Vonandi hætt að draga lappirnar.

Á vönduðu málþingi á vegum Verkfræðingafélags Íslands fyrir meira en þremur árum, ef ég man rétt, var norskur sérfræðingur í rafbílum frummælandi og bæði þáverandi forseti Íslands og forsætisráðherra voru viðstaddir og töluðu um hraðar og markvissar aðgerðir hér á landi til að fylgja Norðmönnum eftir. Renault Twizy

Ekki hefur verið staðið við stóru orðin, alls ekki. 

Ég lét þau orð falla að ég ætlaði mér að minnka kolefnisspor mitt um allt að helming. 

Hafði í huga "rafbíl litla mannsins" Renault Twisy, en þegar það reyndist of dýrt átak fyrir mig varð lausnin fólgin í tveimur aðgerðum. Sörli. Bakkasel.

"Orkuskipti - koma svo!" "Orkunýtni - koma svo!"  Þetta voru tvenn kjörorð sem sett voru á flot hér á blogginu, á Youtube, á facebook í fyrra og hitteðfyrra og með tilheyrandi aðgerðum á vistvænum fararskjótum 18.-20. ágúst 2015 og 18.-19. ágúst 2016. 

Í aðgerðinni "Orkuskipti - koma svo!" 18. - 20. ágúst 2015 var farið á rafreiðhjólinu Sörla, sem eingöngu var knúið rafmagni, en pedulunum kúplað frá, frá Akureyri til Reykjavíkur fyrir 115 krónur í orkukostnað á einum sólarhring og 18 klukkustundum frá rásstað á Akureyri til heimilis míns í Reykjavík. Honda PCX, Léttir, Fljótum, Skagafirði (2)

Í aðgerðinni "Orkunýtni - koma svo!" 18. - 19. ágúst 2016 var farið á þjóðvegahraða á vespuvélhjólinu Létti frá Reykjavíkur til Akureyrar á 5 klst 40 mínútum brúttó fyrir 1900 krónur í bensínkostnað. Eyðsla 2,5 lítrar á 100 kílómetra.  

Stansað var í þrjár klukkustundir á Akureyri við blogg, facebook, ljósmyndun og fleira stúss, en síðan haldið áfram í 22 klst brúttó, og farinn allur hringurinn um Fjarðaleið, hringurinn því 1340 km á 31 klst brúttó, en 28 klst ef fjölmiðlunarstarf er dregið frá.

Eyðsla 2,6 l/100 km að meðaltali og bensínkostnaður allan hringinn varð innan við 6700 krónur.Nissan Leaf

Eyðsla og kostnaður í ferðum á svona fararskjótum er brot af því sem er á ódýrustu og sparneytnustu bílum.   

Þróun þessara mála er alltof hæg hér á landi, það sést til dæmis vel á samanburði við Norðmenn, - við drögum einfaldlega lappirnar,  einkum þegar þess er gætt að engin þjóð í heimi á eins gott með að skipta um orkugjafa og hér.

Hraðar framfarir eru í gerð rafbíla og næsta sumar stefni ég að þriðju aðgerðinni, sem gæti fengið heitið "orkudrægni - koma svo!"

Og ég hef ekki gefið upp vonina um Renault Twizy eða notaðan rafbíl af minnstu gerð þótt ég hafi síðastliðið sumar náð því takmarki að minnka kolefnisspor mitt um að minnsta kosti 60% með því að taka reiðskjótana tvo í notkun.   


mbl.is Brýnt að fylgja eftir orkuskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Til hvers ertu að þessum sjálfspyndingum Ómar minn, fara á hausinn á þessu helvítis hjóli,sem Hjalli má öll eiga fyrir mér,beinbrjóta þig og hvaðeina, far á lífshættulegy mótorhjól á þinum aldri, þegar Kínverjar gefa skít í þetta allt og moka bara meiri kolum á katlana. Fáðu þér heldur áttsílindra Kadillakk eins og ég og keyrðu eins og maður öruggur um líf og limi svo konan og krakkarnir já og öll þjóðin með þurfi ekki að vera með lífið í lúkunum yfir því að þú gerir einhver helvítis asnastrik í umferðinni eða einhver keyri yfir þig og þá bara engir Ómars brandarar meir. Vertu nú skynsamari það sem eftir er og njóttu lífsins í öryggi og aðgætni

.

Halldór Jónsson, 11.1.2017 kl. 21:36

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta kolefniskjaftæði hans Al Gore er hvort sem er kjaftæði frá rótum sme hann fer ekki eftir sjálfur að minnsta kosti þegar hann djettar um háloftin. Hlustaðu á Burt Rutan sem segir að allt þetta global warming sé kjaftæði frá rótum sem það er. Allt ósannað bullshit.

Halldór Jónsson, 11.1.2017 kl. 21:40

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þökk almættinu fyrir svona hugsandi menn eins og Halldór er.....

Ragna Birgisdóttir, 11.1.2017 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband