9.12.2016 | 13:25
Ein mikilvægustu réttindi hverrar manneskju.
Ein dýrmætustu réttindi hverrar manneskju er rétturinn til að vita hverjir eru kynforeldrar hennar.
Þetta snýr að einföldustu atriðum lífs hverrar manneskju: Hver er ég? Hvaðan kom ég? Hvar er ég stödd í lífinu? Hvert stefni ég?
Stundum rekst þessi réttur á önnur réttindi og þá verða þau réttindi að vera afar sterk, ef þau eiga að ráða.
Eins og flest sem tengist lífshlaupi gengins vinar míns, Gunnars Eyjólfssonar, var persónuleg saga hans í þessu efni afar hugnæm og athyglisverð.
30 ára draumur rættist 2016 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þvert gegn þessum náttúrurétti hverrar manneskju var unnið með lögum um tæknifrjóvgun lesbía (vísvitandi valið að faðerninu yrði leynt, þrátt fyrir norræn fordæmi hins gagnstæða) og það sama líklega látið gilda í lagasetningu um tæknifrjóvgun einhleypra, oft allroskinna kvenna ... Réttur barna er enn fyrir borð borinn!
Jón Valur Jensson, 9.12.2016 kl. 15:13
Réttindi barnsins á að öðru jöfnu ævinlega að vera ofar réttindum eða hagsmunum fullorðinna.
Ómar Ragnarsson, 10.12.2016 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.