18.12.2016 | 03:48
Á hverju byggist þessi flugtækni?
Hvernig geta hundruð þúsunda fugla í stórum fuglabjörgum eins og Hornbjargi flogið með ógnarhraða sitt í hverja áttina án þess að lenda nokkurn tíma í árekstri?
Varla stjórnast þeir af tölvustýrðum rafsegulbylgjum?
Hvernig má það vera að fuglar taki það upp hjá sjálfum sér að fljúga í oddaflugi á þann hátt að samanlögð loftmótstaða verði minni en ella?
Hvernig má það vera að farfuglar læri á það og hagi ferðum sínum í samræmi við það að vegna hlýnunar loftslags jarðar vori fyrr og haustið komi seinna?
Nota fuglar og dýr jafnvel eins konar hugsanabylgjur, sem mælitæki manna nema ekki?
Það eru ekki nema nokkrar aldir síðan menn höfðu ekki hugmynd um að hægt væri að senda ósýnilegar rafsegulbylgjur / útvarpsbylgjur sem bæru hljóð og myndir um óravegu.
Hví skyldi ekki geta verið til fyrirbæri, sem eru handan við okkar skilning og ráða miklu í tilverunni?
Ótrúlegur himnadans myndband | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Lágspenna líkamans
er 12 volt og í mörgum tilfellum töluvert hærri.
Lágspenna alheimsins er 10 - 27 volt, -
og dragðu nú þínar eigin ályktanir af því!
Húsari. (IP-tala skráð) 18.12.2016 kl. 07:46
Öll dýr hafa sína persónu. Meira að segja við mennirnir.
Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 18.12.2016 kl. 07:47
ALLT er mögulegt í náttúrunni og þá er ég að líta út í allan ALHEIM. Við mennirnir höfum jú þennan stóra heila en við höfum ekki ávaxna vængi. Pældu í hvernig það væri ef svo væri :)
Björn J. Guðjohnsen (IP-tala skráð) 18.12.2016 kl. 07:55
Lágspenna, "hugsanir" fugla ... eru menn að ímynda sér "Guð skapaði manninn í sinni mynd", enn og einu sinni aftur.
Veistu það Ómar, að það er einmitt þessi hugsanaháttur mannsins sem gerir öll vandamál varðandi "hlýnun" jarðar. Menn "halda" svo mikið, og "halda" líka að "þeir séu af Guði" komnir.
Menn "alíta" að "alit" þeirra sé "guðlegt" og þurfa ekki að hlusta á röksemdir annarra, vegna þessa. Staðreyndir, eru hundsaðar ... því "þú" "veist" betur ... enda "af guði" kominn.
En hver skóp "Guð".
Líkamshiti, loftmótstaða er eitt af þeim hlutum sem ræður ferðinni hér. Að "ratskin" fugla sé tengt "segulsviði" jarðar, hefur verið bent á ... en aðrir sýnt fram á að dauði fugla á sumrinn, er ekki tengt segulsviðinu heldur er tengt "kyrr" lofti eða "vacuum pockets", sem fuglarnir lenda í. Loftmótstaða, þú sparar krafta þína ... þess vegna fljúga fuglar eins og þeir gera. Gæsir "þreytast" og fara aftur í röðina og sækja í þar sem loftstaðan er minni ...
Málið er ekkert flókið, frekar en "af hverju blóm vex í átt að sólu". Þetta er bara flókið í augum þeirra, sem sífellt leita að "Guði" í málinu.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.12.2016 kl. 09:42
Dýr hafa mörg mjög næm skilningar vit og upplýsingarnar koma inn með lykt, bragði,sjón og heyrn, lykt og bragð er reyndar af sama meiði, en dýr hafa og möguleika til að samvirkja öll skinfæri sín sem eru reyndar fleirri en þau þrjú sem nefnd hafa verið og þá verður til annarskonar skyntækkni sem ekki er öllum gefið að skíra hvernig virka.
Samskonar skinfæri og tækni hafa menn ræktast með, sérlega þá þeirra var þörf, en svo urðu til vitringar sem fundu út að forviska væri gamaldags úrelt hindurvitna kjaftæði og þar með varð það kjánalegt að segja frá grun um það sem myndi gerast við viss skilyrði, og þá er ég ekki að tala um kúluspá kerlingar..
Hrólfur Þ Hraundal, 18.12.2016 kl. 10:44
Sæll Ómar!
Ég ætla biðja þig lengstra orða
að fara ekki að þenja þig um allt
Hornbjarg og reka upp fuglana þar
til að fá þá til að greina frá leyndarmáli sínu.
Þetta hefur allt með raf- og segulsvið að gera
sem helst í hendur og gerir hið ómögulega mögulegt
á öllum sviðum.
Clouseau: How could a blind man be a lookout?
Dreyfus: How can an idiot be a policeman? Answer me that!
(from The Return of the Pink Panther, 1975)
Húsari. (IP-tala skráð) 18.12.2016 kl. 11:08
"... sérlega þá þeirra var þörf ..."
Gaman að sjá Snæfellinga skrifa "þá", þar sem flestir Íslendingar skrifa "þegar".
Þorsteinn Briem, 18.12.2016 kl. 11:16
"And if you take one from three hundred and sixty-five, what remains?"
"Three hundred and sixty-four, of course."
Humpty Dumpty looked doubtful.
"I'd rather see that done on paper," he said.
Lewis Carroll, Through the Looking-Glass, and What Alice Found There, framhald skáldsögunnar Alice's Adventures in Wonderland.
Þorsteinn Briem, 18.12.2016 kl. 11:18
Hópefli og samhugur er eitthvað sem fuglarnir eru betri í en við mennirnir.
Júlíus Valsson, 18.12.2016 kl. 11:51
Hér er stutt viðtal við einn þekktasta eðlisfræðing samtímans, þar sem hann ræðir á skilmerkilegan hátt um þekkingu manna á tilverunni og stöðu vísindanna í dag: Leonard Susskind - What is the Theory of Everything? (Closer to Truth)
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 18.12.2016 kl. 12:03
Hafðu gaman Steini Briem og hlátur í görn, en málfar mitt er úr Húnavatns sýslu vestri og Mýrdal en að sjálfsögðu hafa atriði úr málfari Öræfinga sem og Austfirðinga blandast þar með, þá ég var þeirra á meðal.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.12.2016 kl. 13:01
Natura vacuum abhorret sögðu gömlu mennirnir. Og höfðu rétt fyrir sér. Þessvegna er merkilegt að sjá mann skrifa: "dauði fugla á sumrinn, er ekki tengt segulsviðinu heldur er tengt "kyrr" lofti eða "vacuum pockets", sem fuglarnir lenda í."
Hvernig ætli þessir vakúmpokar myndist? Og ætli fuglarnir kafni í þeim?
Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 18.12.2016 kl. 22:00
New Experiments Show Consciousness Affects Matter ~ Dean Radin Ph.D
Guðmundur Ásgeirsson, 30.12.2016 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.