"Tungan gerir okkur að þjóð, hvar sem við erum niður komin í veröldinni."

Af mörgu þörfu, eftirminnilegu og áhugaverðu, sem forsætisráðherra sagði í áramótaávarpi sínu nú rétt áðan um mikilsverð málefni líðandi stundar, held ég að varnaðarorð hans varðandi stöðu og framtíð íslenskrar tungu muni lifa einna lengst ofangreind setning muni lifa lengst, þessi hér: 

"Tungan gerir okkur að þjóð, hvar sem við erum niður komin í í veröldinni." 

Mæli hann manna heilastur. 


mbl.is Þörf að endurskoða peningastefnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Varðandi tunguna þá er þetta fyrirfram töpuð barátta. Tungumál þróuðust í sitthverja áttina vegna samskiptaleysis og munu smám saman renna saman eftir því sem samskiptatækninni fleygir fram. Peningaeyðsla til að viðhalda sérstöðunni eins og Sigurður Ingi legggur til er fáviska.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.12.2016 kl. 21:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem eru íslenskir ríkisborgarar eru Íslendingar, hvort sem þeir tala íslensku eða ekki.

Íslenskir ríkisborgarar búa úti um allar heimsins koppagrundir og ekki er hægt að meina þeim landgöngu hér á Íslandi, enda eiga þeir hlut í landinu og miðunum í kringum landið.

Þorsteinn Briem, 31.12.2016 kl. 22:20

3 identicon

Viltu kannski meina Jósef að hægt sé að setja orðið "þjóð" í staðinn fyrir "tunga" í athugasemd þinni?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.1.2017 kl. 01:24

4 identicon

Merkilegt þetta með Sigurð Inga sem fær víða hrós, eins hjá andstæðingum sínum t.d. í Kriddsíld í dag að það gildir svipað um hann og stólinn hjá Rósberg G. Snædal.

Listasmíð er stóllin sem ég sit á

segja allir þeir sem hafa vit á

þó er eins og enginn sýni lit á

að eignast hann og því er ég svo bit á

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.1.2017 kl. 01:26

5 identicon

Hefðbundið merkingarlaust blaður sem notað er á hátíðarstundum. Það vantar bara þetta venjulega að við séum gáfuðust, fallegust og bestir í öllu. Á mánudaginn vill hann ekki gefa öllum sem tala Íslensku ríkisborgararétt og ekki tekur hann ríkisborgararéttinn af þeim sem ekki tala Íslensku. Íslenskukunnátta er ekki skilyrði fyrir því að teljast Íslendingur og nægir ekki til þess að kallast Íslendingur. Tungan gerir okkur ekki að þjóð þó einhver pólitíkus segi það.

"Tungan gerir okkur að þjóð, hvar sem við erum niður komin í veröldinni." er setning sem fæddist andvana.

Hábeinn (IP-tala skráð) 1.1.2017 kl. 02:55

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Bjarni Gunnlaugur. Sjálfsagt ertu að tala um ESB.En gerurðu þér ekki grein fyrir að samvinna og tengsl milli þjóðríkja er löngu byrjuð. Það eru komnar á síðustu öld Sameinuðu þjóðirnar, EFTA, ESE, ESB, Alþjóða heilbrigðisstofnunin og svo framvegis. 

Jósef Smári Ásmundsson, 1.1.2017 kl. 06:56

7 identicon

Svona tala framsóknarmenn.  Aldrei sagði Kizzy Kinte:  Ég þarf milljarð, minnst.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.1.2017 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband