7.12.2016 | 21:27
Mörgum áratugum á eftir í umhverfis- og náttúruverndarmálum.
PISA-könnunin sýnr, að við þurfum að fara að spýta í lófana og sækja fram í menntamálum.
Og enn mikilvægara er að sækja fram í upplýsingamálum varðandi umhverfis- og náttúruverndarmál.
Þegar ég var á ferð um bandaríska þjóðgarða fyrir 17 árum og átti leið niður með Koloradofljóti leitaði ég ráða um það hvaða bók ég ætti helst að lesa um þessi mál vestra.
Mér var bent á bókina Cadillac desert eftir Mark Reisner, sem kom út fyrir næstum 40 árum og fjallaði um baráttuna um virkjanir í fljótinu.
Ég greip bókina og kíkti fyrst á nokkrar lofsamlegar umsagnir gagnrýnenda um hana þegar hún kom út.
"Ætti að skyldulesning" sagði einn.
Síðan þá á þessi bók heiðurssess yfir skrifborði mínu.
Efni bókarinnar er tvíþætt, annars vegar ill meðferð á vatnsforða suðvesturríkjanna, sem enn í dag er að koma Kaliforniubúum í koll, en hins vegar stórvirkjanahugmyndirnar og átökin milli vírkjanafíkla og umhverfis-og náttúruverndarsinna.
Virkjanasagan bandaríska ætti að vera skyldulesning fyrir Íslendinga, því að rökin fyrir virkjununum, sem á stríðsárunum og í 15 ár eftir stríðið fæddu af sér stórvirkjanir með miklum umhverfisspjöllum, lutu í lægra haldi á sjöunda áratugnum í Bandaríkjunum og hafa ekki sést þar síðan.
Þegar maður les um þessa baráttu fyrir hálfri öld undrast maður að hér á landi séum við enn á þessu stigi.
Vestra, eins og hér, voru náttúruverndarsinnar plataðir með því að í fyrstu var lögð áhersla á að virkja í svonefndum Echo park, sem náttúruverndarfólkið þekkti vel, en jafnframt sótt í að stífla Glen Canyon og sökkva gljúfrunum þar fyrir innan, sem fáir eða engir þekktu.
Hér heima stóð deilan í fyrstu um Eyjabakka, sem náttúruverndarfólk þekkti miklu betur en Hjalladal og gljúfrin og hjallana í þeim.
Bæði heitin, Echo park og Eyjabakkar byrja meira að segja á sama bókstafnum, E!
Og helsti virkjanapostulinn, Floyd Dominy, minnti í mörgu á helsta virjanapostulann hér!
Þessi fyrri hluti baráttunnar endaði eins þar eins og hér. Echo park og Eyjabökkum var að mestu þyrmt en gljúfrunum sökkt og í ljós kom, að gljúfrin og umhverfi þeirra höfðu á báðum stöðum haft margfalt meira náttúruverndargildi en Echo park og Eyjabakkar.
Þegar David Brower, forystumaður náttúruverndarsinna, áttaði sig á þessari hrikalegu ginningu varð hann svo miður sín og hugsjúkur, að hann var á borði sjálfsmorðs. Urðu vinir hans að vakta hann á tímabili.
Nú heyrast raddir hér þess efnis að úr því að Norðmenn hafa sett endapunkt á sína rammaáætlun eigum við að gera það sama.
Enn ein ginningin, því að Norðmenn hófu sína rammaáætlunarvinnu næstum tveimur áratugum á undan okkur og þeirra land er fimm sinnum minna að flatarmáli en okkar.
Auk þess eru íslensku náttúruverðmætin mun einstæðari og magnaðri en þau norsku.
10 árum á eftir hinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."
Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 02:09
Noregur er 385.199 km2 sem er næstum 4x stærra en Ísland.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 11.12.2016 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.