19.12.2016 | 15:32
Röng forgangsröð.
Það er rétt hjá Hjálmari Sveinssyni að þegar hugað var að vegaáætlun árið 2012 fyrir næsta áratug af hálfu fjárveitingavalds ríkisins, Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar var niðurstaðan sú á höfuðborgarsvæðinu að leggja nýjan Álftanesveg en gera ekkert hliðstætt í Reykjavík í tíu ár.
Forsendurnar fyrir nýjum Álftanesvegi, sem vaðið var í með offorsi og látum án gilds framkvæmaleyfis, voru kolrangar:
1. Sagt að vegurinn væri hættulegasti vegarkaflinn á höfuðborgarsvæðinu.
Rangt. 22 sambærilegir vegarkaflar voru með meiri hlutfallslega slysatíðni miðað ekna kílómetra á hverjum kafla.
2. Sagt að vegurinn annaði ekki umferðinni og því yrði að gera nýjan.
Rangt. Umferðin var og er innan við 7000 bílar á dag en á Norðurlöndunum er miðað við 15000 bíla ef fara á í 2 plús 1 veg. Enda var ekki farið í 2 plús einn veg, heldur sams konar veg og var og þar að auki með einhverri lengstu blindbeygju á Íslandi, mun lengri en var á gamla veginum!
Hugmyndafátæktin er alger varðandi viðbrögð við fjölgun einkabíla í Reykjavík. Fjöldi bílanna er aðeins önnur hlið málsins. Hin hliðin er það rými sem þeir taka í gatnakerfinu, þar með talið á bílastæðunum.
Í Japan hafa verið reglur í bráðum hálfa öld sem ívilna litlum bílum, svonefndum Kei-bílum, sem eru mjórri en 1,48 metrar og styttri en 3,40 m, eða álíka langir og Toyota Aygo, Suzuki Alto, Volkswagen Up / Skoda Citigo.
Lengd bílanna skiptir þarna mestu máli eins og sést af því, að ef helmingur snattbílaflotans væri af þessari lengd myndu 50 kilómetrar af malbiki sem nú eru þaktir bílum á hverjum degi á Miklubrautinni, verða auðir, biðraðir við umferðarljós styttast og umferðarhnútar minnka og sumir hverfa.
Í umferðinni ætti að gilda lögmálið um að neytandinn fái að njóta þess ef hann fer sparlega með rýmið á malbikinu, til dæmis með afslætti af gjöldum af bílnum í samræmi við lengd.
Persónulega erum við hjónin búin að gera okkar ráðstafanir. Helga fékk sér Suzuki Alto, þá minnsta, einfaldasta, ódýrasta og umhverfisvænsta bílinn á markaðnum, en persónulega er ég búinn minnka kolefnisspor mitt um 70 prósent með því að láta tvö hjól, rafreiðhjól og létt vespuvélhjól, leysa bílana að mestu af hólmi, bæði innanbæjar og úti á landi.
Mislæg gatnamót duga ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"... í staðinn myndi Reykjavík ekki ráðast í stórar framkvæmdir á borð við mislæg gatnamót á tímabilinu."
Þjóðvegir í Reykjavík eru til að mynda Hringbraut, Miklabraut, Kringlumýrarbraut og Vesturlandsvegur.
Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru því hluti af þjóðvegakerfinu.
Þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu, október 2009 - Kort á bls. 4
"8. gr. Þjóðvegir.
Þjóðvegir eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, haldið er við af fé ríkisins og upp eru taldir í vegaskrá. ..."
Vegalög. nr. 80/2007
Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 16:21
Ríkið greiðir kostnaðinn við nýjan Álftanesveg, sem kostar hátt í einn milljarð króna.
Engir peningar voru til í ríkissjóði fyrir nýrri sundlaug Álftnesinga og eru heldur ekki til fyrir nýjum Álftanesvegi.
Og að sjálfsögðu vill ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ekki leggja þennan hátt í milljarð króna í Landspítalann.
Steini Briem, 23.10.2013
Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 16:31
5.10.2011:
"Sveitarfélagið Álftanes fær milljarð úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu þremur árum með því skilyrði að það sameinist öðru sveitarfélagi."
"8. gr. a. Tekjur Jöfnunarsjóðs eru [meðal annars] þessar:
a. Framlag úr ríkissjóði er nemi 2,12% af innheimtum skatttekjum ríkissjóðs. Skal framlagið greiðast Jöfnunarsjóði mánaðarlega.
b. Árlegt framlag úr ríkissjóði er nemi 0,264% af álagningarstofni útsvars næstliðins tekjuárs og skal greiðast Jöfnunarsjóði með jöfnum mánaðarlegum greiðslum."
Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 16:33
23.10.2013:
"Þrjár tillögur að nýjum Álftanesvegi voru lagðar fram í frummatskýrslu Vegagerðarinnar árið 2000, leiðir A, B og C, en þær lágu allar í gegnum land Selskarðs og landeigendurnir lögðust gegn þessum áformum.
Þann 23. júní 2000 birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni: "Eigendur Selskarðs segja land sitt ekki standa til boða fyrir Álftanesveg."
"Í umfjöllun blaðsins kom fram að eigendurnir hefðu skipulagt 400 íbúða byggð á jörðinni, þar sem "öll þau vegarstæði, sem Vegagerðin hefur í huga, stórskaði hagsmuni eigenda Selskarðs."
"Milljarðar eru í húfi fyrir eigendur jarðarinnar Selskarðs þegar kemur að lagningu nýs Álftanesvegar um Garða- og Gálgahraun, eins og kemur fram í frétt DV í dag.
Meðlimir Engeyjarættarinnar eiga jörðina, þar á meðal bræðurnir Ingimundur, Einar og Benedikt Sveinssynir, en sá síðastnefndi er faðir fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar.
Bjarni sat í skipulagsnefnd Garðabæjar á árunum sem málið var til umfjöllunar í nefndinni."
Engeyingar vildu vegleið D og fengu
Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 16:37
"Í náttúruverndarlögum, sem tóku gildi 1. júlí 1999, eru tilgreindar landslagsgerðir sem njóta sérstakrar verndar.
Þar kemur fram að eldhraun runnin á nútíma [...] á borð við Garðahraun/Gálgahraun eru þar á meðal og forðast skuli röskun á þeim eins og kostur er."
"Samkvæmt náttúruminjaskrá afmarkast Gálgahraun af núverandi Álftanesvegi að sunnan en hraunjöðrunum að austan og vestan.
Framkvæmdasvæðið, sem fjallað er um í matsskýrslu þessari, er því að stórum hluta innan svæðis sem er á náttúruminjaskrá."
"Framkvæmdirnar munu því rýra verndargildi hraunsins sem svæðis á náttúruminjaskrá, auk þess sem eldhraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum."
"Garðahraun/Gálgahraun er sennilega stærsta hraunið sem enn er ósnortið í miðju þéttbýli á Innnesjum og verndargildi þess er ótvírætt sem slíkt."
Vegagerðin - Nýr Álftanesvegur - Mat á umhverfisáhrifum
Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 16:39
Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands búa hér á Íslandi um 9% fleiri árið 2023, eftir áratug, en bjuggu hérlendis um síðustu áramót.
Og þá bjuggu 13.872 í Garðabæ, samkvæmt Hagstofunni.
Samkvæmt mannfjöldaspánni búa því um 1.250 fleiri í Garðabæ eftir áratug.
Steini Briem, 13.12.2013
Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 16:42
Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu 1. janúar 2014:
Reykjavík 121.230 (58,1%),
Kópavogur 32.308 (15,5%),
Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),
Garðabær 14.180 (6,8%),
Mosfellsbær 9.075 (4,4%),
Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).
Samtals 208.531.
Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.