Alla jafna auðveldara fyrir miðjuflokka.

Þann rúma mánuð sem liðinn er frá kosningum hefur oft verið talað um að mynda þurfi stjórn "yfir miðjuna", það er, að flokkar utan af jöðrum vinstra-hægra litrófsins séu innanborðs og sleppt þátttöku flokka næst miðjunnin. 

Það eru dæmi um þetta hafi tekist, svo sem í Nýsköpunarstjórninni, en þá voru sérstakir tíma, þjóðin með eindæma gjaldeyrisforða í höndunum, og því hagfellt fyrir bæði atvinnurekenur og verkalýð að komast að samkomulagi um fjárfestingar og stórfelldar aðgerðir í velferðar- og tryggingamálum. 

En það er athyglisvert hve mjög dró úr áhuganum í fyrstu tveimur stjórnarmyndunartilraununum þegar í ljós kom að fjármagnið, sem menn héldu að væri til skiptanna, var miklu minna en menn höfðu haldið. 

Þá standa menn frammi fyrir því að byggja brýr yfir bilin milli ólíkra stefnumála og hugmynda. 

Eina leiðin til að mynda stjórn er sú að þessar brýr verði sem fæstar og stystar. 

Þess vegna verður að halda áfram að reyna með þetta í huga og það er allajafna auðveldara fyrir miðjuflokka en flokka á jöðrunum. 

Þetta er ein af skýringunum á því hvers vegna Framsóknarflokkurinn hefur jafn auðvelt og raun ber vitni til að standa að ríkisstjórnum með því að færa sig til á miðjunni í þá átt, sem þurfti. 

 


mbl.is „Við getum búið til ríkisstjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband