Hætta á óförum hjá flokkunum fimm ef þeir ná ekki saman.

Það er sígilt fyrirbrigði í átakamiklum stjórnmálum og hernaði að þegar margir hafa sameinast um að fella einn sterkan óvin, brestur á ósætti og sundrung hjá sigurvegurunum sem geta ekki komið sér saman um hvernig vinna eigi úr sigrinum og missa þar með tökin. 

Ágætt dæmi er þegar veldi Napóleons Bonaparte veiklaðist svo mjög eftir hina misheppnuðu herför til Rússlands, að hann hrökklaðist frá völdum og fór í útlegð.

En gullið tækifæri sigurvegaranna rann þeim úr greipum vegna þess að þeir gátu ekki komið sér saman um hvernig ætti að vinna úr sigrinum.

Þegar þetta ástand hafði varað nógu lengi, greip Napóleon tækifærið og marseraði til Parísar fyrirhafnarlaust til að taka völdin þar að nýju.

Hersveitir, sem sendar voru á móti honum til þess að handtaka hann, gengu í lið með honum.

Ef flokkarnir fimm, sem tóku meirihlutann á þingi af Sjöllum og Framsókn, klúðra tækifærinu til að mynda ríkisstjórn í stað þeirrar, sem nú er minnihlutastjórn, er hætta á að stór hluti þeirra kjósenda sem kusu þessa fimm flokka, finnist þeir hafa verið snuðaðir um valdaskipti.

Á þessum grunni er hugsanlegt að Bjarni Benediktsson byggi stóiskt svar sitt um að nýjar kosningar verði engin katastrófa.

Í kosningabaráttunni fyrir slíkar kosningar mynd hann hamra á ímynd Sjálfstæðisflokksins sem kjölfestu og bera þá ímynd saman við "sundrungarliðið" sem ekki geti myndað stjórn eins og dæmið hafi sannað.

Þótt út af fyrir sig sé rétt hjá Pírötum að kosningarnar um daginn hafi verið haldnar vegna Panamaskjalanna, er hætt við að kjósendur séu fljótir að gleyma því þegar þeir horfast í augu við veruleikann í núinu.

Og hugsanlega munu Píratar sjá eftir því að hafa útilokað Framsóknarflokkinn fyrirfram vegna hins eitraða Wintris-eplis í flokknum.

Það var nefnilega með samvinnu við Sigurð Inga Jóhannsson og fleiri Framsóknarmenn sem tókst að afgreiða að mestu án vandræða ýmis mál í sumar og haust, þar sem það kom sér vel að grasrótin í þessum aldar gamla flokki er meðvituð um félagslegar þær félagslegu áherslur sem enn má finna í stefnu hans.

Eftir kosningarnar 1978 sáu forystumenn A-flokkanna að útilokað var að mynda ríkisstjórn án þáttöku annað hvort Sjalla eða Framsóknar.

Þeir völdu Framsókn af því að hún var nær miðju en Sjallarnir og fyrirfram var enginn möguleiki á stjórnarsamstarfi útilokaður.  


mbl.is Kosningar „engin katastrófa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn hefur engan áhuga á breytingum í til að mynda landbúnaði og sjávarútvegi og því hafa Píratar, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin engan áhuga á að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokknum.

Þorsteinn Briem, 6.12.2016 kl. 23:56

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Birgitta Jónsdóttir vildi stutt kjörtímabil.

Kannski henni verði þrátt fyrir allt að ósk sinni.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2016 kl. 00:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmund Davíð sá í gær,
sér er hann á parti,
í öllu hann er afar fær,
eins og Bonaparte.

Þorsteinn Briem, 7.12.2016 kl. 06:27

4 identicon

Minnihlutinn frá því fyrir kosningar er ennþá minnihluti.

Ég er nokk viss um að kjósendur Viðreisnar (flestir a.m.k.) muni telja sig svikna ef þessi stjórn kemst á laggirnar.

Minnihlutinn er hins vegar dauðsvekktur að hafa ekki náð að vera meirihluti, en það er nú svona með þessa kjósendur; geta aldrei gert neitt rétt.

Sem dæmi um það er að mun fleiri kusu þann sem Ómar kallar peð og eitrað þar að auki, en tvo af þeim formönnum sem þarna sitja og telja sig (ólíkt kjósendum) umtalsvert merkilegri en umrætt peð (sérstaklega formaður flokksins sem fæstir kjósendur völdu).

Það er hins vegar greinilegt að það eina sem þessi fyrrverandi og núverandi minnihluti hugsaði um þegar hann var að mæra Sigurð Inga var að kynda enn frekar undir innanflokkserjum í Framsókn til að geta náð sem mestu fylgi af þeim.

ls (IP-tala skráð) 7.12.2016 kl. 08:15

5 identicon

gét verið nokkuð samála ómari aldei þessu vant vil sjálfur sjá sjálfstæðisfl.+ viðreisn + bj.fr. þá losna framsókn vonandi við samstarf við sjálfstæðismenn næsta kjörtímabil. steíni briem: veit ekki betur en sigurður hafi fullbúið frumvarp í sjávarútvegsmálum. landbúnaðarmálinn eru ekki síður verk sjálfstæðismanna en framsóknar muna menn hver er teingdafaðir bjarna ben. hverjir eru hagsmunir hans

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 7.12.2016 kl. 08:42

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hefði haldið að minnihlutastjórn VG og Sjálfstæðisflokks gæti gengið ef þau gætu náð saman í mikilvægustu málefnum.  Sjálstæðisflokkur gæti svo samið við Framsókn og VG við Samfylkingu um að verja stjórnina falli.

Kannski er ég of bjartsýnn.

Axel Þór Kolbeinsson, 7.12.2016 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband