Gamli íslenski tvískinnungurinn.

Fyrir tveimur til þremur árum var haft hátt um komandi forystu Íslendinga á sviði rafbíla. 

Fenginn var einn helsti sérfræðingur Norðanna til þess að koma til landsins og halda þennan fína fyrirlestur um gang mála í Noregi, sem er forystuland á þessu sviði. 

Bæði þáverandi forseti Íslands og forsætisráðherrann tóku kröftuglega undir ráðleggingar og hvatningar norska sérfræðingsins. 

Nú átti að læra af frændum vorum og leggja hið snarasta net hleðslustöðva um allt land. 

Á þessari ráðstefn kom skýrt fram hve mikilvægt væri að standa vel að verki með framsýni í huga, og varðandi framsýnina var það skýr niðurstaða málþingsins að meðal höfuðatriða væri að gera áætlanir lengra fram í tímann en til eins árs. 

Allt hefur þetta reynst innistæðulítið orðagjálfur eins og sést tengdri frétt á mbl.is um rafbílamálin. 

Norðmenn eru komnir tífalt lengra en við á þessu sviði og á þó sennilega engin þjóð jafnauðvelt með að taka til hendi í notkun hreinna orkugjafa en við Íslendingar. 


mbl.is Rafbílasala myndi stöðvast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Án þess að hafa sannfæringu fyrir ágæti rafbíla, þá er lag að spyrja síðuhafa hvaða virkjanir hann sjái fyrir sér til að knýja rafbíla og þvíumlíkt?

Og í leiðinni sem síðasta móhíkannann í ESB aðildinni, hvernig hann lítí á sameiginlega orkumarkaðinn sem nú er stefnan að tengjast?

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 10.12.2016 kl. 00:57

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 10.12.2016 kl. 01:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan LEAF þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kWst raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.

Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.

Raforkunotkun íslenskra heimila - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 10.12.2016 kl. 01:53

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan LEAF þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kWst raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.

Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.

Raforkunotkun íslenskra heimila - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 10.12.2016 kl. 01:54

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan Leaf 2015


Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 10.12.2016 kl. 01:55

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er fjöldinn allur af einkabílum eingöngu notaðir á höfuðborgarsvæðinu, enda tveir bílar á mörgum heimilum.

Og einkarafbíla sem eingöngu eru notaðir á höfuðborgarsvæðinu nægir yfirleitt að hlaða á nokkurra nátta fresti, þar sem meðalakstur einkabíla í Reykjavík er 30 kílómetrar á dag.

Að sjálfsögðu er einnig nauðsynlegt að setja sem fyrst upp hleðslustöðvar á landsbyggðinni
fyrir alls kyns rafbíla, til að mynda rafrútur sem ekið verður um allt landið.

Þorsteinn Briem, 10.12.2016 kl. 01:56

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.9.2016:

New electric bus can drive 350 miles (560 km) on one charge

Frá Reykjavík til Húsavíkur eru 479 km, til Ísafjarðar 455 km og til Hornafjarðar 457 km.

Tafla yfir ýmsar leiðir - Vegagerðin

Þorsteinn Briem, 10.12.2016 kl. 01:56

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þorsteinn Briem, 10.12.2016 kl. 02:00

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2016:

"Hægt væri að skipta út allt að 87% banda­rískra bíla með ódýr­um raf­magns­bíl­um jafn­vel þó að öku­menn þeirra gætu ekki hlaðið þá yfir dag­inn.

Þetta er niðurstaða rann­sak­enda við MIT-há­skóla og Santa Fe-stofn­un­ina sem könnuðu akst­urs­hegðun Banda­ríkja­manna og ýmsa þætti sem hafa áhrif á drægi raf­bíla."

Óttinn við drægi rafbíla ofmetinn

Þorsteinn Briem, 10.12.2016 kl. 02:01

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fjölmörgum fylkjum Bandaríkjanna verður miklu kaldara á veturna en hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 10.12.2016 kl. 02:02

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2015:

"Raforkuframleiðsla hér á landi hefur nærri tvöfaldast á mann undanfarinn áratug.


Norðmenn eru ekki nema rúmir hálfdrættingar í raforkuframleiðslu á mann."

"Orkustofnun hefur tekið saman heildarraforkuframleiðsluna í fyrra og nam hún 18.120 gígavattstundum."

"Raforkuframleiðsla á hvern íbúa nam tæpum 56 megavattstundum í fyrra.

Árið 2004 nam hún tæpum 30 megavattstundum og aukningin nemur 90 prósentum.

Magnús Júlíusson verkfræðingur á Orkustofnun segir að Norðmenn komi næstir á eftir okkur en þeir hafi um 30 megavattsstundir á íbúa.

Stöðug aukning hefur verið síðustu áratugi. Mesta stökkið varð þegar Kárahnjúkavirkjun var tekin í gagnið í nóvemberlok 2007.

Heimilin nota aðeins fimm af hundraði rafmagnsins en stóriðjan 80 af hundraði."

Þorsteinn Briem, 10.12.2016 kl. 02:03

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.11.2016:

"
Gagn­vart al­menn­ingi er risaþátt­ur­inn sam­göngu­mál.

Góðu frétt­irn­ar eru að tækn­in er til­bú­in, þetta er ekki spurn­ing um til­rauna­verk­efni held­ur er þetta markaðslausn," seg­ir Sig­urður Ingi Friðleifs­son fram­kvæmda­stjóri Orku­set­urs.

"Á næstu fjór­um árum verða all­ar þær teg­und­ir sem menn vilja í boði sem raf­bíl­ar."

"Þetta er auðstill­an­legt með skött­um og íviln­un­um."

Samgöngur eru stóra málið í minni losun gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 10.12.2016 kl. 02:06

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.12.2014:

"Í flestum löndum Evrópu eru lítil eða engin gjöld á Nissan Leaf og víða greiðir hið opinbera kaupendum fasta upphæð við kaup á svo vistvænum bíl."

Gott ár Nissan Leaf

Þorsteinn Briem, 10.12.2016 kl. 02:12

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar um fjögur þúsund kWst raforku á ári.

Raforka vegna rafbíls á heimilinu er minni en þriðjungur af þeirri notkun.

Einkarafbíla sem eingöngu eru notaðir á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi nægir yfirleitt að hlaða á nokkurra nátta fresti, þar sem meðalakstur einkabíla í Reykjavík er 30 kílómetrar á dag.

Og öll h
eimili nota einungis 5% raforkunnar hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 10.12.2016 kl. 02:36

18 identicon

Fyrir nokkru skrifaði maður nokkur: „Í hundraðasta og eitthvað skiptið er mokað hér inn á síðun 18 athugasemdum, sem eru tuttugu sinnum lengri en pistillinn minn, koma efni hans ekkert við og sumt af því hreint bull eins og að miðja byggðar á höfuðborgarsvæðinu sé við Klambratún á sama tíma og um um það bil 40 þúsund manns búa fyrir vestan túnið en 160 þúsund austan þess. 

Í pistlinum, sem er mjög stuttur, er aðeins talað um það hvernig best yrði staðið að mælingum vegna flugskilyrða við Hvassahraun, - ekkert annað en þetta flugtæknilega og mælingartæknilega atriði. 

Í athugasemdunum 18 er ekki minnst á þetta atriði. 

Lesendur síðu minnar eru búnar að kvarta margsinnis yfir þessu hér á síðunni án nokkurs sýnilegs árangurs, heldur fer þetta versnandi ef eitthvað er.  

Þetta gengur ekki lengur. 

Hér er því síðasta aðvörun. Ef þetta gerist einu sinni enn á þennan grófa hátt, mun ég neyðast til að þurrka það út.  “

Og hvað svo?

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 10.12.2016 kl. 12:18

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svar við númer athugasemd nr. 1: Við Íslendingar framleiðum nú fimm sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálfir fyrir íslensk heimili og fyrirtæki. Allur bílaflotinn þarf ekki nema hluta þess rafmagns sem eitt álver notar. 

Svar við númer 18: Ég hefði kannski farið út í að strika eitthvað út af þessu ef ég hefði séð það strax en nú skiptir það ekki lengur sama máli og fyrr í dag. 

Tvennt bætist við: Umræddar athugasemdir við þennan pistil minn fjalla um umræðuefnið og hafa hafa ekki birst nærri því jafn oft og þær sem ég varaði við að ég myndi að þurrka út ef þær héldu áfram að birtast "einu sinni enn á þennan grófa hátt." 

Ómar Ragnarsson, 10.12.2016 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband