Góð frétt fyrir Íslendinga.

Það eru góðar fréttir fyrir fjölmargar þjóðir, sem standa stundum nærri því að komast á HM í knattpyrnu en tekst það ekki, að þáttökuþjóðum á mótinu sjálfu verði fjölgað. 

Fjölgunin þarf ekki að þýða að leikjum á mótinu fjölgi að sama skapi, heldur er hægt að fækka leikjunum sem hver þjóð leikur til að vega upp á móti leikjafjölgun, ef það er talið æskilegt.

Íslendingar hafa fyrr en nú eignast landslið, sem hefur náð býsna langt í ákveðinn tíma en ekki tekist að halda jöfnum styrkleika nógu lengi.

Má nefna sem dæmi liðið, sem gerði jafntefli við heimsmeistara Frakka hér heima um síðustu aldamót og velgdi þeim undir uggum með glæsilegri frammistöðu í síðari þjóðanna á troðfullum þjóðarleikvangi Frakka í París.

Nú höfum við eignast landslið með stöðugari hámarksgetu en áður þekktist og þar með lifnar yfir draumnum um að komast á HM og helst með sama glæsibrag og á EM síðastliðið sumar.  


mbl.is FIFA samþykkir fjölgun liða á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vera má, að í þrengsta skilningi sé fjölgun í 48 góð frétt fyrir íslenzkan fótbolta. Alvarlegra er að þetta er afspyrnu vont fyrir fótbolta yfirleitt og þá sem horfa á hann. Hvatinn er meiri auðsöfnun fyrir FIFA og atkvæðasöfnun í kosningum innan FIFA. Sveiattan.

Þætti þér, Ómar, gott ef þátttöku þjóðum í HM yrði fjölgað í 192, eða 152, eða bara 92? Í öllum þessum tilvikum hefði íslenzka landsliðið góða möguleika á að komast á HM, en hvers virði væri það. Rétt er að hafa í huga, að þjóðum á EM 2016 var fjölgað úr 16 í 24 og afleiðingin var að spilað var upp á jafntefli í óeðlilega mörgum leikjum og þeir afspyrnuleiðinlegir. Og á meðan ég man, Ísland hefði væntanlega komizt á EM, þótt þáttökuþjóðir hefðu bara verið 16.

Jakob

Jakob R. Möller (IP-tala skráð) 10.1.2017 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband