Möguleikar í akstri bíla hafa alltaf verið miklir hér á landi.

Möguleikar á fjölbreytilegum akstri bíla í fjölbreytilegu umhverfi hafa alltaf verið miklir hér á landi og er leitun að öðru eins. Subaru í jepparalli 1983

Sem dæmi má nefna að merktir og viðurkenndir vegarslóðar eru minnst 2000 kílómetrar og fjölbreytnin á þeim með hreinum ólíkindum, bæði hvað snertir gerð og eðli veganna og slóðanna og ekki síður umhverfi þeirra og útsýni af þeim. 

Þetta vissi Frakki nokkur sem hafði unnið í tengslum við París-Dakar rallið og fleiri slík röll og kom því til Íslands og hélt svipað rall í ágúst 1983. 

Frakkinn rak sig á alls konar veggi varðandi vanþekkingu á slíku hér og kom ekki aftur. Subaru´81. FÞ 400

Við Jón bróðir fórum á algerlega óbreyttum Subaru á móti jeppum, flestum breyttum á stækkuðum dekkjum og höfðum betur á öllum sérleiðunum, sem lágu þvers og kruss um hálendið, nema einni, Sprengisandi, þar sem sprakk hjá okkur á miðri leið og við urðum að skipta um dekk í eina skiptið í 38 röllum okkar. 

Það tók tæplega tvær mínútur, og því munaði nokkrum sekúndum á þeirri leið á okkur og þeim sem fékk besta tímann.Subaru í Gjástykki

Helga konan mín og Ninna dóttir okkar höfðu fyrstar kvenna klárað alþjóðlegt rall á sama Subaru-bílnum, sem við tókum af þeim við endamark og þeystum norður í Bárðardal um nóttina til að byrja í jepparallinu snemma morguninn eftir. 

Við komum síðastir til leiks í jepparallinu og fengum því rásnúmer 30 eins og sést á myndinni, sem líklega er tekin við akstur yfir eina af fjölmörgum ám á hálendinu. Hugsanlega er myndin tekin á Fjallabaksleið syðri, en stór hluti af leiðunum voru aldrei eknar á neinum bílum nema jeppum. 

Það er skemmtilegt að sjá á myndinnin af Súbbanum í jepparallinu, að auglýsingarnar á bílnum eru að hluta til fyrir heildsölufyrirtæki Ágústar Ármanns, og eru auglýst kvennærföt í jafn karlrembulegu fyrirbæri og jepparalli!  

En kannski einmitt rétti staðurinn til að auglýsa nærfötin! 

Síðustu árin hef ég átt sams konar Subaru ´81 og notað hann við fjölbreyttar aðstæður, meðal annars í gerð myndarinnar "Akstur í óbyggðum."  

Þessi bíll er sá sterkasti sem ég þekki ef miðað er við þær aðstæður sem hann var hannaður fyrir. 


mbl.is McConaughey í auglýsingu sem tekin var upp á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól Ómar Ragnar og farsæld á nýju ári. Þakkir fyrir góða, mjög góða pistla. Kveðja frá Hellas.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.12.2016 kl. 11:14

2 identicon

Edit: Ómar Ragnarsson.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.12.2016 kl. 11:16

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ha,ha! Takk. Þetta er ekki fyrsta sinn sem nöfnum okkar Ólafs Ragnars er ruglað saman á furðu fjölbreytilegan hátt. 

Ómar Ragnarsson, 26.12.2016 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband