3.12.2016 | 11:00
Norður-Dakota - Gálgahraun, athyglisverður samanburður.
Bandarískur sérfræðingur í jarðvarmavirkjunum líkti Yellowstone, lang orkumesta jarðvarmasvæði Norður-Ameríku, við "heilaga jörð" (sacred earth) þar sem aldrei yrði, svo mikið sem einn hver af 10 þúsundum, snertur þótt svæðið byggi yfir óheyrilegri orku.
Utan um Yellowstone er verndarsvæði, "Great Yellowstone", sem er álíka stórt og allt Íslands.
Á því svæði verða aldrei heimilaðar boranir.
Hvorki það svæði né sjálfur þjóðgarðurinn Yellowstone flokkast sem eitt af helstu náttúruundrum veraldar, en hins vegar er hinn eldvirki hluti Íslands í þeim flokki. ("Iceland is a land like no other.")
Vopnlausar og friðsamar aðgerðir aðgerðasinna á merkilegu svæði frumbyggja í Norður-Dakota hafa nú staðið í marga mánuði. Þar mætast annars vegar valdatæki þess kynstofns sem braut undir sig lands annars kynstofns með ofbeldi, vopnavaldi og fyrirlitningu sem staðið hefur til þessa dags.
Fróðlegt er að bera þær saman við veru aðgerðarsinna í Gálgahrauni í rúman mánuð haustið 2013.
Þar er um að ræða fremsta hluta eins merkilegasta hrauns Reykjanesskagans, Búrfellshraun, sem rann eftir ísöld úr Búrfellsgjá, eldgíg með magnaðri tröð, fyrir austan Garðabæ, niður í botna Skerjafjarðar og Hafnarfjarðar.
Í landi Hafnarfjarðar og Garðabæjar er búið að raska þessu mikla og magnaða hrauni verulega, en þegar Gálgahraunsdeilan hófst, var um að ræða að verja allra fremsta hluta hraunsins þar sem það fellur ofan í Skerjafjörð og um hraunið liggja nokkrar fornar gönguleiðir og minjar á sagnaslóðum með nöfnum, sem minna á sögu þeirra, fólksins í nágrenni forsetasetursins og fyrrum aðsetur valdhafa landsins og athafna þeirra; Fógetastígur, Sakamannastígur, Garðastekkur o. s. frv.
Þar var aftökustaður eins og nafnið Gálgahraun bendir til.
Í stað þess að leita auðveldra leiðar fyrir veg út á nesið með því að laga vegarstæði vegarins, sem annaði fyllilega umferð út á nesið og vel það, var ákveðið að blása til eins sakamáls í viðbót við hin gömlu í Gálgahrauni, með því að ráðast með 60 lögreglumönnum, vopnuðum handjárnum, úðabrúsum og kylfum gegn rúmlega 20 manna hópi fólks, sem sat hreyfingarlaust á ómerktu svæði í hrauninu.
Fólkið var tekið með valdi, sumt handjárnað og jafnvel misþyrmt, því hent eins og sláturfé inn í fangaflutningabíl, þar sem íslenskar reglur um notkun bílbelta voru brotnar, og það fært í fangaklefa. Allt yfirbragð aðgerðanna þrungið fyrirlitningu og því að niðurlægja þetta fólk.
Auk sveitarinnar var stefnt gegn þessu fólki, sem sannanlega hafði aldrei gerst sekt um óspektir né neitt saknæmt, sumt orðið aldrað, stærsta skriðbeltatæki landsins, sem strax í kjölfar lögregluaðgerða var látið böðlast yfir tveggja kílómetra langt fyrirhugað vegstæði til þess að eyðileggja hið ósnortna hraun sem tryggilegast á sem skemmstum tíma og koma þannig í veg fyrir að hægt væri að ljúka lögbannsmáli þar sem ósnortið hraunið og söguslóðir þess var andlag.
Með því að eyðileggja andlagið var lögbannsmálið líka eyðilegt.
Í náttúruverndarlögum er ósnortið hraun, jafnvel þótt ekki sé sögulega merkilegt, sérstaklega verndað.
Skoðum síðan það sem hefur gerst í Norður-Dakota. Þar hafa aðgerðir af svipuðum toga staðið margfalt lengur en í þær stóðu í Gálgahrauni.
Ef bandarísku aðgerðirnar hefðu verið í samræmi við ofstopann og offorsið í Gálgahrauni, væri fyrir löngu búið að senda mörg þúsund manna her og skriðdreka gegn fólkinu í Norður-Dakota og ryðjast með skriðbeltatækjunum um leið fyrirhugaðrar olíuleiðslu og umturna þar öllu sem allra mest.
Þó eru landslag og aðstæður þannig vestra, að hægt væri að bæta fyrir slíkar aðgerðir, en aldrei að eilífu verður hið ósnortna svæði, sem rústað var í Gálgahrauni, endurheimt.
Já, samanburðurinn á þessum tveimur málum er athyglisverður og er þó ímyndin um vægðarlausa hörku lögreglu í Bandaríkjunum orðin ansi sterk.
Það er nefnt að í málinu í Norður-Dakota hafi kjörinn forseti Bandaríkjanna átt peningalegra hagsmuna að gæta fram að þessu.
Upplýsingar um hagsmuni í Gálgahraunsmálinu í DV á sínum tíma voru af svipuðum toga.
Hermenn til liðs við mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar ég vissi ekki betur en að bæir í kring um Yellow nýti jarðvarman en hvað um það hér lýsir einn að þetta er ekki endurnýjan leg orka eins og í raun þú sagðir um daginn. Þessi viska þeirra er frá 1986 og spurning með okkar alvitru vísindamenn eru þeir með einhverja aðrar hugmyndir.
In 1986 a 140-meter deep well was drilled on private property owned by the Church Universal and Triumphant. This well is located 8 kilometers from the park boundary and 14 kilometers from Mammoth Hot Springs. The well produced hot water and when pumped the flow of nearby LaDuke hot spring was significantly reduced.
Production from the well was ceased and an investigation was performed by the United States Geological Survey to determine if the use of geothermal water in this area might affect the flow of Mammoth Hot Springs. This report [Sorey et al., 1991] includes the results of this detailed research on the area's geology and hydrology.
Valdimar Samúelsson, 3.12.2016 kl. 15:00
Hún verður svakalegri með hverri endursögn sagan um handtökurnar í Garðahrauni.
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1321955/
Hábeinn (IP-tala skráð) 3.12.2016 kl. 16:01
Það var sorglegt að íslenskir lögreglumenn tækju svo harkalega á þér og öðrum náttúruverndarsinnum eins og raun bar vitni, þegar þið reynduð einungis að koma í veg fyrir eyðileggingu friðlýstra minja.
Við þetta tækifæri kom reyndar berlega í ljós að tengsl landeigenda við stjórnvöld og fyrirsjáanlegur ávinningur þeirra skipti öllu máli, en því miður líka að hinir svokölluðu laganna verðir hér á Íslandi framfylgja hiklaust skipunum valdastéttarinnar, þó það þýði bæði ofbeldi og mannréttindabrot.
Jónatan Karlsson, 3.12.2016 kl. 16:08
Þetta mál, Ómar, lýsir ekki mismun á málunum sem slíkum. Heldur sýnir gerla, hvaða hugarfar ríkir í Íslendingum, sem slíkum. Þetta land, sem er eitt af fáum löndum heims sem getur hrósað sér fyrir frið, og litla glæpi ... er lögreglan og aðrir, alveg ólmir og halda ekki vatni, við að fá sem flesta "glæpamenn" til landsins, og gefa lögreglunni leyfi til að hafa "vélbyssur". Í bandarikjunum, fara gamlir hermenn af stað, og stylla sjálfum sér upp sem "mannlega skyldi", til að hlífa mótmælendum í N-Dakoda.
Munurinn, Ómar ... liggur í fólkinu.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.12.2016 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.