5.12.2016 | 13:55
Minnir svolítið á þingsköpin hér.
Á Alþingi hefur verið við lýði grein, sem heimilar að langdregnar umræður séu stöðvaðar og gengið til atkvæða. Svo langt er síðan þessari grein hefur verið beitt að hvorki ég né aðrir muna nákvæmlega eftir því hvenær það var gert.
Vegna þessarar tregðu á að beita heimildinni hefur málþóf viðgengist og stundum tafið störf þingsins um of.
Á kjörtímabilinu 2009-2013 kom til umræðu á útmánuðum 2013 að beita greininni en af því að þáverandi stjórnarmeirihluti skynjaði, að hann myndi lenda í stjórnarandstöðu eftir kosningarnar, annað hvort báðir flokkarnir eða annar þeirra, varð ekki úr því að 77. greinin yrði notuð.
Í fyrra kom til umræðu hjá stjórn Framsóknar og Sjalla að beita ákvæðinu en það var ekki gert, enda lá í loftinu að stjórnin myndi missa meirhluta sinn í næstu kosningum og þá væri vissara að hægt yrði fyrir báða flokkana eða annan, að geta beitt málþófi.
Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson varð forsætisráðherra í vor, voru hins vegar tekin upp vinnubrögð samstarfsvilja og málamiðlana og við slík skilyrðí varð málþóf óþarft og sömuleiðis engin ástæða til að íhuga beitingu 77. greinarinnar.
Hliðstætt ástand gildir stundum í samskiptum Bandaríkjaþings og forseta landsins, og báðir stóru flokkarnir vilja horfa til framtíðar varðandi möguleikana á að þingið eða hluti þess geti tafið fyrir forsetanum í einstökum málum ef svo ber undir.
Demókratar ætla að gjalda líku líkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.