.2016 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.