Aðeins ein jörð.

AÐEINS EIN JÖRÐ. (Með sínu lagi) 

 

Aðeins ein jörð. /

Það er ekki´um fleiri að ræða. /

Takmörkuð er á alla lund  /

uppspretta lífsins gæða. /

 

Aðeins ein jörð. / 

A henni plágur mæða: /

Rányrkja grimm, sem örbirgð hlýst af  /

með eyðingu´og stríðið skæða, /

flóðin, sem byggðir færa í kaf  /

er fárviðri´um löndin æða.

 

Aðeins ein jörð.

Um hana stormar næða.

Auðlindir þverra ef að þeim er sótt

aðeins til skamms tíma´að græða. 

 

Aðeins ein jörð. 

Afglapasporin hræða.

Lögmálið grimma lemur og slær

og lætur ei að sér hæða:

Ef deyðir þú jörðina deyðir hún þig

og deyjandi mun þér blæða.

 

Aðeins ein jörð

samt alla mun fæða og klæða

ef um hana standa viljum vörð,

vernda´hana´og líf hennar glæða, -

elska þessa einu jörð, -

það er ekki´um fleiri að ræða.

 

Aðeins ein jörð! 

 

(Lesið og birt á Youtube) 

Ensk þýðing: Only One Earth einnig birt á Youtube) 


mbl.is Fegurstu myndirnar af móður jörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dagur íslenskrar náttúru var greinilega brandari af hálfu VG.  Er ekki óhætt að kalla alla meðlimi þess flokks siðblinda? Ef ekki, hver fellur þá eiginlega undir þá skilgreiningu?

http://www.visir.is/kisilver-a-bakka-mun-nota-66-thusund-tonn-af-kolum-arlega/article/2017170109558

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband