Fálkinn býr yfir mesta hraða dýraríkisins.

Blettatígurinn er ekki bara eitthvert dýr, heldur hraðskreiðasta landdýr jarðar. Hann getur náð 110-120 kílómetra hraða á klukkstund á jafnsléttu á sprettinum.Cheetah_Kruger

Að því leyti til felur þessi staðreynd í sér helstu eftirsjána eftir þessu magnaða rándýri ef því verður útrýmt af mannavöldum. 

Annars er blettatígurinn ekki hraðskreiðasta tegundin í öllu dýraríkinu, á landi og í lofti. 

Hraðskreiðastur er fálkinn, stundum nefndur förufálki, í árásardýfu. Í henni nær hann um 320 kílómetra hraða.Stuka 

Það hefur vafalítið ráðið miklu um það að Hermann Göring sendi sjö manna flokk til Íslands 1937 til þess að fanga nokkra fálka hér með leyfi íslenskra yfirvalda. 

Göring hefði að vísu verið öruggari í að klófesta hraðskreiðustu fálkana með því að senda menn til Ameríku eða Afríku, en það var einfaldara og öruggara að senda menn til Íslands og yfir Íslandsfálkanum var sérstakur ljómi eins og yfir Íslandi yfirleitt í augum Þjóðverja. 

Göring var yfirmaður þýska lofthersins, Luftwaffe, sem þá var verið að byggja upp sem lang öflugasta lofther heims. Stuka 3

Flugvélarnar í honum áttu að verða þær öflugustu og hraðskreiðustu í heimi og ein þeirra, Junkers Ju 87, svonefnd Stuka, stytting úr Sturzkampfflugzeug eða steypiflugvél, átti næstu árin eftir að verða skelfilegasta vopn heims í augum fólks, vegna þess hvernig henni var beitt til sprengjuárása á svipaðan hátt og fálkinn gerir sínar árásir. 

Til þess að Stukan gæti hitt skotmarkið sem best var henni steypt næstum því lóðrétt í beinni stefnu á skotmarkið. 

Í 2000 feta, eða 600 metra hæð sleppti flugmaðurinn sprengjunum á 600 km/klst hraða og fór rakleitt í dýfu sem endaði í klifri til þess að sleppa frá sprengingunum á jörðu niðri. 

Við það þrýstist hann niður í sætið með meira en sexföldum líkamsþunga og missti meðvitund stutta stund, en sjálfvirkur stýribúnaður vélarinnar sá um að halda henni á réttum hraða í dýfunni og klára hana þar til flugmaðurinn fékk aftur meðvitund. 

Til þess að valda sem mestri skelfingu og ringulreið á jörðu niðri voru festir lúðrar á hjólaleggi Stúkunnar, sem kallaðir voru Jeríkó-trompetar, og gáfu frá sér sem mestan ærandi hávaða sem hugsast gat.  

Stúkan hafði yfir sér svipaðan orðstír og kjarnorkusprengjurnar höfðu síðar, enda var maður á jörðu niðri, sem horfði næstum því lóðrétt upp í loftið á Stúku stefna á sig eins og lítill punktur á himni, álíka varnarlaus og dauðvona og maður sem horfði næstum áratug síðar lóðrétt upp í loftið á kjarnorkusprengju á leið til jarðar. 

Íslandsleiðangur sendimanna Görings var því í raun sveipaður hryllingi morðvopna komandi stríðs ekkert síður en aðdáun hans, Himmlers og fleiri þýskra yfirmanna á hinum íslenska ránfugli og bókmenntaarfi Germana, dýrmætar upplýsingar um norræna menningu, sem Íslendingar höfðu ekki aðeins skráð og  varðveitt heldur skapað sjálfir að hluta. 


mbl.is Blettatígur á hraðri leið til útrýmingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fróðlegt -- og líflega skrifað, Ómar!

Gleðileg jól.

Jón Valur Jensson, 27.12.2016 kl. 12:21

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir og bestu jólaóskir til baka. 

Ómar Ragnarsson, 27.12.2016 kl. 13:28

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þið eruð báðir kexruglaðir fávitar.

Enginn horfir á kjarnorkusprengju stefna á sig, ekki einu sinni þú, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 27.12.2016 kl. 14:06

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við þökkum Steina hrósið, það er ekki lítils virði á þessum síðustu og verstu, og ugglaust talar hann hér af reynslu, sá vísi maður og sjaldan glaður.

Jón Valur Jensson, 27.12.2016 kl. 14:25

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki vantar dómhörkuna hjá Steina frekar en í einstæðustu jólakveðju, sem ég hef fengið, -  já og raunar einstæðustu jólakveðju sem ég hef séð.

Ef Steini fer inn á facebook síðu mína sér hann hvar ég var í gær þegar hann sendi mér bölbænir sínar, en þessi jólahelgi hefur helgast sams konar viðfangsefni á þremur heimilum í minni fjölskyldu, hvað sem Steini fullyrðír um það og um það að ég eigi skammt eftir ólifað. 

Ómar Ragnarsson, 27.12.2016 kl. 16:09

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Steini skilur ekki að ég er að bera saman helstu eiginleika Stuka og sprengju, að með því að horfa nær lóðrétt upp í loftið er nær ómögulegt að sjá það sem stefnir á mann á jörðu niðrir og þar af leiðandi ómögulegt að miða á Stuka-vélina og skjóta hana niður, hún er, eins og ég lýs, bara örlítill punktur lóðrétt uppi á himninum. 

Ómar Ragnarsson, 27.12.2016 kl. 16:11

7 identicon

Þetta er þá engin tvígengisvél sem fálkinn gengur fyrir?

Húsari. (IP-tala skráð) 27.12.2016 kl. 16:14

8 identicon

Og þú ætlar bara að sitja undir þessu áfram? Finnst þér ekki að mælirinn sé fullur?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 27.12.2016 kl. 16:21

9 identicon

Ómar segir:
„Í 2000 feta, eða 600 metra hæð sleppti flugmaðurinn sprengjunum á 600 km/klst hraða og fór rakleitt í dýfu sem endaði í klifri til þess að sleppa frá sprengingunum á jörðu niðri. “

Venjulegt orðalag er að vélin sé komin í dýfu þegar henni er steypt niður á þennan hátt. Ómar virðist hafa annað orðaval en allir aðrir flugmenn.
Miðað við hæð yfir jörð og hraða flugvélarinnar í dýfunni þá hefur flugmaðurinn tæpar 4 sekúndur áður en vélin skellur í jörðinni þegar sprengjum er sleppt.

Nonni (IP-tala skráð) 27.12.2016 kl. 18:51

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Satt að segja flögrar það að mér að mælirinn fari að vera fullur þegar jólahelgin er notuð til þess arna, ekki gagnvart mér og mínu fólki, heldur gagnvart þeim sem fara inn á bloggsíðu minna um hátíðirnar í þeirri góðu trú að þar sé ekki allt fullt af fúkyrðum, ákærum og bölbænum.

Ekki minnist ég þess að nokkur annar Íslendingur en ég hafi þurft að gera nákvæma grein fyrir hátíðahaldi sínu til að svara opinberri ákæru um það efni. 

En svona var dagskráin hjá mér, svo að því sé til haga haldið: 

Um er að ræða fjölskyldu okkar Helgu, okkur, sjö börn okkar, sex tengdabörn, 20 barnabörn á lífi og eitt barnabarn, og einnig er einn kærasti og tvær unnustur í hópnum.  Einstaka geta verið erlendis eins og gengur en fjölskyldan kemur öll saman þrisvar á hverjum jólum. 

Á aðfangadag hittast sem flestir hjá okkur Helgu klukkan þrjú til að búa til eins konar póstdreifingarstöð jólagjafa. 

Á aðfangadag koma allir, sem vettlingi geta valdið í kvöldkaffi hjá okkur. 

Á jóladag er okkur Helgu boðið árlega í hádegisverð hjá einni af fjölskyldunum. 

Á annan í jólum koma sem flestir saman hjá elsta barninu okkar milli klukkan tvö og sex, þar sem eru veitingar á borðum og gengið er í kringum jólatréð. 

Á öllum þessum samkomum erum við Helga viðstödd allan tímann sem viðkomandi samkoma stendur. 

Nú getur ákærandinn borið þetta saman við það sem gengur og gerist og fylgt eftir ákæru sinni um stórfellda vanrækslu okkar hjóna, sem sé sérstaklega alvarleg af minni hálfu, vegna þess að ég muni ekki lifa fleiri jól. 

Verjandinn í málinu hefur þar með reynt að verja sig og nú er ákærandans að koma með nýjar ásakanir af ýmsu tagi sem hann hefur raunar þegar gert, meðal annars með því að lýsa því yfir af allt öðru tilefni að ég og alsaklaus lesandi bloggsíðu minnar séum "kexruglaðir fávitar."  

Ómar Ragnarsson, 27.12.2016 kl. 19:06

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég vil benda Nonna á að lesa fjölmargar bækur sem greina frá árás Stúkunnar og sjá tölurnar um dýfuna þar. Set kannski eitthvað inn í pistilinn ef tími gefst til.

Ómar Ragnarsson, 27.12.2016 kl. 19:21

12 identicon

Sæll Ómar.

Sérhver lægð þarf fóður.
Fóður í þessu sambandi eru
færslur 4-6 og besta fóðrið
í færslu 10.
Lélegasta fóðrið eru færslur 7 og 9.
Sá sem skrifar færslu 7 er með útúrsnúninga
vegna málfars og leiður eftir því!
það þarf að lesa sig til í þessari veðurfræði
eða ræða málin við veðurfræðing.

Tæknilega hliðin er að útbúa skrift (script)
sem inniheldur skilyrði (criteria)og þarf helst
að vera opin svo þú getir sjálfur bætt við.
Ef þeir á Mogganum ráða ekki við slíkt þá eru þeir þarna úti
sem gera það auðveldlega. Leysir ekki allt en samt allnokkuð.

Fyrsta spor til að lægð þessi myndist ekki er
að stoppa af öll svör eða samskipti og þá ekki
upplýsingar af neinu tagi.

Hafðu það gott um jól og áramót og 'slabbaðu af'
eins og þeir spænsku segja!

Húsari. (IP-tala skráð) 27.12.2016 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband