23.1.2017 | 21:12
Sætt sameiginlegt skipbrot? Nei.
Það voru miklu meiri væntingar, sem gerðar voru til liða Þýskalands og Danmerkur heldur en til liðs Íslands. Þess vegna má líta á vonbrigðin með árangur Dags og Guðmundar út frá tveimur mismunandi sjónarmiðum.
Annars vegar er ekki lengur hægt að tala um áberandi mun á gengi þessara þriggja liða hvað það varðar að þau féllu öll í keppni í sextán liða úrslitum, - nokkuð sem fáir hefðu búist við af Dönum og Þjóðverjum.
Einhverjum kynni að detta í hug orðtakið "sætt er sameiginlegt skipbrot" að þessu leyti, en það er bara ekki þannig, heldur eru það mikil vonbrigði að þrír íslenskir landsliðsþjálfarar skyldu falla úr keppni á sama tíma.
Nú er bara að vona að Svíar komist sem allra lengst.
Ísland endaði í 14. sæti á HM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.