Takmarkið: Að valda sem mestum ótta og skelfingu.

Á sínum tíma uppgötvuðu hryðjuverkamenn heimsins hve miklum usla var hægt að valda með því að ná stórum farþegaþotum á sitt vald. Þeir réðust á garðinn þar sem hann var lægstur hvað snerti varnir og þar sem hægt var að valda mestum ótta og skelfingu. 

Þegar búið var að minnka hættuna á þessu fundu ódæðismennirnir skæðasta afbrigði voðaverka, þegar þremur þotum var rænt samtímis í Bandaríkjunum og tvær þeirra notaðar til að ráðast á og fella Tvíburaturnana í New York og drepa um þrjú þúsund manns. 

Nú hafa hryðjuverkamenn uppgötvað skætt vopn, þar sem stóri flutningabíllinn er. 

Takmarkið er að valda sem mestu manntjóni og skelfingu einmitt þegar fólk er að undirbúa stærstu friðarhátíð kristninnar. 

Þar er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur og hægt að valda mestu líkamlegu og andlegu tjóni á sem allra flestum.

Á sama tíma horfir heimurinn skelfdur og ráðþrota á hryllinginn í Aleppo í Sýrlandi, sem fær nýjustu hryðjuverkin til að blikna í samanburðinum. 

 


mbl.is Einn handtekinn eftir árás á jólamarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert nýtt við að drepa saklaust fólk með flutningabílum, byssum, sprengjum eða þessu öllu samtímis, til að mynda í átökum kaþólskra og mótmælenda á Norður-Írlandi um jól sem á öðrum tímum.

Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 23:17

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 23:36

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eftir nýlegar hryðjuverkaárásir í Frakklandi var nú "óttinn og skelfingin" ekki meiri en svo að tugþúsundir Íslendinga, þar á meðal þúsundir foreldra með börn sín, fóru þangað til að horfa á knattspyrnu.

Þorsteinn Briem, 19.12.2016 kl. 23:59

4 identicon

Reyndar voru þær fjórar þoturnar sem rænt var.  Ein þeirra brotlenti í Pennsilvaníu eftir að hópur farþega yfirbugaði eða reyndi að yfirbuga hryðjuverkamennina.

Erlendur (IP-tala skráð) 20.12.2016 kl. 00:15

5 identicon

Fyrst það var nefnt í færslunni, þá voru árásirnar á tvíburaturnana mjög líklega sviðsettar. Allt sem Washington hefur upplýst um atvikið kemur ekki heim og saman við raunveruleikann.

http://yournewswire.com/european-scientific-journal-concludes-911-was-a-controlled-demolition/

Í sambandi við þessa frétt hér um árásina á jólamarkaðinn leikur enginn vafi á því að þýzka löggan sé að reyna að breiða yfir hver ökumaðurinn sé, því að hún hefur handtekið hann, en vill ekki gefa neinar upplýsingar. Dæmigerð þýzk þöggun.

Pétur D. (IP-tala skráð) 20.12.2016 kl. 02:08

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslenska löggan handtók mann sem talinn var hafa stungið konu með hnífi en gaf ekki upp nafn hans. Í ljós kom að hann var saklaus. Hefði nafnbirting þegar í stað verið það rétta í stöðunni?

Ef þýska löggan er á höttunum eftir þeim sem samsekir eru ökumanninum er ekki víst að öll spilin, sem hún hefur á hendi, séu gefin opinberlega upp.  

Ómar Ragnarsson, 20.12.2016 kl. 03:35

7 identicon

Og nú er búið að sleppa þeim sem þýska löggan tók vegna þess að hann var saklaus. Viðbjóðsleg þýsk þöggun. Og ekkert annað.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 20.12.2016 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband