19.1.2017 | 09:35
Mannsheilarnir fylgja ekki tölvubyltingunni.
Darwin fann það út að þeir hæfustu lifðu frekar af en hinir. Hæfnin gat falist í einstaklingsgreind og líkamsburðum, en einnig í hæfileikanum til að ná árangri með samvinnu.
Þótt tölurnar sýni að menntunarstig þjóða fari hækkandi og nái æ meiri útbreiðslu virðist ekki þar með sagt að hegðun og siðfræði taki framförum, heldur sé aukin tækni og þekking oft þvert á móti notuð furðu oft á bæði heimskulegan og skaðlegan hátt hjá sumu langskólagengnu fólki.
Þótt greind hjá tölvum fari hratt fram virðist annað gilda um mannsheilana.
Sætir oft undrum sú steypa sem vellur upp úr hámenntuðu fólki á sama tíma sem aðrir komast býsna vel af sem láta hið svokallaða brjóstvit ráða.
Til dæmis fer ekki miklum sögum af afburða gáfum vefnaðarvörukaupmanns frá Missouri að nafni Harry S. Truman, sem varð gjaldþrota og eyddi næstu áratugum eftir það til að koma undir sig fótum á ný.
Hann fór út í pólitík og þótti standa sig það vel í störfum fyrir sérstaka nefnd, sem sett var á fót til að endurbæta meðferð Bandaríkjahers á ríkisframlögum og varð síðan fyrir duttlunga örlaganna meðal merkari forseta Bandaríkjanna.
Greindarvísitala lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski er hæfileikinn til samvinnu einmitt ástæða þess að kenning Darwins "The survival of the fittest" á síður við um mannskepnuna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2017 kl. 11:41
Það hefur lengi verið þekkt staðreynd að hinir minna greindu eignist að meðaltali mun fleiri börn en þeir sem teljast gáfaðir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2017 kl. 11:45
Það er mjög áhugavert ef Íslenskri erfðagreiningu hefur tekist að finna "greindargenið".
Verður forvitnilegt þegar hún fer að bera greindargen Íslendinga saman við Gyðinga eða Gambíumenn svo að dæmi séu tekin af handahófi.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 19.1.2017 kl. 12:07
Ómar, var það ekki mannsheilinn sem skóp tölvurnar?
"Það hefur lengi verið þekkt staðreynd að hinir minna greindu eignist að meðaltali mun fleiri börn en þeir sem teljast gáfaðir."
Rangt Gunnar Th. ...þeir sem hafa minni menntun, en ekki minni greind.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.1.2017 kl. 12:36
Haukur, að meðaltali eru hinir greindari með meiri menntun
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2017 kl. 12:49
Gunnar Th.(12:49). Ekki í lítt þróuðum löndum.
Það er bara ekki svo langt síðan að kjánarnir á klakanum fóru í framhaldsnám, því fæddir af efnuðum foreldrum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.1.2017 kl. 13:37
Truman var sá eini sem ekki reyndi að græða á Forsetaembættinu. Kom blankur til Washington og fór blankur. Missti aldrei svefn vegna Hirosima og Nagasaki hvað sem kommatittirnir djöfluðust á honum. Var bara hann sjálfur, einbeittur og heiðarlegur.Rak McArthur út úr Kóreu. Þegar sá ætlaði að vjóða sig fram geng Trumann sagði hann: Látið helvítið bara tala.Og það dugði.
Halldór Jónsson, 19.1.2017 kl. 13:42
Man svo vel eftir því að það sem vakti athygli mína þegar ég kom til Aþenu í fyrsta sinn var stytta af Truman. Hallo, stytta af Truman í Grikklandi. What the hell? Jafn fáránlegt og að konungur Grikkja var Bauni,"Oberhaupt" í landi sem var og er talið vera vagga vestrænnar menningar. Mér var sagt að Truman hafi átt stóran þátt í því að auðvaldið náði völdum í Grikklandi. Í mínum augum var Truman “ein Esel.” “Extremely unintelligent.”
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.1.2017 kl. 14:33
Haukur, í fréttinni segir:
"Eftir því sem menntunarstig fólks er hærra eignast það færri börn. Þetta hefur það í för með sér að gáfnafari fólks hnignar."
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2017 kl. 14:51
Gott og vel Gunnar Th. Viðurkenni að ég las ekki "fréttina", nennti því ekki. Enda ein af mörgum bull fréttum frá deCODE Genetics.
Dr. Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.1.2017 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.