5.1.2017 | 02:39
Græðgi og skammsýni eiga sér lítil takmörk.
Olíu- og kolaiðnaður og önnur nýting jarðefnaeldsneytis er langöflugasti iðnaður jarðarbúa og hefur yfir langmestum fjármunum að ráða.
Stórfyrirtækin leika sér að því að ráða orkustefnu þjóða heims og kaupa sér stuðning stjórnmálamanna og jafnvel einstakra vísindamanna til þess að halda uppi svo miklum deilum um hnattræna hlýnun að þekking almennings er afvegaleidd.
Þegar ég var yngri hélt ég að bætt vísindi og upplýsingar í gegnum þau myndu breyta hegðun jarðarbúa til hins betra.
Þetta hefur reynst rangt því að eðli og siðgæði mannsins tekur engum framförum.
Engar framfarir verða á því sviði, því að eftir því sem auður og umsvif verða meiri, því meiri verða hagsmunirnir og græðgin, og auðæfi og skammsýni ráða alveg jafn miklu og verið hefur frá ómunatíð.
Síðustu tólf þúsund ár hefur hitastig á jörðinni verið í einstaklega góðu jafnvægi.
En nú hefur á fáum áratugum verið af mannavöldum dælt svo miklu af svonefndum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið, að meira en 800 þúsund ár eru síðan eins mikið magn af koltvísýringi hefur verið í lofthjúpi jarðar.
Hlýnunin af þessum völdum og súrnun sjávar eru staðreynd, en það er ekki það versta, því að þegar jöklar verða grárri og hafið verður blátt í stað þess að verða ísi þakið þannig að minna af geislun sólar varpast frá sjó og landi út í lofthjúpinn og gróðurhúsalofttegundir streyma upp úr víðfeðmum freðmýrum Síberíu myndast keðjuverkun sem gæti hraðað hlýnuninni enn meira en spáð er.
En á allt þetta ulla Donald Trump og olíutengdir hjálparmenn hans og svo langt er gengið, að talað er um að 40 þúsund fífl hafi verið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París og að Obama og Frans páfi séu hreinir asnar, enda fari loftslag kólnandi!
Ég hef undanfarin 20 ár fylgst með Brúarjökli árlega af jörðu niðri og séð hann lækka með eigin augum. Einnig verið í návígi við aðra jökla, svo sem Breiðamerkurjökul, Skriðjökla Öræfajökuls, Sólheimajökul, Gígjökul, Múlajökul o. s. frv. og séð hraða minnkun þeirra allra.
Það hefur einnig samsvarað mælingum vísindamanna. En þetta segja kuldatrúarmenn og svarnir andstæðingar nokkurra aðgerða gegn umhverfisvánni að séu hreinir hugarórar og bull.
Þjóðarleiðtogar, Páfinn og vísindasamfélagið allt saman fífl og bullikollar.
Hnattræn hlýnun tók sér enga pásu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.
Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.
Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.
Þorsteinn Briem, 5.1.2017 kl. 04:11
"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."
Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Þorsteinn Briem, 5.1.2017 kl. 04:12
8.9.2015:
Grænn vöxtur sparar biljónir Bandaríkjadala
Þorsteinn Briem, 5.1.2017 kl. 04:12
3.3.2015:
China pollution documentary goes viral attracting at least 155 million views
Þorsteinn Briem, 5.1.2017 kl. 04:13
Air pollution in India
Water pollution in India
Þorsteinn Briem, 5.1.2017 kl. 04:14
3.11.2016:
Polluted Delhi has become a gas chamber - BBC News
Þorsteinn Briem, 5.1.2017 kl. 04:14
8.11.2016:
Delhi pollution: Face masks run out as residents panic - BBC News
Þorsteinn Briem, 5.1.2017 kl. 04:15
15.7.2015:
"The premature deaths are due to two key pollutants, fine particulates known as PM2.5s and the toxic gas nitrogen dioxide (NO2), according to a study carried out by researchers at King's College London.
The study - which was commissioned by the Greater London Authority and Transport for London - is believed to be the first by any city in the world to attempt to quantify how many people are being harmed by NO2.
The gas is largely created by diesel cars, lorries and buses, and affects lung capacity and growth."
Nearly 9,500 people die each year in London because of air pollution
Þorsteinn Briem, 5.1.2017 kl. 04:16
11.12.2016:
France announces clean sticker anti-pollution measures as cities choke on smog
Þorsteinn Briem, 5.1.2017 kl. 04:18
http://www.visir.is/kisilver-a-bakka-mun-nota-66-thusund-tonn-af-kolum-arlega/article/2017170109558
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 07:30
Sæll.
Hvaða jeppar ollu hinni svokölluðu litlu ísöld í Evrópu 1645-1715? Hvað með nokkra harða vetur í lok 19. aldar? Hvaða jeppar og hvaða stóriðja ollu þeim?
Helgi (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 07:35
Gaman að sjá að páfinn hefur tekið upp hina fornu venju trúarleiðtoga að lofa veðrabreytingu taki menn upp betri siði. Óvéfengjanlegar staðreyndir, orsök og afleiðing hafa aldrei vafist fyrir þeim. En sú trú að hegðun okkar ráði veðrinu er eins gömul og trúarbrögð. Og sennilega er ekkert sem er auðveldara að sannfæra almúgan um.
Ósjálfrátt leitum við tenginga milli hegðunar okkar og veðrabreytinga. Og þegar vísindamenn hvers tíma segja okkur hvernig við þurfum að breyta til að veður snúi ekki gegn okkur þá trúum við því. Sannanirnar eru öllum augljósar og margar sögur um þá sem ekki fóru að ráðum vísindamannana.
Ef þorpið fórnar geit, leggst á bæn þrisvar á dag og karlar skera ekki hár sitt þá sýnir reynslan að regn verður hæfilegt, hiti réttur og uppskera mikil. Mikla skammsýni þarf til að fara gegn þessu og það mun skila sér í hörmungum, hörkum í veðri og uppskerubresti. Það er sannað.
Hábeinn (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 09:17
Tilvitnun í þig Ómar: "En nú hefur á fáum áratugum verið af mannavöldum dælt svo miklu af svonefndum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið, að meira en 800 þúsund ár eru síðan eins mikið magn af koltvísýringi hefur verið í lofthjúpi jarðar."
...og hvað hyggst þú gera sjálfur til að breyta þessu ?
Önnur tilvitnun í þig Ómar: "En á allt þetta ulla Donald Trump og olíutengdir hjálparmenn hans og svo langt er gengið, að talað er um að 40 þúsund fífl hafi verið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París og að Obama og Frans páfi séu hreinir asnar, enda fari loftslag kólnandi!"
...ég er viss um að ef Trump sæi bílaflotan þinn sem er lagt fyrir utan Borgarholtsskóla þá myndi hann hlægja að þér og biðja þig um að hætta að kasta steinum úr glerhúsi !
Valur Arnarson, 5.1.2017 kl. 09:22
hvernig skildi standa á því að ósonlagið sé að hjafna sig á mjög stuttum tima gæti verið að rírnuninn sé ekki af manna völdum heldur nátúrulegar sveiplur. ef lesinn eru amlar leiðarbækur breska herskipa og skriftraóða íslendínga gegnum aldirnar. eru svona sveiplur þektar. þó skógar séu högnir án endurníjunar að kapitalískum hætti. er þó um 50%. hans undir sjávarmáli meðan sjórin er í lagi jörðinn í lagi. þó ég haldi að mest af hlíindunum sé af náttúrunarvöldum.afsakar það ekki manninn. það er ekki grasið sem bindur hjarðveginn heldur eru það tré.runar. líng. og annar rótarskotnir íhlutir. grass er bara fylliefni sem líka er nauðsinlegt
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 09:50
"Á einu ári er eytt jafnmiklu af kolefnisforða jarðarinnar og myndaðist á einni milljón ára". Þetta fullyrðir þýski eðlisfræðiprófessorinn og sjónvarpsmaðurinn, Harald Lesch.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 11:46
Hörður Þormar (11:46). "Á einu ári." Kemur mér á óvart, mín ágiskun hefði verið "á einni klukkustund."
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 13:00
Ég hyggst ekki gera neitt frekart persónunlega, Valur, en ég hef þegar gert.
Ég hef ekki efni á því að kaupa rafbíl en ég fjárfesti í tveimur hjólum, rafreiðhjóli og léttu vespuvélhjóli, alls 700 þúsund krónur, og hef yfirfært meira en 80 prósent af öllum ferðum mínum bæði innan borgar og úti á landi yfir á þau síðan í ágúst síðastliðnum og hyggst gera það áfram allt árið um kring.
Persónlulegt kolefnisspor mitt hefur með þessu minnkað um að minnsta kosti 60%.
Rafreiðhjólið eyðir rafmagni fyrir 25 aura á kílómetrann og vespuhjólið eyðir bensíni fyrir 4 krónur á kílómetrann eða aðeins þriðjungi af eyðslu minnsta og sparneytnasta bíls.
Ég hef á fimm mánuðum ferðast 5500 kílómetra á vespunni, þar af 3500 kílómetra úti á landi og farið á því í alla landshlutana til dæmis allan hringinn.
Á rafreiðhjólinu hef ég farið 1100 kílómetra.
Ómar Ragnarsson, 5.1.2017 kl. 13:08
Fyrst hitastig á jörðinni hefur verið í einstaklega góðu jafnvægi síðustu 12 þúsund árin þá hefur það sveiflast frá því að vera -1°C kaldara í dag upp í að vera 6°C heitara á bóreölskum tíma. Það að hitastig hækki um 2°C er því greinilega ekkert vandamál og langt innan vikmarka.
Jöklar á Íslandi hafa síðustu 12 þúsund árin (væri reyndar réttara að tala um síðustu 11 þúsujnd árin) aldrei verið stærri en síðustu 300 árin. Og þá langt um stærri. Það er því í fullu samræmi við hið góða jafnvægi síðsutu 12 þúsund ár að þetta séu bara litlar jökulhettur og að Vatnajökull verði aftur Klofajökull eins og þeir hafa verið í 10.700 ár af síðustu 11 þúsund.
Að síðustu vil ég benda á nýjustu færslu á moggabloggi Ágústs H. Bjarnasonar þar sem fram kemur að árið 2016 er ekki marktækt hlýrra en árið 1998 síðast þegar El-Niño gekk yfir. Og eins og venjulega mun La-Niña ganga í kjölfarið og verður kaldasta ár vegna hennar 2018. Það er því ekkert sem segir að hitastig sé að hækka nú um stundir ef stuðst er við ófalsaðar mælingar hvað þá að "mannavöldum".
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 13:14
Viðbót um "Bílaflotann fyrir utan Borgarholtsskólann".
Það stendur enginn bíll í minni eigu fyrir utan Borgarholtsskólann.
Bílarnir, sem þú talar um, eru fjórir örbílar, fornbílar á númerum plús eitt vespuhjól, sem standa á tveimur bílastæðum við Fróðengi 7 gegnt Borgarholtsskóla.
Þeir eru nú orðnir að safngripum, þó gangfærir á númerum, og eru ekki hreyfðir nema þegar verstu illviðri gera hjólaferðir ómögulegar eða ef ég þarf að flytja eitthvað, sem er of stórt fyrir hjól.
Hver er að kasta úr glerhúsi? Íhugaðu það.
Ómar Ragnarsson, 5.1.2017 kl. 13:17
"Stoichiometry" er flestum lokuð bók, þótt einföld fræði. En þessi fræði segja okkur að við brennslu á til að mynda 12 milljón tonnum af kolum myndast 44 milljón tonn af CO2, koldíoxíði. Sem fara stystu leið út í andrúmsloftið.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 13:23
Ómar,
Batnandi mönnum er best að lifa, en það eru engnir steinar í mínu glerhúsi
Valur Arnarson, 5.1.2017 kl. 13:35
Ég er ekkert að fella neina dóma um það, en það eru hins vegar ansi stór glerhúsin sem Donald Trump getur kastað úr.
Ómar Ragnarsson, 5.1.2017 kl. 14:21
Þess má geta, að áður en "hjólabyltingin" gekk í garð hjá mér, ók ég eftir föngum á ódýrustu, einföldustu og minnstu bílum, sem hægt var að finna. Bíll konu minnar er sá minnsti, einfaldasti og umhverfisvænsti sem völ er á.
Ómar Ragnarsson, 5.1.2017 kl. 14:24
Hvernig geta 12 milljón tonn orðið 44 milljón tonn við brenslu?
Snýst þetta ekki um massa?
valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 16:41
Jú, Valdimar Jóhannsson, þetta sýst um massa. Og þess vegna, nákvæmlega þess vegna verða 12 milljón tonn af kolum 44 milljón tonn af koldíoxíði (CO2). Og skyldir þú vilja reikna út rúmfangið að öllu þessu CO2 við "normal" aðstæður, þá eru 44g af CO2 22,4 lítrar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 12:11
Ef helmingur íslendinga ferðaðist ã vespu dags daglega myndi dauðaslysum í umferðinni tífaldast. Hvergi eru dauðaslys jafn algeng og þar sem stór hluti þjóðarinnar ferðast á slíkum ökutækjum.
Bjarni (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.