Leitarskilyrði skána. Málið enn óupplýst og galopið.

Nú er komin mikil þíða og nýfallinn snjór mun því sjatna hratt. Við það munu skilyrði til leitar að Birnu Bjránsdóttur skána. 

Mannshvörf eru einhver erfiðustu mál sem lögregla og yfirvöld fá til að fást við. Það er vegna þess að meðan manneskja finnst ekki, vantar aðal sönnunargagnið í því mannshvarfsmáli, hina týndu manneskju sjálfa.

Samanburður á mannshvörfum er áhugaverður.

Guðmundur og Geirfinnur hurfu og vegna skorts á þeirri tækni sem nú er beitt, voru ekki minnstu efnisleg gögn handbær um ferðir þeirra í fylgd með sakborningum í þeim málum né heldur um að þeir væru látnir. 

Ónafngreindur Íslendingur hvarf, staddur í Bandaríkjunum og var í framhaldinu úrskurðaður látinn. Hann birtist síðan sprelllifandi á Íslandi tólf árum síðar. Ekkert sakamál varð til. 

Meginregla vestræns réttarríkis er að hver maður skal álitinn sýkn saka nema sekt hans sé sönnuð.

Önnur regla er orðuð svona: "In dubio pro reo", eða: "Allur vafi skal túlkaður sakborningi í vil."

Þess vegna er þetta nýjasta mannshvarf enn óupplýst og galopið og nauðsynlegt að hrapa ekki að neinu, heldur sýna þolinmæði og biðlund.   


mbl.is Sex sólarhringar frá hvarfi Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Stuttu eftir miðnætti í nótt las ég á einhverjum netfréttamiðli að það væru 6 sólahringar frá hvarfi Birnu Brjánsdóttur?

Er ekki réttar dagsetningar á myndböndunum sem hafa verið til skoðunar?

Allir eru saklausir af grun um glæp, uns sekt er sönnuð. Það má ekki endurtaka fleiri dómsmorð á Íslandi en orðið er. Það verður að snúa af þessari villimennskunnar dómsvegferð á Íslandi.

Birna mun koma aftur og verða til frásagnar, hvernig og hvenær sem það verður. Það er ég viss um. Það er fleira milli himins og jarðar heldur en það sem við sjáum með berum augum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.1.2017 kl. 10:49

2 identicon

Ef búið er að finna lífsýni úr konunni í þessum títt nefnda bíl þá er málið ekkert galopið lengur. Það er hins vegar rétt að sýna þolinmæði.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 20.1.2017 kl. 10:52

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það verður að rannsaka hvíta sendiferðabílinn neðst á skólavörðustíg, sem hefur komið fram í myndbandi, nýlega birtu á einhverjum netmiðlinum. Held það hafi verið á Stundinni.

Það er eini bíllinn sem mér finnst grunsamlegur í sambandi við þetta mál, miðað við öll púslin sem ég hef lesið, séð, skynjað og skilið undanfarið.

Fjölmiðlar eru til gagns ef þeir leitast við að vera heiðarlegir, traustir og fjöl-miðlunar trúverðugleikans verðir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.1.2017 kl. 11:05

4 identicon

Ég er gamall Grænlandsfari og þekki allmjög vel til Grænlendinga og er afstaða þeirra almennt til Íslendinga góð.  Ég tel rannsóknina í þessu máli all furðulega, tveir óheppnir Grænlendingar á röngum stað á réttum tíma og síðan heil skipshöfn grunuð um eignarhald á 20 kílóum af hassi.  Hér hafa fordómar tekið öll völd.  Það er þekkt staðreynd að í máli sem þessi, hvarf ungu konunnar, að 95% líkur séu á því að aðild málsins sé sú að Íslendingur eða Íslendingar eigi hér þátt að máli en 5% líkur að það séu óskyldir aðilar.

Dæmi:  Skórnir sem finnast í eða við höfnina 350 metrum frá skipinu og eru sagðir tilheyra konunni sem leitað er að.  Fór konan úr skónum áður enn hún hvarf í sjóinn,?  Voru skórnir teknir af konunni og þeim komið fyrir til að láta líta út sem hún hefði sjálf farið í sjóinn.?  Að tengja skóna við Grænlenska skipið er tilviljun ein.  Væri ekki eðlilegra fyrir rannsakendur að tegnja týndu konuna við Hagkaup, þar sem hún starfaði.  Átti hún sér ástmann, hugsanlega giftur maður, hugsanlega yfirmaður hennar.?  Var hann hugsanlega að klára sína vakt þarna um morguninn sem skýrir af hverju hún var á ferðinni klukkan hálf sex að morgni um miðjan vetur í janúar.?  Ég krefst þess að rannsakendur opni þetta mál upp á gátt og skoði hugsanlega  íslensku aðildina að þessu mannshvarfi.  Skoði inn í ruslagáma hjá Hagkaup, Garðabæ.  Grænlendingar eru almennt glaðlynt meinleysis fólk, sérstaklega þeir sem eru að keyra bíl um miðja nótt, bláedrú.  Þeir geta þó verið varasamir undir áhrifum áfengis, eins og lögreglan í Grænlandi þekkir manna best.  Í þessu máli hafa fordómar gegn Grænlendingum tekið öll völd, því þarf að breyta og það þarf að stöðva. 

Guðbrandur Jónsson (IP-tala skráð) 20.1.2017 kl. 13:48

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Nú er auglýst eftir dagsettu myndefni úr bílum. Það er einungis auglýst eftir myndefni um rauða bílnum, en ekki hvíta sendiferðabílnum neðst á Skólavörðustíg?

Hvort er verið að vinna með fíkniefnamálið, eða hvarf Birnu?

Það hefur ekkert sönnunargagn komið fram í fréttum, sem segir að hvarf Birnu tengist rauða bílnum eitthvað frekar heldur en hvíta sendiferðabílnum?

Mannslíf er meira virði heldur en fíkniefna-refsidómagleði ó-réttarríkisins Íslands!

Guðsvættir góðir hjálpi fólki að skilja mikilvægan muninn á siðmennsku og villimennsku.

Ég er ekki að vantreysta Grími Grímssyni né hans liðsfólk í lögreglunni, sem standa fyrir svörum fjölmiðla, og undir mikilli pressu fjölmiðlanna. Og jafnvel undir pressu annarra valdníðskúgandi afla, sem ekki hafa hingað til þurft að svara fyrir eitt eða neitt af sínum hvítflibbaglæpum!

Hvar mætast yfirmanna-ábyrgðir neyðarlínunnar, björgunarsveitanna og pressaðri lögreglu sem fer með ábyrgð og rannsókn þessara tveggja óskyldu mála?

Það dugar lítið að fá sýnarannsókn erlendis frá, ef sú rannsókn byggist á svipuðu fúski eins og Þýsku Schütz-skröltorma "björguninni" í Guðmundar og Geirfinnsmálinu á sínum tíma!

Engin sönnunargögn í því máli ca. 40 árum seinna?

"Réttarríkið" er enn óverjandi ó-réttarríki!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.1.2017 kl. 14:18

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Anna Sigríður, Guðbrandur og Þorsteinn.: Lokið á ykkur þverrifunni og hafið vit á að hætta þessu einskinýta gaspri út á miðlana. Sjáið ykkur sóma í að hreinlega grjóthalda kjafti. Er hálmur á milli eyrna ykkar?

Síðuhafi ætti virkilega að reyna að fara.......að með gát, í fabúleringum sínum. Blaður hans kveikir aðeins elda meðal bjálfa þeirra sem hér eru að ofan beðnir að steinþagna. 

Aðgát skal höfð í nærveru sála. Sála sem óttast, sála sem elska, sála sem sakna, sála sem trúa ekki þeirri stöðu sem uppi er, beggja vegna borðs.

 Að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.1.2017 kl. 03:07

7 identicon

Halldór Egill Guðnason.

Það fer þér ekki að hafa í hótunum við skoðana og málfrelsið.  Fyrir nokkrum árum var ungur mað týndur í fleiri daga.  Aðal maðurinn í leitinni og fremstur á milli lögreglumanna og leitarflokka var morðinginn sjálfur.  Það sem gerist einu sinni getur gerst aftur.  Ég læt Halldór Egill Guðnason ekki hóta mér í þessu lífi.

Guðbrandur Jónsson (IP-tala skráð) 21.1.2017 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband