Merkustu dagar sjálfstæðisbaráttunnar, 1. desember 1918 og 15. maí 1941.

Með gildistöku Sambandslaganna 1. desember 1918 rann upp fyrsti dagurinn í sögu þjóðarinnar síðan 1262 sem færði henni rétt til að segja sig úr sambandi við Danmörku og stofna lýðveldi. 

Fram að því hafði það verið óframkvæmanlegt. 

Þess vegna er 1. desember 1918 að mörgu leyti mikilvægari en 17. júní 1944 og á ekki skilið að hafa þokast jafn mikið í skuggann fyrir lýðveldisdeginum og orðið hefur. 

Fullveldið 1918 tryggði samt ekki stofnun lýðveldis eftir 25 ár, því að til þess þurfti atbeina þjóðarinnar þegar þar að kæmi, og lyktir gátu líka orðið þær að þjóðin nýtti sér ekki þennan rétt eða frestaði því að nýta sér hann. 

En 15. maí 1941 samþykkti Alþingi að segja upp sambandslögunum, rifta konungssambandi Danmerkur og Íslands og stofna lýðveldi í framhaldinu. 

Þetta var stórmerkur dagur, því að eftir þetta varð ekki aftur snúið og því grundvallarmunur á þessu og heimildinni, sem Sambandslögin höfðu gefið til uppsagnar og sambandsslita.  

 


mbl.is Íslandsklukkunni hringt 16 sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þess vegna er 1. desember 1918 að mörgu leyti mikilvægari en 17. júní 1944 ..."

Það er greinilega mjög erfitt að ná þessu.

Ísland varð sjálfstætt ríki 1. desember 1918, eins og viðurkennt er með nýlegri ályktun Alþingis um að halda upp á 100 ára afmæli sjálfstæðis Íslands eftir tvö ár, 2018.

Þorsteinn Briem, 1.12.2016 kl. 21:45

2 identicon

Það er reyndar mjög vafasamt að sambandslagasamningurinn hafi heimilað Íslendingum að stofna lýðveldi, eða að gert hafi verið ráð fyrir því á þeim tíma. Hins vegar æxluðust mál þannig að þegar Íslendingar urðu sammála um að afskaffa kónginn var hann ekki í góðri aðstöðu til að malda í móinn. Og Bandaríkjamenn bökkuðu okkur upp þannig að haldið var áfram með það sem er sæmilega augljóst samningsbrot og landráð. Sambandslagasamningurinn heimilaði okkur hins vegar að stofna alsjálfstætt konungsríki með sama kóng og í Danmörku.

Til stuðnings þessari söguskoðun má til dæmis nefna greinargerð Bjarna Benediktssonar frá 1840 þar sem hann leiðir rök að því að þar sem Danir hafi vanefnt samninginn vegna hernáms Þjóðverja gefi það Íslendingum tilefni til að rifta honum. Það var sem sagt skoðun Bjarna, og hvað sem má um hann segja er öruggt að hann hafði talsvert vit á lögfræði, að hefði hernám Danmerkur ekki komið til hefði ekki skapast skilyrði til að stofna lýðveldi. Um þá skoðun hans að þau hafi svo skapast við hernámið má svo deila.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 1.12.2016 kl. 21:50

4 identicon

Greinargerð Bjarna er vitaskuld frá 1940!

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 1.12.2016 kl. 21:51

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eins og Ísland var á árunum 1918-1944 er Ástralía sjálfstætt konungsríki, þar sem Elísabet Bretadrottning er þjóðhöfðingi beggja ríkjanna.

Þorsteinn Briem, 1.12.2016 kl. 21:54

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands árið 1920:

"1. gr. Stjórnskipulagið er þingbundin konungsstjórn."

Ísland
varð fullvalda og sjálfstætt ríki 1. desember 1918 og Danmörk og Ísland voru frá þeim tíma tvö aðskilin og jafnrétthá ríki, enda þótt þau hefðu sama þjóðhöfðingja.

Færeyjar og Grænland
eru hins vegar í danska ríkinu og því engan veginn hægt að tala um "ríkjasamband" Færeyja, Grænlands og Danmerkur, enda þótt Færeyjar og Grænland hafi fengið heimastjórn.

Konungsríki - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 1.12.2016 kl. 21:55

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Orðið konungdæmi er notað yfir það sem á ensku kallast monarchy, enda þótt þjóðhöfðinginn beri ekki í öllum tilfellum titilinn konungur eða drottning og dæmi um aðra titla eru keisari, fursti, hertogi, emír og soldán.

Í ríkjum með þingbundinni konungsstjórn er forsætisráðherra höfuð framkvæmdavaldsins og leiðtogi löggjafarvaldsins en þjóðhöfðinginn beitir einungis táknrænu valdi sínu með samþykki ríkisstjórnarinnar.

Danmörk, Svíþjóð og Noregur eru öll með þingbundna konungsstjórn.

Í Bretlandi er einnig þingbundin konungsstjórn og Elísabet 2. Bretadrottning er nú þjóðhöfðingi Bretlands og fimmtán annarra ríkja í Breska samveldinu, þar sem hún tilnefnir landstjóra sem hefur táknrænt gildi.

Þessi ríki eru því einnig með þingbundna konungsstjórn, til að mynda Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland.

Þorsteinn Briem, 1.12.2016 kl. 21:58

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Sambandslagasamningnum 1918 sagði að hvenær sem væri eftir árslok 1940 gæti hvort sem væri Ríkisþingið danska eða Alþingi krafist endurskoðunar laganna.

Yrði nýr samningur ekki gerður innan þriggja ára eftir að krafan kæmi fram gæti hvort þingið sem væri fellt sambandslögin úr gildi.

Þorsteinn Briem, 1.12.2016 kl. 22:06

9 identicon

Að mér vitandi, Ísland varð sjálfstætt 1918, eins og Ómar bendir á ... en árið 1941, réðust bretar inn í Ísland, og frímiði Íslands er tengdur þessum glæp breta.  Íslenskir "Víkingar", þora aldrei að tala um þetta mál (nema við eldhúsborðið), enda "víkingablóðið" og "sjálfstæðið", ríkt í æðum.

Hvað sem því líður, áttu ekki við síðan á 15-16 öld Ómar ... 1262, er þegar Ísland fellur í hendur Noregs.  En svo ég viti til, þá gátu Íslendingar alltaf komist undan konungi, þangað til á 15-16'öld þegar menn voru teknir og þvingaðir til að skrifa undir, svo að þetta breittist. Er ekki ennþá minnisvarði í Hafnarfirði, þess efnis ... eða er ég að fara með firru?  Var þetta eitthvað á þá leið, að Jónsbók féll aftur í gildi 1918?

Ekki ætla ég að standa á þessu, en mig minnir eitthvað í þessa átt.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.12.2016 kl. 22:44

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hugsanlega hefðu Íslendingar getað tæknilega losað sig frá Noregskonungi fyrst eftir Gamla sáttmála, en í raun var það ómögulegt, því að landsmenn gátu ekki lengur haldið uppi siglingum til og frá landinu. 

Ómar Ragnarsson, 1.12.2016 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband