Geir varð forsætisráðherra "í boði ÓlaJó og Steingrímur í boði Geirs.

Það er hvorki grínaktugt, hlægilegt né óeðlilegt þótt sá, sem hafi stjórnarmyndunarumboð verði ekki forsætisráðherra. Stjórnarmyndun er líkur því þegar spilaður er kaball, þar sem spilin raðast stundum öðruvísi en upphaflega var haldið til þess að kaball málefna og embætta gangi upp. 

Steingrímur Steinþórsson varð forsætisráðherra 1950 án þess að hafa stjórnarmyndunarumboð, Ólafur Jóhannesson hafði stjórnarmyndunarumboðið 1974 en Geir Hallgrímsson varð forsætisráðherra, og 1983 fengu Sjálfstæðismenn að velja hvort þeir vildu að Geir yrði forsætisráðherra en völdu Steingrím Hermannsson. 

Davíð Oddsson hafði stjórnarmynundarumboðið 2003 en samt var samið um það strax að Halldór Ásgrímsson yrði forsætisráðherra rúmu ári síðar. 


mbl.is „Grínagtugt“ komi Píratar Katrínu í stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grínaktukt - er þetta orð til?  Orðabók Háskólans finnur orðið ekki.

Hilmar Bjarnason (IP-tala skráð) 10.12.2016 kl. 18:52

2 identicon

Prófaðu grínaktugt. Alltént kannast Snara.is við það.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 10.12.2016 kl. 20:21

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið innsláttarvillu, sem nú hefur verið leiðrétt. 

Ómar Ragnarsson, 10.12.2016 kl. 23:41

4 identicon

Innsláttarvillan varð aðalatriðið í pistli Ómars. Jesúspétur, mörlandinn í dag.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.12.2016 kl. 00:26

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ég á ekki eitt einasta hálft orð til í eigu minni!" hefði Soffía í Hlíð í Skíðadal sagt.

Þorsteinn Briem, 11.12.2016 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband