9.12.2016 | 00:09
Ráðherrann í "aðför að íslenskum landbúnaði"?
Þegar fjallað var um marklausar gæðamerkingar á eggjum og Brúneggjamálið í Kastljósi voru fyrstu viðbrögð furðu marga að um væri að ræða vísvitandi "aðför RÚV að íslenskum landbúnaði" og jafnvel nefnt í leiðinni að undirrótin væri þjónkun við íslenska ESB sinna og stórheildsala.
Þarna sæist enn einu sinni að á bak við væru þeir sem héldu fram kenningunni "ónýta Ísland" sem miðaði að því að niðurlægja þjóðina sem mest.
Samkvæmt þessari kenningu voru það sennilega Fjölnismenn, sem fyrstir manna, svo sem í ljóði Jónasar, "Ísland farsælda frón", héldu fram "ónýta Íslandi."
Nú verður fróðlegt að sjá hvað sagt verður um sjálfsögð og eðlileg viðbrögð og ráðstafanir landbúnaðarráðherra varðandi rekstur og umhverfi Matvælastofnunar.
Verður hann líka stimpaður sem handbendi skaðræðisfyrirbrigðisins RÚV, undirrótar alls ills?
Úttekt gerð á starfsemi Matvælastofnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
15.12.2015:
"Eignarhaldsfélagið Langisjór hagnaðist um 624 milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi.
Félagið á og rekur nokkur fyrirtæki í matvælavinnslu, þar á meðal kjúklingaframleiðandann Matfugl og Salathúsið, og var rekið með jákvæðri afkomu upp á 813 milljónir króna árið 2013."
Stærsti eigandi kjúklingaframleiðandans Matfugls er skráður á Möltu
Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 01:04
21.11.2016:
"Eigandi Brimgarða, sem fer með 6,9% hlut í Heimavöllum [langstærsta húsaleigufélagi Íslands], er Langisjór ehf. en eigendur þess félags eru systkinin Halldór Páll, Gunnar Þór, Guðný Edda og Eggert Árni Gíslabörn.
Þau eiga hvert 10% í Langasjó ehf. en hin 60% á félagið Coldrock Investments Limited.
Systkinin hafa viðurkennt í fjölmiðlum að eiga erlenda félagið sem er skráð í skattaskjóli á Möltu.
Þau eru umsvifamikil í íslensku viðskiptalífi og landbúnaði og hafa hagnast vel á stuðningi ríkisins vegna kjúklingaræktar og sölu svínakjöts en Langisjór er eigandi Matfugls, grænmetissölufyrirtækisins Mata, Síldar og fisks og Salathússins.
Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttatímans greindi frá því fyrr á þessu ári að Langisjór hafi árið 2014 greitt rúmlega 800 milljónir króna til hluthafa og því hafi erlenda félagið á Möltu fengið um það bil 485 milljónir króna í sinn hlut.
Þá segir einnig að Langisjór sé stærsti kjúklingaframleiðandi landsins og fær því ríkulegan stuðning stjórnvalda.
Ekki sé um að ræða beina styrki úr ríkissjóði heldur fær atvinnugreinin stuðning af tollvernd.
Gunnari Smára reiknaðist þannig til að samanlagður stuðningur neytenda við fyrirtæki Langasjávar í gegnum tollvernd og hátt verð væri 2,5 til 2,9 milljarðar króna árlega."
Heimavellir taka yfir 716 leiguíbúðir - Hækka húsaleiguna
Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 01:06
Undarlegt að þegar "ónýta Ísland" er gúgglað kemur í ljós að þeir sem nota það mest eru Páll Vilhjálmsson, Ómar Ragnarsson og ESB andstæðingar. Og allir eigna það andstæðingum sínum, þó ekki sé staðfestingu þess að finna á netinu. Það virkar stundum að leggja andstæðingum sínum orð í munn þegar maður vill sverta hann og upphefja sjálfan sig...ef enginn fer á Google.
Hábeinn (IP-tala skráð) 9.12.2016 kl. 01:50
Hugtakið "ónýta Ísland" er algerlega uppfinning Páls Vilhjálmssonar og skoðanabræðra hans, sem þeir klíndu á þá, sem ekki eru þeim sammála.
Þegar búið var að hamra oft og lengi á þessu hugtaki hlaut að koma að því að einhverjir aðrir en þeir reyndu að kryfja það og hugsunina á bak við það til mergjar.
Ómar Ragnarsson, 9.12.2016 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.