Tilfinningar hafa alltaf vegið þungt í sögunni.

Ég held að ég hafi áður sagt frá því hér á síðunni þegar gömul rússnesk kona í um 5 þúsund manna bæ, Demyansk, sem ég hitti þar ríki rússneska vetrarins seint í febrúar 2006, sagði mér frá því að í 100 þúsund manna setuliði Þjóðverja sem var innilokað þar í fjóra mánuði hefðu að vísu verið innanum í þýska liðinu hrottar og villimenn. 

Enda var Hitler búinn að gefa út tilskipun um að hverjum þýskum hermanni væri leyfilegt að skjóta hvern þann Rússa, sem hann vildi, af því að Rússar væru ekki aðilar að Genfarsáttmálanum. 

En hún sagði jafnframt að verstu illmennin í setuliðinu hefðu ekki verið Rússar heldur Finnar. 

Norræn þjóð svona illskeytt? Hvers vegna?  Jú, vegna heitrar hefndartilfinningar eftir árás Rússa á Finna veturinn áður. 

Tilfinningar, sem ráða stefnu stjórnmálamanna og þjóða geta spannað allan skalann, allt frá göfugum til illskeyttra tilfinningum. 

Þekkt er hve heitar tilfinningar brutust út þegar Júgóslavía liðaðist í sundur og stundum var verið að hefna atburða, sem urðu þar fyrir 600 árum. 

Tilfinningar hafa stundum átt meiri þátt í velgengni stjórnmálamanna en margir vilja viðurkenna. 

Kennedyhjónin voru sennilega fyrstu bandarísku forsetahjónin sem líkja mátti við kvikmyndastjörnur og rokkstjörnur, og frjálslynd stefna Kennedys því ekki aðalatriðið hjá mörgum, heldur nokkurs konar bónus. 

Hrein hrifning á stjórnmálamanni og stjórnmálastefnu er auðvitað tilfinningamál ekki síður en málflutningur og framkoma. 

Ævareiðir Þjóðverjar eftir hraklega meðferð í Versalasamningunum flykktust til fylgis við Hitler, sem sefjaði þá með stórfenglegum risasamkomum þar sem öllum brögðum stórsýninga var beitt. 

Þegar Jón Ársæll talaðí 60 árum eftir stríðslok við einn af kafbátsmönnunum, sem sökktu Goðafossi, réttlætti hann stríðið með því að óvinir Þýskalands hefðu limað fósturjörðina í tvennt í Versalasamningunum og Þjóðverjar verið neyddir til að endurheima land, sem hafði verið þýsk jörð í minnst eina og hálfa öld, ef ekki lengur. 

Niðurlægingartilfinning fylgdi þessum manni greinilega til æviloka. 

Sjálfstæðisbarátta Íslendinga byggðist mjög á heitum og göfugum tilfinningum, sem Fjölnismenn og Jónas frá Hriflu í Íslands sögu sinni spiluðu á.

Roosevelt Bandaríkjaforseti og Winston Churchill nýtt sér ræðusnilld til að laða fram heitar tilfinningar hjá Bandamönnum.

Innreið Krists í Jerúsalem var tilfinningaþrungin frekar en að baki hennar lægi úthugsaður valdatæknilegur tilgangur.

Í fyrradag var því lýst hér á síðunni hvernig hermenn, sem sendur voru til að handtaka Napóleon þegar hann steig fáliðaður á land úr útlegð á Elbu, fengu í hnén af gamalli hrifningu og gengu í lið með honum. 

 

Mjög nýlegt dæmi um afl tilfinninga er það hvernig þverpólitísk samstöðubylgja myndaðist gegn hugmyndinni um náttúrupassa og steindrap hann án þess að neitt ráðrúm gæfist til að skoða reynslu annarra þjóða af þessu fyrirbæri eða þann tilgang, sem hann þjónar erlendis.

Töluðu jafnt harðir hægri menn og vinstri menn um að Íslendingar yrðu auðmýktir og niðurlægðir með náttúrupassanum.  

 


mbl.is Tilfinningar fram yfir staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Punkturinn í viðhengdri frétt er þó líklega merkilegastur sá að Brexit sé dæmi um að komið sé að endimörkum hins endalausa hagvaxtar.

Sósíalismi og kapítalismi hafa gengið hönd í hönd frá iðnbyltingu með þá tálsýn að nóg sé til.  Svona rétt eins og íslenskir flokkar fyrir kosningar!

Lausnin hefur alltaf verið meiri tækni og meira tekið af óverðmetnum náttúruauðlindum. Svona rétt eins og íslenski ferðaiðnaðurinn!

Við "nútímamenn" höfum verið duglegir að dæma forfeður okkar sem höfðu ekki þessar "lausnir" að nóg væri til en þurftu að stilla saman náttúru og fólksfjölda. Það er sá hryllingur sam mannkyn stendur frami fyrir nú. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.12.2016 kl. 14:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 14:51

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 14:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.

Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.

Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 14:58

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Landsframleiðsla er mælikvarði notaður í þjóðhagsreikningum á það hversu mikið er framleitt af tilbúnum vörum og þjónustu.

Hagvöxtur er mælieining á hlutfallslegri breytingu á landsframleiðslu frá einu ári til annars."

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 15:04

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í skýrslu forsætisráðherra frá síðastliðnu vori kom skýrt fram að ástæða launamunar milli Danmerkur og Íslands er að framleiðni er mun meiri í Danmörku.

Þetta kom meðal annars fram í áætlunum um landsframleiðslu á vinnustund.

Í ljós kom að Ísland var í svipuðu sæti meðal OECD-ríkja bæði þegar tímakaup var skoðað og áætluð landsframleiðsla á unna klukkustund."

(Á Alþingi 1996-1997.)

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 15:05

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Even if a country has a higher GDP per capita (individual income), that country's people may still live poorer if the cost of living is more expensive."

Purchasing Power Parity (PPP)

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 15:07

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 15:10

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.10.2011:

"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.

Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu
, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.

Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."

Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 15:12

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2015:

"Eignarhaldsfélagið Langisjór hagnaðist um 624 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi.

Félagið á og rekur nokkur fyrirtæki í matvælavinnslu, þar á meðal kjúklingaframleiðandann Matfugl og Salathúsið, og var rekið með jákvæðri afkomu upp á 813 milljónir króna árið 2013."

Stærsti eigandi kjúklingaframleiðandans Matfugls er skráður á Möltu

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 15:15

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.11.2016:

"
Eigandi Brimgarða, sem fer með 6,9% hlut í Heimavöllum [langstærsta húsaleigufélagi Íslands], er Langisjór ehf. en eigendur þess félags eru systkinin Halldór Páll, Gunnar Þór, Guðný Edda og Eggert Árni Gíslabörn.

Þau eiga hvert 10% í Langasjó ehf. en hin 60% á félagið Coldrock Investments Limited.

Systkinin hafa viðurkennt í fjölmiðlum að eiga erlenda félagið sem er skráð í skattaskjóli á Möltu.

Þau eru umsvifamikil í íslensku viðskiptalífi og landbúnaði og hafa hagnast vel á stuðningi ríkisins vegna kjúklingaræktar og sölu svínakjöts en Langisjór er eigandi Matfugls, grænmetissölufyrirtækisins Mata, Síldar og fisks og Salathússins.

Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttatímans greindi frá því fyrr á þessu ári Langisjór hafi árið 2014 greitt rúmlega 800 milljónir króna til hluthafa og því hafi erlenda félagið á Möltu fengið um það bil 485 milljónir króna í sinn hlut.

Þá segir einnig að Langisjór stærsti kjúklingaframleiðandi landsins og fær því ríkulegan stuðning stjórnvalda.

Ekki sé um að ræða beina styrki úr ríkissjóði heldur fær atvinnugreinin stuðning af tollvernd.

Gunnari Smára reiknaðist þannig til að samanlagður stuðningur neytenda við fyrirtæki Langasjávar í gegnum tollvernd og hátt verð væri 2,5 til 2,9 milljarðar króna árlega."

Heimavellir taka yfir 716 leiguíbúðir - Hækka húsaleiguna núna um mánaðamótin

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 15:16

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarstuðningur við landbúnað hér á Íslandi hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.

Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.

Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.

Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.

Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur.

Steini Briem, 21.7.2010

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 15:19

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 15:20

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland nú þegar 80% í Evrópusambandinu og kjör íslenskra bænda væru ekki verri ef Ísland væri að öllu leyti í sambandinu.

Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.

Ostar
frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.

Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.

Tollar á öllum vörum
frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum.

Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.

Vextir
myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 15:23

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 15:23

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 8.12.2016 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband