3.12.2016 | 19:06
Gallar upplýsingarflóðsins.
Ekki þarf að fjölyrða um kosti byltingarinnar í upplýsingamiðlun og notkun samfélagsmiðla á netinu.
En gallarnir eru líka stórir eins og sést á frétt á mbl.is um útbreiðslu uppdiktaðra upplýsinga.
Í vöxt fer stórfelld dreifing upploginna frétta og upplýsinga sem erfitt getur verið að kveða niður þegar hagsmunaaðilarnir, sem dreifa oft þessum upplýsingum, eru fjárhagslega öflugir og geta í krafti magns og síbylju kaffært það sem sannast er vitað.
Þannig eru ekki nema eitt til tvö ár síðan mokað var inn athugasemdum íslenskra kuldatrúarmanna í athugasemdum og langhundum "staðreyndum" og álitum "virtra vísindamanna og vísindastofnana þess efnis að hafísinn á Norðurheimskautinu væri í örum vexti og stefndi í met í þeim efnum.
Einnig var dreift þeim upplýsingum og staðreyndum sem sýndu, að loftslag á jörðinni "færi hratt kólnandi."
Þessar raddir hljóðnuð aðeins í bili, en þó kom grein í Morgunblaðinu nú í haust í þessa veru og margar greinar voru skrifaðar fyrir tæpu ári um 40 þúsund fífl, sem hefðu varið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París um loftslagsbreytingar.
Nýleg frétt um yfirburði Íslands yfir allar þjóðir heims varðandi notkun endurnýjanlegra orkugjafa til raforkuframleiðslu er hluti af þessu fyrirbrigði og réttar upplýsingar um eðli jarðvarmavirkjana eru einfaldlega þagaðar í hel og hinu gagnstæða stanslaust haldið fram.
Athugasemdir
Ómar, ekki of miklar áhyggjur. Því sem þú ert að lýsa er “local” rugl í landi norður í Ballarhafi. Hálfvita áróður fjölmiðla; Morgunblaðsins sem er ritstýrt af einum mesta afglapa sem Ísland hefur alið. Einnig fjölmiðlar Björns Inga aka Binga, ómenntaður braskari, sem virðist vera á góðri leið með að koma sér upp fjölmiðlaveldi vegna tengsla sinna við Kögunar-fíflið og peninga-mafíu Framsóknarflokksins. Orðinn eigandi að DV og ÍNN (Fox Iceland). En þetta er “local bullshit”, sem nær ekki út fyrir landhelgina. Mun ekki stöðva þær jákvæðu breytingar sem þegar eru hafnar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.12.2016 kl. 19:43
"fjárhagslega öflugir" það kostar smáaura að setja upp vefsíðu og bara tíma að troða röngum upplýsingum inn á Wikipedia og spjallsíður undir ýmsum nöfnum
Grímur (IP-tala skráð) 3.12.2016 kl. 21:20
Hvernig vitið þið, hvað er "rangt" eða rétt? Eða, hver sé fífl og hver ekki? 40 Þúsund fífl, eru þeir ekki ... væri betra að segja 7 miljarðar asna, sem láta 40 þúsund manns draga sig á tálma svo hægt sé að skattpína þá betur.
Þér er svo annt um "littla" ísinn þinn á Norður skauti ... svo ég spyr þig, hvar er "Norður" póllinn núna? Er hann á sama stað, og hann var fyrir 60 árum síðan? Nei, hann hefur flutst um 1100 kílómetra á síðastliðnum 150 árum. Var norður póllinn, alltaf Norður Póllinn ... og þar sem hann er nú? Ef svo er, villtu þá útskýra fyrir "okkur" fíflunum, sem þó lesum aðeins meir en bara moggan ... af hverju það voru laufskógar í Svíþjóð fyrir 5000 árum síðan? Og ef það er bráðnun Ís, sem gerir að sjórinn lyftir sér ... af hverju eru þá leifar af mannabústöðum á botni kattegatt.
Þegar þú tekur littlu "relluna" þína, og flýgur henni yfir Norður pólinn og kemur síðan ári seinna og metur "Co2" á pól ísnum ... og finnur út, að síðastliðin tvö ár hefur verið aukið co2 magn...
Þá kallast það "Heisenberg uncertainty principle"... og er ekki markvert, því þú ert mæla þína eigin andfýlu (í bókstaflegri merkingu).
Allar þær mælingar, og sérstaklega á suður skautinu ... er marklítið. Það er verið að mæla "fyrstu" tilveru manna á þessu svæði, ekki nauðsynlega aukningu í náttúrunni.
Þú getur aftur á móti, tekið sýni og séð "hlýnunar" skeið ... og séð hvað hann hefur bráðnað, og hversu ört á tímabilum.
Hvað er það sem veldur hita á jörðinni? Er það "einungis" sólin? Ef þú ert á ferð um hálendi Íslands ... er einhvers staðar hiti úr yðrum jarðar, sem hitar upp landið? Hvernig hitar sólin upp jörðina ... beinir sólargeislar, eða hefur "rafsegulsvið" jarðar einhver áhrif? Hefur kanski "inclination" geisla til jarðarinnar, einhverja þýðingu? Er það "bara" ljósið frá sólinni, sem hitar? Hvað með golfstrauminn? hefur hann færst til? alltaf verið á sama stað í gegnum aldirnar? hefur hann einhver áhrif á norðurpólin, og hitann í hafinu? Hvað með neðansjávar glufur, og jarðhita neðansjávar ... eru breitingar á því, á hafsbotni.
Ekki satt.
Hvað með þennan klett sem við búum á ... "Guð hafi skapað himinn og jörð, og mannin í sinni mynd". Og þess vegna sé þessi klettur, alger klettur og breitist ekki ... nema "afmynd Guðs" sé að verki?
Að fara vel með jörðina, er að sjálfsögðu nauðsynlegt ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.12.2016 kl. 00:43
Þessar upplognu fréttir koma frá þeim sem vilja meiri ritskoðun á eina frjálsa fjölmiðilinn sem við höfum átt.Almenningur er að átta sig á að "mainstream" fjölmiðlar í eigu auðvaldsins, ljúga að eða í besta falli blekkja almenning. Hnattræn hlýnun af manna völdum er enn ein blekkingin.Það er meira að segja viðurkennd staðreind vísindamanna, að sama hvað við minkum mikið útblástur gróðurhúsalofttegunda, hefur það ekkert að segja og ætti því ekki að vera til umræðu.
Er það tilviljun að allar þessar fréttir um hitamet streyma út, nú þegar Trump talar um að skerða fjármagn til þessarar loftlags mafíu.
Benni (IP-tala skráð) 4.12.2016 kl. 07:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.