Viðreisn í svipaðri stöðu og Framsókn var fyrrum.

Allan fullveldistímann á síðustu öld og fyrstu sjö ár þessarar aldar var Framsóknarflokkurinn í kjörstöðu við stjórnarmyndanir á Íslandi. Lengst af þennan tíma var flokkurinn með 20 til 28 prósenta fylgi en var samt í ríkisstjórn í 62 ár. 

Allan tímann átti Framsókn það uppi í erminni að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum og koma ár sinni vel fyrir borð í "helmingaskiptastjórn" ef vinstra mynstrið sýndist ekki verða nógu gjöfult.  

Oft stóðu stjórnarmyndanir í nokkurn tíma og á meðan þær stóðu, gat Framsókn athugað, hvort hún fengi meira fyrir sinn snúð til hægri eða vinstri, - var það sem kallað var opin í báða enda. 

Flokkurinn Viðreisn er núna í svipaðri stöðu.

Stjórn Sjalla og Framsóknar missti meirihluta sinn, en á móti kom að stjórnarandstaðan náði ekki meirihluta, - nema að hafa Viðreisn um borð.

Ekki virðist vera hægt að mynda vinstri stjórn án Viðreisnar, meðal annars af því að innanflokksástand í Framsóknarflokknum og Wintrismálið virðast fæla aðra flokka frá samstarfi við þann flokk, sem annars væri í svipaðri kjörstöðu og Viðreisn og skilgreinir sig sem frjálslyndan og samvinnusinnaðan miðjuflokk. 

Eftir að Viðreisn er búin að taka þátt í þremur stjórnarmyndunartilraunum, einni til hægri og tveimur til vinstri, virðist niðurstaðan verða sú að eftir mestu sé að slægjast í hægri stjórn. 

Ráðamenn Bjartrar framtíðar hafa tekið þá stefnu að líma sig við Viðreisn til þess að vera öruggir að komast í ríkisstjórn ef hægt verður að mynda hana. 

Lækjarbrekkuflokkarnir vildu búa til valkost á móti Sjalla-Framsóknarstjórn með liðsinni Viðreisnar. 

Það reyndist ekki hægt og því geta þessir flokkar ekki kennt öðru um en óeiningu sjálfra sín um ef niðurstaðan verður hægri stjórn. 


mbl.is Katrínu eða Óttari að kenna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nýja hækja Íhaldsins er því úr fjölskyldunni, fjölskyldumeðlimur. Æðislegt, til lukku innbyggjar. Ykkar Nýja Ísland.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.1.2017 kl. 14:46

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samfylkingin, Björt framtíð, Viðreisn og Píratar vilja til að mynda breytingar í íslenskum sjávarútvegi og landbúnaði.

Þar að auki þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa hins vegar engan áhuga á að taka þátt í þessum meginatriðum í stefnu þessara flokka.

Og engan veginn ætti að vera auðveldara fyrir Vinstri græna að ná samkomulagi við Sjálfstæðisflokkinn en Viðreisn um álagningu skatta.

Steini Briem, 19.12.2016

Þorsteinn Briem, 1.1.2017 kl. 15:06

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Málið snýst ekki um hvað er í einhverri ímyndaðri miðju í stjórnmálum hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 1.1.2017 kl. 15:07

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vinstri grænir vilja ekki miklar breytingar í landbúnaði og sjávarútvegi, enda komu þeir í veg fyrir að mynduð yrði ríkisstjórn þeirra, Pírata, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Hverjir eru þá íhaldið?!

Þorsteinn Briem, 1.1.2017 kl. 15:12

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stjórnarmyndunarviðræður Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins snúast fyrst og fremst um breytingar í landbúnaði og sjávarútvegi og framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 1.1.2017 kl. 15:19

7 identicon

Rétt, Steini Briem. Hverjir eru þá Íhaldið? Þetta er spurningin. Aumara lið en þessa svokallaða "Vinstri flokka" á klakanum er vara hægt að ímynda sér. Fuck em all!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.1.2017 kl. 15:21

8 identicon

alt er nú hægt að kalla miðju stjórnmála.miðju flokkur er flokkur sem gerir málamiðlanir bæði til hægri og vinstri. það virðist mér þessir flokkar ekki gera, hafnvel framsókn er kominn með bláa slkju í grænfánann, svo vonandi fara þessir 3.svo kalliðir miðjuflokkar í stjórn. þá er kanski hægt að þvo grænfánan

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 1.1.2017 kl. 16:36

9 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Hugsið ykkur ef að þetta fólk gæti nú haft gæfu og gjörvileika til þess að ná saman í að skapa hér mannsæmandi samfélag fyrir alla eins og forsetinn hefur sagt svo víða. Þess vegna er áfall að sjá starfandi fjármálaráðherra vera með keflið nú til stjórnarmyndunar...... skil bara ekkert í honum Guðna að láta BB þetta í hendur......ferlegt alveg alla leiðmoney-mouth

Ragna Birgisdóttir, 1.1.2017 kl. 17:20

10 identicon

@Ragna

Það er ekki hægt að mynda vinstristjórn. Vinstri grænir eru varðhundar kvótakerfisins og vilja ekki markaðsvæðingu sem myndi færa 30-40 miljarða á ári til ríkissjóðs. Þeir vilja heldur engar endurbætur á núverandi landbúnaðarkerfi og það hefur í raun verið fullreynt á að það tekst ekki að mynda 5 flokka vinstristjórn og ekkert sem bendir til þess að það breytist.

Það eru í raun tveir möguleikar á nýrri stjórnarmyndun. Það sem er líklegast núna er með Viðreisn og BF en meirihlutinn er veikur. Hinn möguleikinn er íhaldsstjórn með fráfarandi stjórnarflokkum með VG og er það sá kostur sem Framsóknarhluti Sjálfstæðisflokksins vill. 
Niðurstaðan er að það verður ekki mynduð stjórn án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Nýjar kosningar myndu væntanlega leiða til þess að Píratar myndu aftur verða smáflokkur kanski tríó eða dúó. Meðan Samfylkingin myndi væntanlega þurrkast út. Grundvallaratriðið mun verða óbreytt.

GunnaR (IP-tala skráð) 2.1.2017 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband