6 sinnum á verðlaunapalla á stórmótum: Uppskeran 8 milljónir króna.

Fimleikaíþróttin hefur tekið risavaxið framfaraskref á undanförnum árum og fimleikafólkið byrjað að vinna gull, silfur og brons á stórmótum.

Hluti af þessari bylting sést á yfirliti Fimleikasambands Íslands yfir árangur fimleikafólks árið 2016.

 

Alls sex sinnum gull, silfur eða brons á árinu og uppskeran úr afrekssjóði ÍSÍ alls 8 milljónir úr 150 milljóna úthlutun eða um 5,3 % af úthlutuðu fé.  

Sá grunur læðist að manni að einhverjir af þeim, sem þessu ráða, fylgist varla nógu vel með þeim breytingum sem orðið hafa í íslenskum íþróttum undanfarin ár og að í hópíþróttum nái sýnin lítið út fyrir karla með bolta.  

 


mbl.is Gagnrýna ÍSÍ harðlega: „Fimleikasambandið situr fast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Afar fimar út um lönd,
ættu að fá einn milljarð,
karla bara hollust hönd,
hæf í vasabilljarð.

Þorsteinn Briem, 9.1.2017 kl. 03:24

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður, Steini!

Ómar Ragnarsson, 9.1.2017 kl. 09:50

3 identicon

Já, þetta er einkar smekkleg vísa, sérstaklega endirinn í sambandi við fimleikastúlkurnar. Afar smekklegt. Og viðeigandi.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 9.1.2017 kl. 19:53

4 Smámynd: Már Elíson

Rólegur Þorvaldur...Þetta er nú bara Steini Breim...Ómar fyrirgefur og við fyrirgefum..þeim sem vita eigi hvað þeir gjöra....

Már Elíson, 9.1.2017 kl. 22:58

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Seinni hluti vísunnar er bara um karlana, ekki fimleikastúlkurnar. 

Ómar Ragnarsson, 10.1.2017 kl. 00:33

6 identicon

"Seinni hluti vísunnar er bara um karlana, ekki fimleikastúlkurnar."

Og þér finnst við hæfi að tala um vasabilljard í sömu andrá og fimleikastúlkur?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 10.1.2017 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband