Gengishækkun hefur tvisvar stuðlað að kreppu.

Tvisvar í sögu fullveldisins hafa aðgerðir ríkisstjórna til hækkunar gengis krónunnar átt þátt í efnahagshruni.  Í fyrra skiptið var það stjórn íhaldsmanna á þriðja áratugnum, sem hækkaði gengi krónunnar á uppgangsárum þess áratugar, sem stóðu hæst í Bandaríkjunum á "the roaring twenties." 

Sá uppgangur byggðist að stærstum hluta af loftbóluhagkerfi síhækkandi verðs hlutabréfa, sem sprakk fram í andlitið á heimsbyggðinni haustið 1929 með kauphallarhruninu í Wall street. 

Gengishækkun hægri stjórnarinnar í undanfara kreppunnar olli ekki hruninu beint hér á landi, en of hátt gengi gerði hins vegar mun erfiðara að glíma við kreppuna en ella hefi orðið. 

Síðari gengishækkunin var líka á vakt hægri stjórnar á árunum 2005-2008 og enn var það loftbóluhækkun hlutabréfa, sem í þetta skipti var knúin áfram af einhverri mestu lántökusprengingu allra tíma, sem varð til þess að hagkerfi heimsins varð á ný fyrir áfalli, sem hvergi varð meira en hér á landi. 

Nú sér maður pistlahöfunda draga fyrirfram upp dökka mynd af því að hugsanlegri vinstri stjórn hér á landi megi kenna um komandi hrun. 

Það er sem sagt fyrirfram verið að endurskrifa söguna þannig að hægri stjórnir komi aldrei nærri slíku fyrirbrigði þótt gengishækkanirnar verði á þeirra vakt.  

Broslegt er að sjá slíkar söguskýringar. Rústabjörgunarstjórnum 1931 og 2009 er kennt um tvær kreppur og fyrirfram búið að leggja drög að því að ef hrun verði núna, verði komandi rústabjörgunarstjórn kennt um það. 


mbl.is Gæti stefnt í annað hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinstri græni olíuleitarflokkurinn sem lagðist gegn gjaldtöku á ferðamannastöðum er allt annað en broslegur.  Þetta náttúruverndarkjaftæði virðist þó vera grín af þeirra hálfu.

http://www.visir.is/segir-innkollun-drekaleyfa-thyda-milljardaskadabaetur/article/2016161019327

http://www.visir.is/-litil-natturuvernd-folgin-i-thvi-ad-lata-tradka-nidur-svona-litid-svaedi-homlulaust-/article/2014140419577

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.12.2016 kl. 08:30

2 identicon

En dettur engum í ferðamálaiðnaðinum að lækka verðlag sitt? Fyrst erlendir gjaldmiðlar hafa lækkað gagnvart krónu. Væri það ekki skynsamlegasta leiðin ?

Kjartan (IP-tala skráð) 9.12.2016 kl. 09:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rétta leiðin er að taka upp evru hér á Íslandi, Kjartan.

Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 09:53

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 09:55

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reisa þarf nýjan Landspítala sem er geysistór nokkurra ára opinber framkvæmd sem ekki er hægt að bíða með.

Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 09:56

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.7.2016:

"Bygg­ing­akrön­um hef­ur farið ört fjölg­andi und­an­far­in ár og á fyrri hluta þessa árs hef­ur Vinnu­eft­ir­litið skoðað 157 krana en þeir voru 165 á fyrri hluta ársins 2007.

Það er aukn­ing frá því sem var á fyrri hluta síðastliðins árs þegar 137 bygg­ing­a­kran­ar voru skoðaðir af Vinnu­eft­ir­lit­inu og 319 á ár­inu í heild.

Ein­ung­is fóru fleiri kran­ar í skoðun hjá Vinnu­eft­ir­lit­inu árið 2007 eða 364.

Árni Jó­hanns­son, for­stöðumaður bygg­inga- og mann­virkja­sviðs hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins, seg­ir að þrátt fyr­ir fjölg­un krana sé upp­bygg­ing í land­inu á upp­hafs­stig­um.

"Þetta er rétt að byrja. Það sem er ólíkt við það sem var á ár­un­um fyr­ir hrun er að upp­bygg­ing innviða er ekki haf­in af neinu viti.

Fyr­ir utan Þeistareyki og Búr­fells­virkj­un er ekk­ert í gangi hjá hinu op­in­bera.

Allt var á fleygi­ferð á veg­um hins op­in­bera fyr­ir hrun. Það er ekki svo núna. Upp­bygg­ing­in er studd af einka­geir­an­um,“ seg­ir Árni Jó­hanns­son."

Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 09:58

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Yfirleitt er ekki hægt að banna útlendingum að dvelja hér á Íslandi eða Íslendingum að veita þeim hér þjónustu samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, meðal annars um frjálsa för fólks og frjáls þjónustuviðskipti á svæðinu.

Kínverjar sem komnir eru inn á Evrópska efnahagssvæðið, til dæmis til Noregs, geta að sjálfsögðu flogið þaðan hingað til Íslands.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 10:05

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

Hagvöxtur
hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.

Halli á ríkissjóði
Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 10:09

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fram­sókn­ar­menn hafi fram­kvæmt flest af því sem komið hafi fram í stefnu flokks­ins fyr­ir síðustu kosn­ing­ar ..."

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 10:11

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.4.2014:

"Nú hafa stærstu efndir sögunnar á kosningaloforði litið dagsins ljós.

Forsætisráðherra greip til þess að nota pizzur til að útskýra fyrir fólki hvernig það ætti að nálgast efndirnar.

Hann hefði alveg getað haldið áfram með pizzurnar til að gera fólki grein fyrir upphæðum efndanna.

Samkvæmt tölum (fjölda heimila sem eiga rétt á leiðréttingu deilt í 72 milljarða) lækkar húsnæðisskuld meðalheimilis um 1 milljón.

Afborgun af hverri milljón í verðtryggðu húsnæðisláni til langs tíma er u.þ.b. 5 þúsund á mánuði sem dugir fyrir 2 vænum pizzum.

En, æ, skuldin lækkar bara um þriðjung úr milljón fyrsta árið sem gerir bara eina litla pizzu á mánuði.

Reiknað er með að fólk geti sótt þessa pizzu nú í desember sem er ekki nema einu og hálfu ári seinna en lofað var.

Og strax ári seinna dugir lækkunin fyrir 2 litlum pizzum.

Það eru vandfundnar stærri efndir á kosningaloforði."

Tvær pizzur á mánuði

Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 10:13

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2008 (fyrir Hrun):

Íslendingar skulda mest í heimi

Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 10:18

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Jöklabréf


En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti nú til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 10:20

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár."

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum

Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 10:22

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."

Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 10:28

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.10.2011:

"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.

Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu
, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.

Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."

Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 10:30

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 10:32

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vill Sjálfstæðisflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 10:33

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 10:34

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 9.12.2016 kl. 10:35

23 identicon

Steini kominn aftur í gírinn.

Gleymdu því að ekki að með afnámi laga sem Clinton

tók úr gildi í sinni forsetatíð, sem sett voru á

til að forða þjóðinni frá svona hruni,

varð til þess að  hann sleppti úlfunum aftur á

almenning og allir vita hvernig það fór.

Domino áhrif út um allan heim í boði

hverra....?????

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 9.12.2016 kl. 12:11

24 identicon

Uppsögn

Uppsagnarfrestur ótímabundinna ráðningarsamninga er sem hér segir:

- Á fyrstu þremur mánuðum í starfi (reynslutími), 1 vika. 
- Á fjórða til sjötta mánuði í starfi, 1 mánuður, uppsögn skal vera um mánaðamót.
- Eftir sex mánaða starf, 3 mánuðir, uppsögn skal vera um mánaðamót.

Eftir 10 ára starf hjá sama fyrirtæki öðlast starfsmaður við;

- 55 ára aldur - 4 mánaða uppsagnarfrest, uppsögn skal vera um mánaðamót.
- 60 ára aldur - 5 mánaða uppsagnarfrest, uppsögn skal vera um mánaðamót.
- 63 ára aldur - 6 mánaða uppsagnarfrest, uppsögn skal vera um mánaðamót.

Atvinnurekanda ber að greiða áunnið ógreitt orlof og er það oftast gert í lok uppsagnarfrests. Atvinnurekandi þarf einnig að greiða orlofs- og desemberuppbætur í samræmi við starfstíma og starfshlutfall á árinu og er það oftast gert um leið og önnur laun eru gerð upp eða á þeim tíma sem uppbætur eru vanalega greiddar út - en getur verið mismunandi eftir kjarasamningum.

Brassi briem (IP-tala skráð) 9.12.2016 kl. 12:51

25 identicon

 

Í sambandi við umræðu um hagstjórn og kreppur hérlendis vil ég benda á athyglisverða BA-ritgerð: Hvað varð um stríðsgróðann? Gjaldeyriskreppan og eignakönnunin 1947.   Þessa ritgerð er hægt að lesa á skemman.is - höfundur er Hrefna Björk Jónsdóttir.

Vigfús Ingvar Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.12.2016 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband