28.12.2016 | 14:22
Best að hætta sem næst toppnum.
Það er einn ókostur við að ná upp á hæsta tind í einhverju. Hann er sá, að langlíklegast er að leiðin liggi niður á við, enda hefur það verið sagt um íþróttir og fleira að það er kalt á toppnum.
Nú er Guðumundur á toppnum með danska handboltalandsliðinu, og því er það vafalaust rétt hjá honum að leita á nýjar slóðir.
Danir komu heldur ekki að öllu leyti vel fram við Guðmund, hverju sem um var að kenna.
Ekki er að efa að hann muni leggja sig allan fram í undirbúningnum fyrir HM, enda úr mjög háum söðli að detta á Ólympíumeisturum ef ekki gengur nógu vel á næsta stórmóti.
Guðmundur aflýsti æfingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú hefur ekki glóru um það hvort kalt sé á toppnum og leið þín hefur aldrei legið upp á við, Ómar Ragnarsson.
Hefur fyrst og fremst lifað á því að gera grín að öðru fólki og átt ekki bót fyrir boruna eftir allt ævi"starfið".
Þorsteinn Briem, 28.12.2016 kl. 14:56
Hvaða bull Steini minn. Ómar er hvorki meira né minna en þjóðargersemi og einn af örfáum Íslendingum sem hefur verið á toppnum á mörgum ólíkum sviðum. Slaka aðeins á í svívirðingunum vinur. Eitt í viðbót, auðæfi eru mjög takmarkaður mælikvarði á velgengni.
Bjarni Gumm. (IP-tala skráð) 28.12.2016 kl. 15:02
Ómar hefur lengi verið á toppnum. Og eins og sést af skrifum Steina dalbúa þá fylgja því kaldar kveðjur frá minni mönnum.
Hábeinn (IP-tala skráð) 28.12.2016 kl. 15:45
Ég vil minna á að pistillinn fjallar eingöngu um íþróttir, handboltaþjálfara og handbolta í þessu tilfelli, en í starfi mínu sem íþróttaféttamaður á árunum 1969-74 kynntist ég persónulega mörgu afreksfólki og þurfti ásamt starfsbræðrum mínum að velja íþróttamann ársins þessi ár. Hef alla ævi verið áhugamaður um íþróttir og tók virkan þátt í einni þeirra, rallakstri, í áratug.
Finnst einkennilegt að þurfa að afsaka það að dirfast að skrifa þennan pistil
Ómar Ragnarsson, 28.12.2016 kl. 15:47
Þó maður sé ekki alltaf sammála Ómari, er vel hægt að virða hann fyrir það fjölmarga sem hann hefur gert vel.
Ómar er auðugur maður þó ríkidæmi hans teljist kannski ekki í krónum og aurum. Það mættu fleiri hafa slíkt verðmætamat sem hann hefur.
ls (IP-tala skráð) 28.12.2016 kl. 15:49
Er mælirinn ekki að verða skekinn, troðinn og fleytifullur?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 28.12.2016 kl. 15:57
Hvað með Þórir Hergeirsson er hann ekki búinn að koma sér þægilega fyrir uppi á háslettunni á toppnum með norsku stelpunum sínum ?
Kjartan Magg (IP-tala skráð) 28.12.2016 kl. 20:03
Jú, satt er það og skemmtileg tilbreytni.
Ómar Ragnarsson, 28.12.2016 kl. 21:25
Er ekki hægt að útiloka þennan Steina Briem hér af blogginu,. Ætla að spyrjast fyrir um það hjá MBL.
Diddi Siggi, 28.12.2016 kl. 22:56
Ég kannaði málið fyrir tveimur árum þegar óþekktur aðili réðist undir nafnleynd af offorsi og illgirni á mig og Steina hér á síðunni.
Ég kynnti mér möguleika á viðbrögðum og hef gert það aftur nú.
Í ljós kom að viðkomandi sóðaskrifari var útsmoginn við að koma aftur og aftur inn með sömu illmælgina, jafnóðum og svívirðingar hans voru þurrkaðar út, og honum tókst í nokkurn tíma eftir að ég útilokaði hann alveg af síðunni, að koma aftur og aftur inn undir nýrri IP-tölu.
Að lokum hvarf hann, en Steini skammaði mig í athugasemdum fyrir að standa mig ekki betur gegn þessum vágesti og hótaði aðgerðum gegn mér.
Þess vegna er það sárt þegar svo virðist sem Steini sé að færast í þá átt að gera það sama og hælbíturinn hér um árið, koma jafnóðum inn með svívirðingar um leið og þær eru fjarlægðar og ekki bara í minn garð, heldur jafnvel enn verri ávirðingar í garð annarra en mín og finnst mér hann launa mér illa að ég hef reynt að bera af honum blak og verja hann fyrir árásum.
Þetta er synd, því að lengst af var hann skemmtilegur, setti inn ágætis fróðleik og oft þessar fínu vísur.
Ómar Ragnarsson, 28.12.2016 kl. 23:09
Ég kem hér inn á hverjum degi Ómar minn ásamt fjölda af fólki sem hefur gaman að fylgjast með skrifum þínum og skoðanaskiptum hjá gestum síðu þinnar.Ég ætla að taka upp hanskann fyrir Steina sem hefur oftast komið hér með tilvísanir,staðreyndir og frásagnir til að styðja mál sitt.Hann hefur iðulega setið hér undir svívirðingum frá oftast sama fólkinu og látið það eiga sig að svara því.Ég er ekki hissa þótt að mælirinn sé fullur há honum nú og held að hann sé að nota þessi gífuryrði nú til að benda fólki á að margir hafa hagað sér svona hér gagnvart honum og sjaldnast neinn sem hefur tekið upp hanskann fyrir hann .Hann hefur verið vændur um drykkju,geðveiki og margt annað.Maðurnn er fluggáfaður,fróður.skemmtilegur og viðsýnn og vísustökurnar bráðskemmtilegar :)Heimurinn væri ansi fátækur ef við hefðum ekki fólk eins og Steina og Ómar.
Ragna Birgisdóttir, 29.12.2016 kl. 11:58
Ég tek undir orð þín varðandi marga góða kosti Steina, hef margoft tekið upp hanskann fyrir hann og viljað hafa hann áfram.
Hann var mér hins vegar reiður að ósekju fyrir það hve illa gekk að reka illmælgisdólg út af bloggsíðu minni fyrir tveimur árum, en sá var alveg sérstaklega illskeyttur og nýtti sér veikleika bloggsins til þess að koma aftur og aftur með athugasemdir undir nýjum IP-tölum.
Ég þurfti meira að segja að vaka heila nótt við að þurrka út svívirðingar hans aftur og aftur.
Loks tókst þó að kveða þennan draug niður, þannig að Steini hefur ekki ástæðu til þess að taka upp svipaða hegðun og þessi horfni fúkyrðadólgur, svo að nú er svo komið að hann er orðinn yfirritstjóri síðunnar með gríðarlegu og stanslausu magni af ómálefnalegu efni og stanslausum svívirðingum í minn garð.
Svo langt gengur þetta nú orðið, að grandalaus maður, sem setti inn örstutta athugasemd: "Fróðleg lesning, - lífleg frásögn" og hefur aldrei skipt sér neitt af Steina, fær beint í andlitið: "Kexruglaður fáviti!"
Ég get ekki lengur boðið grandalausum innlitsgestum upp á svona trakteringar þótt ég sjálfur sitji undir níði hans, sem meðal annars felst í því að hann lætur þessa dagana engan bloggpistil minn í friði, heldur ryðst jafnvel fyrstur inn í athugasemdirnar og formælir mér og lítillækkar persónulega sem vesaling og úrþvætti og mokar síðan inn í meira en hundraðasta skipti tugum athugasemda.
Yfir hátíðina hefur keyrt um þverbak hjá Steina, á sjálfri friðarhátíðinni og meira að segja á annan jóladag sendi hann mér þá staflausu ásökun og áhrínsorð, að ég forsómi og vanræki barnabörn mín um jólin og eigi líklega ekki eftir fleiri jól ólifuð.
Síðasta ákæran er sú að ég sé geðsjúkur og þurfi að leita geðlæknis.
Þetta er alvarleg ákæra í ljósi viðfangsefna minna.
Ég þekki engan bloggpistilshöfund sem þarf að sæta því að tíunda að mestu samfelldu samverustundir með sínu fólki yfir jólahelgina eins og ég varð að gera í kjölfar hinnar dæmalausu árásar á annan í jólum.
Ég er enn að reyna að friðmælast við hann í von um að fá hinn gamla og góða Steina í stað hins nýja, sem nú er að taka völdin hjá honum.
Ómar Ragnarsson, 29.12.2016 kl. 13:04
Ég hef trú á að Steini okkar, hinn gamli góði ,komi hér inn aftur enda hefur mér eins og þér þótt gaman af leiftrandi orðasjóði hans þekkingu og víðsýni.Hefur mér nú ávallt þótt hann meta þig og verk þín mikið eins og þjóðin öll.Það eru netsóðar allstaðar og þessi síða hefur ekki verið undanþegin því. Nafnleysingjarnir sem koma hér ansi oft eru verstir og oft hefur flögrað að mér að einhverjir sem kommenta hér séu ekki þeir sem þeir segjast vera.Get þó ekki fullyrt um það frekar en aðrir . En svo sannarlega viljum við Steina okkar Briem hingað aftur á sínum skemmtilegu fróðlegu nótum.
Ragna Birgisdóttir, 29.12.2016 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.