Þétting verður að vera til hagsbóta fyrir alla.

Hugsunin á bak við þéttingu byggðar er sú að hún stuðli að aukinni hagkvæmni í samgöngum og þar með í rekstri þjóðarbúsins. 

En þá verður líka allt að haldast í hendur, líka aðkoma að nýjum blokkum og stæði fyrir bíla, sem vonandi þróast yfir í að verða umhverfisvænni og taka minna pláss en nú er. 

Þess vegna þarf til dæmis að vanda til þéttingar byggðar við Efstaleiti á svæði sem var áður í eign Ríkisútvarpsins. 

Áður en nýjar stofnanir fluttu inn í Útvarpshúsið í sambýli við RÚV var oft þröng á þingi á bílastæðum fyrir utan húsið. 

Nú gerist tvennt: Fjölgun starfsfólks í húsinu og bygging íbúðablokka á lóð Útvarpshússins. Nú þegar er orðið ófremdarástand á bílastæðunum áður en blokkirnar hafa risið. 

Að vísu eru enn ósnert græn svæði á lóðinni, og að sjálfsögðu sjónarsviptir að þeim ef þau verða að víkja með öllu, því að það hljóta að vera takmörk fyrir því hve miklu eigi almennt að fórna af grónum opnum svæðum í borgarlandinu undir malbik. 

Það leiðir síðan hugann að þeim möguleikum sem eru til að skipuleggja flota samgöngutækjanna betur en hefur ekki enn verið gert. 


mbl.is Vilja ekki blokkir í stað leikskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bílakjallarar eru yfirleitt undir nýjum fjölbýlishúsum þar sem lóðirnar eru dýrastar hér í Reykjavík, enda lítið vit í að leggja þar stór svæði eingöngu undir malbik.

Þorsteinn Briem, 5.1.2017 kl. 14:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er byggðin mun þéttari en austan Elliðaáa en þar eru samt stór opin svæði, Klambratún (Miklatún), Öskjuhlíð, Nauthólsvík, Ægisíða og Hljómskálagarðurinn.

Þar eru einnig einkagarðar við langflest íbúðarhús og í mörgum tilfellum bæði framgarðar og bakgarðar.

Alls áttu 40.295 lögheimili í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar 1. janúar 2013, rúmlega þriðjungur Reykvíkinga, þar af 15.708 í 101 Reykjavík, 16.067 í 105 Reykjavík og 8.520 í 107 Reykjavík.

Og þá áttu þar lögheimili 7.915 börn (sautján ára og yngri eru skilgreindir sem börn), þar af 2.659 í 101 Reykjavík, 3.203 í 105 Reykjavík og 2.053 í 107 Reykjavík, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Þar að auki starfa flestir Reykvíkingar vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 5.1.2017 kl. 14:47

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykvíkingar starfa flestir vestan Kringlumýrarbrautar og þar er nú verið að þétta byggðina.

Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítalans býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur starfsmanna býr í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.

Þar er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.

Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt


Og þeir sem starfa bæði og búa vestan Kringlumýrarbrautar, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu, geta gengið eða hjólað í vinnuna, í stað þess að fara þangað akandi frá austurhluta Reykjavíkur, sem þýðir mun meiri innflutning á bensíni, meira slit á götum og bílum, meiri mengun og mun fleiri árekstra í umferðinni.

Þorsteinn Briem, 5.1.2017 kl. 14:48

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miklu fleiri Reykvíkingar nota strætisvagna, ganga eða hjóla en fyrir nokkrum árum, enda þótt þeir eigi einkabíl.

Göngu- og hjólastígar hér í Reykjavík eru nú mun fleiri og lengri en fyrir tíu árum og sérakreinar eru á sumum götum fyrir strætisvagna.

Þorsteinn Briem, 5.1.2017 kl. 15:00

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjólreiðamenn í Reykjavík eru nú þrefalt fleiri en fyrir þremur árum.

Og farþegar strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu voru 30% fleiri árið 2012 en 2009.

Í umferðinni í Reykjavík voru gangandi og hjólandi 21% árið 2011 en 9% árið 2002.

Aðgerðir í loftslagsmálum  - Maí 2013

Steini Briem, 7.7.2013

Þorsteinn Briem, 5.1.2017 kl. 15:16

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um átján þúsund nemendur eru í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík og ef þeir færu allir á einkabíl í skólann, einn í hverjum bíl, þyrfti um 324 þúsund fermetra af bílastæðum nálægt skólunum undir þá bíla eina.

Það eru áttatíu knattspyrnuvellir.


Bílastæði á Vatnsmýrarsvæðinu verða
mörg neðanjarðar, enda taka bílastæði mikið og dýrt pláss ofanjarðar og ekki myndu margir vilja búa í gluggalausum kjallara, þannig að sjálfsagt er að nota þá sem bílastæði.

Og margir þeirra sem nú aka langar leiðir í vinnu til að mynda á Landspítalanum, stærsta vinnustað landsins, í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands munu væntanlega kaupa íbúðir á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þannig
geta þeir sparað kaup og rekstur á einum bíl á heimili í stað tveggja, sem þýðir einnig að minna pláss þarf undir bílastæði en ella á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 5.1.2017 kl. 15:18

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.9.2013:

"Þeir sem eiga er­indi í miðbæ­inn virðast síður vilja leggja bíl­um sín­um í bíla­stæðahús­um miðborg­ar­inn­ar ef marka má mynd­ir sem ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins náði síðdeg­is í gær.

Á meðan bíla­stæðapl­an við Tryggvagötu, ná­lægt Toll­hús­inu, var þétt­setið og bíl­arn­ir hring­sóluðu um í leit að stæði var aðeins einn bíll inni í bíla­húsi Kola­ports­ins við Kalkofns­veg.

Svo vildi til að það var bíll frá embætti toll­stjóra."

"Bíl­stæðin við Tryggvagötu voru full og mörg­um bíl­um var lagt ólög­lega."

Tómt bílastæðahús en troðið bílastæði

Þorsteinn Briem, 5.1.2017 kl. 15:19

8 identicon

Íslendingar eru tugi ára á eftir þróuðum Evrópulöndum hvað varðar notkun bílsins. Á Íslandi er skrjóðurinn enn statussymbol og allt skal víkja fyrir vegum og bílastæðum. Á næsta ára ætlar Basel borg t.d. að setja milljarða í nýjar reiðhjólabrautir. Markvisst er unnið að því að koma fólki í almenn samgöngutæki með því að minnka framboð á bílastæðum. Færri bílastæði, minni umferð. Ergo; minni útblástur, minni hávaði, „höhere Lebensqualität.“

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 15:19

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.2.2015:

"Marg­falt dýr­ara er að leggja í bíla­stæðahús­um í miðborg­um höfuðborga annarra landa á Norður­lönd­un­um en í Reykja­vík.

Í Osló er það frá þris­var og hálf­um sinn­um til sjö sinn­um dýr­ara en hér, jafn­vel þó miðað sé við fyr­ir­hugaða hækk­un á gjald­skrá bíla­stæðahúsa Reykja­vík­ur­borg­ar."

Margfalt ódýrara að leggja bílum í bílastæðahúsum í Reykjavík en miðborgum annarra Norðurlanda

Þorsteinn Briem, 5.1.2017 kl. 15:21

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það fer einnig mun betur með bíla að geyma þá í bílakjöllurum en á bílastæðum utanhúss í alls kyns veðrum hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 5.1.2017 kl. 15:30

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Af viðbrögðum flestra við því sem ég hef gert til að komast miklu ódýrar, betur og hraðar um gatnakerfið en áður, upplifi ég mig sem skrýtinn sérvitring fyrir það að hafa komið 80% af ferðum mínum yfir á rafhjól og vespuvélhjól og minnkað þar með kolefnisspor mitt á ferðum um borg og landsbyggð um minnst 60% auk þess sem að létta stórlega á hinu malbikaða gatna- og bílastæðakerfi.  

Ómar Ragnarsson, 5.1.2017 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband