21.1.2017 | 20:09
Kannski betra en að fá Norðmennina?
Það er lið í sköpun, nýtt handboltalandslið Íslands, þar sem það kemur fyrir að nær allir leikmennirnir inni á vellinum eru nýliðar, allt niður í 19 ára gamlir.
Ef rétt er á spilum haldið er hægt að nýta þessa fyrstu reynslu nýs landsliðsþjálfara og hálfgerðu unglingaliði hans og byggja upp nýtt öflugt framtíðarlandslið í fremstu röð.
Það var engin skömm að því að tapa fyrir heimsmeistrunum með sex marka mun miðað við það, að Makedóníumenn, sem við gerðum jafntefli við í riðlakeppninni, voru hreinlega kjöldregnir af Norðmönnum, sem við hefðum annars lent á móti.
Það er mikill munur á því að tapa fyrir þeim eða heimsmeisturunum fyrir framan metfjölda áhorfenda.
Það eru jákvæð teikn á lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Framtíðin er björt. Ég horfði á leikina og hafði gaman af að sjá drengina ungu fá eldskírnina. Gleymum ekki að við vorum án eins besta leikmanns heims Arons Pálmarssonar. Það fara fáir í skóna hans. Hefðum jafnvel komist lengra með hann.En það er þetta ef.........Aron kemur vonandi fljótlega inn aftur heill heilsu og mun láta til sín taka
Ragna Birgisdóttir, 21.1.2017 kl. 20:17
Það skiptir engu máli hvort að einhverjum bolta sé hent fram og til baka.
Jón Þórhallsson, 21.1.2017 kl. 20:29
Það gengur bara betur næst - Myndband
Þorsteinn Briem, 21.1.2017 kl. 21:16
Þessir nýju eru samt ekki eins góðir og þeir gömlu voru, að mínu mati. Það er enginn Óli Stef þarna, enginn Enginn Dagur.
Það er bæði það að einstaklingar eru ekki eins góðir og þeir gömlu heldur virðist breiddin líka minni núna sem sést td. á því að þegar Aron og Petterson duttu út, þá gat Ísland ekki telft fram afgerandi útimönnum, leikstjórnendum eða skyttum.
Vissulega alveg efnilegir nýjir aðilar þarna kornungir, tæknilega mjög færir en samt alveg óvíst hvernig þróast.
Er auðvitað svo mikil samkeppni orðin frá öðrum íþróttagreinu. Fótboltinn tekur sitt og svo líka fullt af öðrum greinum, sund, körfubolti og fleira og fleira. Svo mikið úrval.
Vissulega er Ísland samt enn sterk og merkileg handboltaland eða lið en það er ekki viðloðandi topp 10 eða jafnvel topp 6 eins og var fyrir nokkrum árum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.1.2017 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.