Klaufagangur og mistök einkenna söguna á þessari öld.

Þegar Kalda stríðínu lauk fyrir réttum 25 árum með falli Sovétríkjanna, leit hreint ekki svo illa út fyrir ríkjum heims um friðsamlega sambúð þjóða með ólíka menningarheima. 

Persónulegt traust og vinátta hafði ríkt á milli George Bush eldri og Michaels Gorbatsjofs sem gert gat sambúð Rússlands og Bandaríkjanna vinsamlegt og farsælt.  

En þetta var aðeins á yfirborðinu. Á tímum Kalda stríðsins höfðu risaveldin njörvað ríki heims með valdboði í tvær fylkingar og beitt hervaldi til þess að viðhalda þessari tvískiptingu. 

Sovétríkin beittu beinu hervaldi í Austur-Þýskalandi 17. júní 1953, Ungverjalandi 1956, Tékkóslóvakíu 1968,  Afganistan 1979 og Póllandi 1980. 

Bandaríkjamenn höfðu sent heri inn í Kóreu 1950 og Víetnam á sjöunda áratugnum, steypt löglegri lýðræðisstjórn af stóli í Chile og staðið fyrir íhlutun í Flóastríðinu 1991. 

Kínverjar lögðu Tíbet undir sig 1950 og blönduðu sér í Kóreustyrjöldina.

Bretar og Frakkar sendu herlið inn í Egyptaland 1956 en drógu það síðan til baka vegna afskipta Bandaríkjamanna, sem áttuðu sig á þeim mistökum, sem fólust í svona beinni íhlutun.  

Því að einna verstu fræjunum höfðu nýlenduveldin sáð í nýlendum sínum um allan heim, fræjum, sem biðu eftir því að spíra þegar um losnaði hjá þessum fyrrum kúguðu þjóðum.

Sú djúpa reiði, sem þar blundaði, er núna að brjótast fram undir yfirskini öfgatrúarbragða.

Sundurliðun Júgóslavíu var eitt dæmið um það hvernig þjóðernishyggja og aldagamlar ýfingar ruddu sér til rúms.

Nýlenduveldin höfðu víða dregið landamæri og stofnað ríki eftir eigin hagsmunum og geðþótta og nú eru menn að súpa seyðið af því víða, til dæmis varðandi vandamálið vegna Kúrda.

Þegar George W. Bush tók völdin í Bandaríkjunum var utanríkisstefna hans vörðuð mistökum, sem nú bitna á ýmsum þjóðum, svo sem í flóttamannastraumnum frá Miðausturlöndum til Evrópu, sem er að stærstum hluta bein afleiðing af innrásinni í Írak 2003.

Sameiginlega fóru Vesturveldin yfir strikið þegar koma átti Úkraínu með hraði inn í ESB og jafnvel NATO og nýta sér þau grófu mistök Nikita Krústjoffs að "gefa" Úkraínu Krímskagann, sem Rússar höfðu fórnað lífi 50 þúsund hermanna á miðri 19. öld til að tryggja sér eignarhald á.

Krjústjoff var vorkunn, því að hann gekk út frá því að eining Sovétríkjanna væri slík, að innbyrðis landamæri væru orðin úrelt að mestu. 

Það er svona álíka skynsamlegt að Úkraína ásamt Krímskaganum geti verið í ESB og jafnvel NATO og Rússland afgreitt sem hálfgert óvinaríki og að Kanada færi í hernaðarbandalag og efnahagsbandalag með Kínverjum sem færði Kínverjum Flórídaskagann með í kaupbæti.

Það mátti sjá forspá hjá einstaka sagnfræðingi þegar 21. öldin gekk í garð, að sú öld færði með sér trúarbragðastyrjaldir í stíl 17. aldar.

Það sýndist fjarstæðukennt á öld vaxandi tækni og upplýsingabyltingar, en sú er samt að verða raunin, meðal annars vegna gremju fyrrum kúgaðra þjóða undir valdi vestrænna nýlenduvelda og vegna hinna miklu áhrifa sem trúarbrögðin hafa, þótt menn hyllist til að líta niður á það atriði.  


mbl.is Heimurinn orðinn hræddari og klofnari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sameiginlega fóru Vesturveldin yfir strikið þegar koma átti Úkraínu með hraði inn í ESB og jafnvel NATO og nýta sér þau grófu mistök Nikita Krústjoffs að "gefa" Úkraínu Krímskagann, sem Rússar höfðu fórnað lífi 50 þúsund hermanna á miðri 19. öld til að tryggja sér eignarhald á."

Enn og aftur kemur þú með þessa fábjánalegu "söguskýringu", Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 26.12.2016 kl. 14:16

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í stað þess að skrifa langar og bjánalegar "söguskýringar" ættir þú nú að reyna að sinna öllum barnabörnunum á jólunum, sem gætu orðið þín síðustu með þeim, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 26.12.2016 kl. 14:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert manískur og það verður sífellt erfiðara fyrir þig eftir því sem þú eldist, Ómar Ragnarsson.

Æðir út og suður alla daga og skrifar fjögur blogg á dag, eins og þér finnist það vera einhver skylda.

Ættir að vanda þig betur því það sæmir engan veginn fréttamanni að fara rangt með oft í hverjum mánuði, eins og þú gerir.

Þorsteinn Briem, 26.12.2016 kl. 14:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðverjum og Japönum hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við aðrar þjóðir en ekki með því að leggja undir sig lönd þeirra.

Og það væri nú harla einkennilegt ef Vestur-Evrópuríkin, sem flest áttu aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu árið 1991, hefðu ekki átt nokkurn þátt í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu.

Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg lífsgæði í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru mun meiri en í Austur-Evrópu.

Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg lífsgæði og íbúar Vestur-Evrópu.

Og að sjálfsögðu einnig lýðræði, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í þingkosningum.

Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því engan veginn fyrst og fremst um trúarbrögð.

Og Austur-Evrópuríkin vildu sjálf fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að auka sín lífsgæði.

Þorsteinn Briem, 26.12.2016 kl. 16:13

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín 10.12.2004:

"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.

Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.

If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.

Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."

"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.

But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.

On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.

But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."

Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero

Þorsteinn Briem, 26.12.2016 kl. 16:14

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt Úkraína vilji fá aðild að annars vegar Evrópusambandinu og hins vegar NATO fengi það ekki aðild strax í fyrramálið.

Serbía sótti til að mynda um aðild að Evrópusambandinu árið 2009 og Tyrkland hóf aðildarviðræður við Evrópusambandið árið 2005.

Þar að auki þurfa öll Evrópusambandsríkin að samþykkja aðild nýrra ríkja að Evrópusambandinu og engan veginn víst að þau samþykki öll aðild til að mynda Tyrklands að sambandinu, enda þótt samningar tækjust einhvern tímann um aðildina.

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 26.12.2016 kl. 16:15

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

NATO er varnarbandalag, er að sjálfsögðu ekki eitt ríki og Ísland er í NATO.

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

NATO og Rússland hafa engan áhuga á að ráðast á hvort annað og báðir aðilar vita það mæta vel.

Þorsteinn Briem, 26.12.2016 kl. 16:16

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ukraine has a close relationship with NATO and has declared interest in eventual membership."

En það er ekki þar með sagt að Úkraína fái einhvern tímann aðild að NATO, hvað þá á meðan borgarastyrjöld er austast í landinu.

Þorsteinn Briem, 26.12.2016 kl. 16:16

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2014:

"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.

Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússlandi ógni öryggi í Evrópu.

Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.

Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."

Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York

Þorsteinn Briem, 26.12.2016 kl. 16:17

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.8.2012:

"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."

"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.

During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."

Ukraine-European Union relations

Þorsteinn Briem, 26.12.2016 kl. 16:18

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnland og Svíþjóð eru ekki í Atlantshafsbandalaginu (NATO), en hafa átt samvinnu við NATO og bæði ríkin fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.

Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera bæði í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland og Lettland, sem eins og Finnland eiga landamæri að Rússlandi.

Lettland og Eistland fengu aðild að Evrópusambandinu og NATO árið 2004.

Og Úkraína á landamæri að Póllandi, Slóvakíu, Ungverjalandi og Rúmeníu, sem öll eru bæði í Evrópusambandinu og NATO.

Úkraína er sjálfstætt ríki sem þarf ekki að spyrja Kremlarherra að því frekar en Lettland og Eistland hvort það megi ganga í NATO og Evrópusambandið.

Þorsteinn Briem, 26.12.2016 kl. 16:19

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ukraine has a close relationship with NATO and has declared interest in eventual membership."

Vestræn ríki munu að sjálfsögðu halda áfram að taka þátt í að verja Úkraínu, enda þótt ríkið eigi ekki aðild að NATO.

Þorsteinn Briem, 26.12.2016 kl. 16:20

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rússland hefur átt mikil viðskipti við Úkraínu og græðir á því að landið sé efnahagslega sterkt ríki.

Steini Briem, 18.12.2015

Þorsteinn Briem, 26.12.2016 kl. 16:23

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Krímskagi verður áfram hluti af Rússlandi og öll önnur ríki vita það, enda þótt þau geti að sjálfsögðu ekki viðurkennt það opinberlega.

Og Tyrkland og Rússland eru að sjálfsögðu ekki óvinaríki frekar en Bandaríkin og Rússland.

Steini Briem, 13.8.2016

Þorsteinn Briem, 26.12.2016 kl. 16:24

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkin og Rússland eru langt frá því að vera óvinaríki, enda eru bæði ríkin nú kapítalísk lýðræðisríki, þótt ýmsum þyki að í þessum ríkjum sé lýðræði ekki í hávegum haft, einkum í Rússlandi.

Þessi tvö ríki eiga hins vegar sameiginlegan óvin, öfgamúslíma, Bandaríkin aðallega í Miðausturlöndum og nágrannaríkjum þeirra en Rússland fyrst og fremst í Kákasus.

Og Rússar taka nú þátt í styrjöldinni í Sýrlandi til að veikja öfgamúslíma, rétt eins og vestræn ríki.

Yfirlýsingar Pútíns eru til að skapa og halda eigin vinsældum í Rússlandi, eins og stórkarlalegar yfirlýsingar Trumps í Bandaríkjunum.

Bandaríkin og Rússland eru alltof öflug herveldi til að heyja styrjaldir við hvort annað og það hvarflar ekki að þeim, frekar en að fara í stríð við Kína.

Steini Briem, 24.7.2016

Þorsteinn Briem, 26.12.2016 kl. 16:27

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki vantar dómhörkuna varðandi sinnu mína á barnabörnum mínum þessi jól frá manni sem nákvæmlega ekkert veit eða fylgist með þeim málum hjá mér. 

Bölbænir hans og forspá um skammlífi mitt læt ég ekki trufla jólahald mitt með barnabörnum mínum. 

Ómar Ragnarsson, 26.12.2016 kl. 18:18

18 identicon

Vitaskuld lýsir þetta sjálfu sér með svona skrifum. En ef einhver hagaði sér svona heima hjá mér bæði ég viðkomandi fara og koma ekki aftur. Og hefði síðan einhver ráð með að fylgja því eftir.

"Þorvaldur S" (IP-tala skráð) 26.12.2016 kl. 18:36

19 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gleðileg jól, Ómar og takk fyrir pistilinn sem ég er að mestu leyti sammála.  En þetta með hina meintu maníu sem þér er gefin að sök; það fer ekki á milli mála hvers hún er.

Kolbrún Hilmars, 26.12.2016 kl. 20:17

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef það kallast manía hjá mér að skrifa eitthvað sem Steini er ósammála mér um, er ég ekki einn um hana í þessu máli. Svo nefnt sé dæmi hefur Styrmir Gunnarsson ekki hingað til verið talinn manískur í sínum skrifum, en hann hefur skoðanir á samskiptum Rússa og Vesturveldanna sem eru í svipaða átt og mínar. 

Ómar Ragnarsson, 27.12.2016 kl. 03:13

21 identicon

Það sem Kolbrún á væntanlega við með maníunni er spursmálið um hver er manískur. Og eins og ég skil hana er hún ekki að drótta maníu að þér heldur einhverjum öðrum. Og þar er ég henni sammála. 

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 27.12.2016 kl. 11:49

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og ég er líka sammála því. 

Ómar Ragnarsson, 27.12.2016 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband