6.12.2016 | 14:50
Íslenskt sleifarlag gott afspurnar?
Allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum samkvæmt íslensku og vestrænu réttarfari. Sé sleifarlag landlægt á því sviði hér á landi ættu því allir landsmenn að vera jafnir fyrir því.
En það er spurningin hvort þetta eigi við þegar um útlendinga er að ræða, því að landkynningin sem slíkt hefur í för með sér getur orðið býsna þung í skauti, þótt við sjálf látum ýmislegt yfir okkur ganga.
Í þessu ljósi má vel skoða það þegar erlent ferðafólk kvartar yfir sleifarlagi yfirvalda eins og greint er frá í tengdri frétt á mbl.is
Raunar ætti sexföld fjölgun ferðamanna á sex árum að vera okkur áminning um að hreinsa til hjá okkur á ýmsum sviðum þar sem viðgengist hafa sleifarlag, kæruleysi og á stundum hrein undanbrögð.
Annars er hætt við að áhrifin á útlendinga geti slegið hressilega á orðstír lands og þjóðar, sem hægt er að yfirfæra í gríðarlega fjármuni í formi glatðaðrar viðskiptavildar.
Kvarta yfir seinagangi yfirvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki gott til afspurnar,
allt er hér á landi,
hrikalegar horfurnar,
húsið byggt á sandi.
Þorsteinn Briem, 6.12.2016 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.