Sami vandi og hér á landi?

Þegar minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við völdum í febrúarbyrjun 2009 gerðu þingmenn Framsóknarflokksins það að skilyrði, að löggjöf yrði samin um stofnun sérstaks stjórnlagaþings, sem gerði það, sem Alþingi hafði mistekist í meira en 60 ár, að efna loforð landsfeðranna 1943-44 um að Íslendingar sjálfir semdju alveg nýja stjórnarskrá í samræmi við draum Jóns Sigurðssonar á Þjóðfundinum (stjórnlagaþinginu) 1851. 

Þegar farið var í það að efna loforð stjórnarinnar í þessu efni kom fljótlega í ljós að hugur fylgdi ekki máli, því að Alþingi vildi eftir sem áður ekki gefa neitt eftir mað það vald sem það hafði og hefur enn varðandi stjórnarskrárbreytingar. 

Á komandi ári verða fimm ár liðin frá því að tveir þriðju hlutar atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá stjórnlagaráðs féllu á þá lund að hafa skyldi stjórnarskrá Íslands í samræmi við þetta frumvarp. 

Þegar litið er til upphafs stjórnarskrármálsins íslenska árið 1851 hefði mátt ætla að tekið yrði tillit til úrslita þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu.

En hinu íslenska þingi hefur tekist það sem hvorki Bretar né Ítalir hafa látið sér til hugar koma að gera, að hunsa þjóðaratkvæðagreiðsluna þannig að málið hefur í raun ekki þokast spönn. 

Hjá Bretum og Ítölum var þetta öðruvísi. Viðkomandi forsætisráðherrar sögðu af sér og þegar litið er á vanda Breta, er hann ekki vegna vilja þingsins til að hunsa úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar, heldur vegna lagatæknilegrar útfærslu á að fara að þjóðarviljanum, eins og hann kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni. 

Á Ítalíu eru þetta skýrt: Forsætisráðherran sagði af sér og úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar verða skilyrðislaust virt. 

Nú verður fróðlegt að fylgjast með framvindu málsins hjá Bretum og hvort það stefni í íslenskt ástand þar á bæ. 

 

 


mbl.is Brexit til meðferðar í Hæstarétti í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru tillögur stjórnlagaráðs nú orðnar frumvarpi?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2016 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband