8.1.2017 | 15:32
Þetta eru Kverkfjöll, sem eru 35 kílómetra frá Bárðarbungu.
Stór mynd, sem sýnd er á mbl.is í frétt af 3,5 stiga jarðskjálfta í Bárðarbungu og er hér efst á síðunni, er alls ekki af Bárðarbungu, heldur af Kverkfjöllum.
Kverkfjöll eru um 35 kílómetra fyrir austan Bárðarbungu og næst okkur á myndinni er skriðjökullinn Dyngjujökull.
Neðar á síðuna set ég tvær myndir af Bárðarbungu, þar sem horft er til hennar úr vestri og var önnur þeirra birt hér á mbl.is í ágúst 2014 þegar aðdragandi gossins í Holuhrauni hófst.
Á efri myndinni af Bárðarbungu sjást Kverkfjöll í fjarska á bak við Dyngjujökul, sem er á milli Bárðarbungu og Kverkfjalla.
Þótt Kverkfjöll séu svolítið óskýr á myndinni, sem birt er á mbl.is í dag vegna skýja efst á þeim, sjást Kverkjökull og Neðri-Hveradal svo að það er fráleitt að birta þessa mynd, svona álíka og að birta mynd af Bláfjöllum í stað Skarðsheiðar.
Jarðskjálfti í Bárðarbungu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.