Enn er von um mannbjörg. Veðurspám storkað.

Þrjú atvik í ferðaþjónustu koma helst upp í hugann þegar fjallað er um öryggi í skipulegum hópferðum. 

Í eitt skipti ákvað ferðafyrirtækið að leita uppi erlenda veðurspá sem gæfi hagstæðari spá en sú íslenska varðandi Kverkfjöll. 

Afleiðingurnar af þessari ákvörðun birtust í einhverjum mestu hrakningum ferðamannahóps, sem um getur hér á landi og var það aðeins slembilukka sem kom í veg fyrir mikinn mannskaða.

Atvikið í ferðinni að Langjökli núna er að minnsta kosti annað af svipuðu tagi og svo virðist sem fararstjórnir eigi það til að leita uppi spár, annað hvort hér á landi eða erlendis, sem séu eitthvað skárri eða teygjanlegri en aðrar.

Í bæði skiptin við Langjökul ákveður fararþjónustufyrirtækið að hundsa óveðursspá og fara í ferðina, þótt aðrir hætti við.

Talsmaður Mountaineers fullyrðir að ekki hafi verið óveðursspá fyrir það svæði sem vélsleðarnir fóru um þótt stormviðvörun hafi verið gefin út fyrir landið allt um kring!

Skálpanes er fjallaháls, sem snýr þvert á vindinn, sem ríkti, líkt og flúð í árfarvegi og spáð var að myndur að myndi stóraukast. 

Skálpanes liggur eins og þröskuldur á milli Bláfells og Langjökuls og suðvestanstormur magnast við það að fara yfir þennan þröskuld. 

Að fara út í áhættuspil við slíkar aðstæður þvert ofan í veðurspá felur í sér alveg stórfurðulegt mat á veðurspám og samspili landslags og veðurs, enda kom raunveruleikinn óþyrmilega í ljós.  

Í ofanálag liggur fyrir að ófrávikjanleg meginregla um að halda utan um hóp af óvönu erlendu fólki var brotin í þessu tilfelli og ósvífni er fólgin í því að skella skuldinni á fólkið, sem í lenti í hremmingunum. 

Í ofangreindum tilfellum varð ekki mannskaði og því er enn von um að hægt sé að afstýra því að stórslys verði. 

Eiga þeir þakkir skildar sem nú ætla að grípa til löngu tímabærra aðgerða. 

Þess má geta að ef fara á er um hálendisslóðir getur verið ágætt að hringja í veðursímann 9020600 og hlusta ekki aðeins á landshlutaspár, heldur líka á flugveðurspána. 

Þar er spáð fyrir um vind í 1500 metra hæð yfir suðvestanverðu landinu sem oftast er miklu meiri en vindurinn niður við jörð. 

Sömuleiðis er hægt að sjá rakastigið á veðurstöðvum um allt land með því að fara inn kort á vedur.is. en eftir því sem það nálgast meira 100% er það vísbending um úrkomu og skyggni

Ekki veit ég til þess að nokkrir í ferðaþjónustunni nýti sér þessa þjónustu sem augsjáanlega þarf að auglýsa miklu betur en gert hefur verið. 


mbl.is Ferðaþjónustan sýni samfélagsábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Mountaineers." Monthanar!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.1.2017 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband