Verkstjórnin mikilvægust?

Fleyg urðu ummæli Jóns Gnarr borgarstjóra þegar hann var spurður um stefnu hans í flugvallarmálinu og hann sagðist ekki vera með hana á takteinum, - hann hefði enga reynslu af að flytja flugvöll.

Reynsla af stjórnarmyndunum er afar takmörkuð eða engin hjá formönnum flokkanna og þess vegna gætu þeir líklega gefið svipað svar og Jón Gnarr um það mál.  

Í fróðlegu viðtali, að mig minnir á Hringbraut, við Jón Baldvin Hannibalsson, sem er eldri en tvævetur í pólitík, rakti hann á afar áhugaverðan hátt stjórnarmyndunartilraunir 1987 og 1988 og taldi að misgóð verkstjórn stjórnmálamanna hefði ráðið úrslitum um það hvaða tilraunir tókust og hverjar ekki. 

Hann minntist ekki á stjórnarmyndunartilraunirnar 1974 þegar Geir Hallgrímsson fékk stjórnarmyndunarumboðið fyrstur eftir góðan sigur Sjálfstæðisflokksins. 

Vinstri stjórn Ólafs hafði sprungið og það virtist augljóst að Framsókn hefði brennt sig á því samstarfi og myndi því fara í stjórn með Sjálfstæðisflokkunum.

En viðræður þessara flokka fóru út um þúfur. 

Ólafur Jóhannesson fékk þá umboðið og einhenti sér í að klára það verk sem Geir hafði mistekist. 

Ólafur gerði ekki að skilyrðí að verða forsætisráðherra, heldur urðu lyktir þær að Geir varð það. 

En staða Ólafs styrktist engu að síður og gárungar töluðu um það að hann hefði myndað stjórnina fyrir Geir. 


mbl.is Viðreisn og Björt framtíð með lykilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Seg­ir Stef­anía, en hún segir nú svo margt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.12.2016 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband