Árin 1939 - 2015 snerumst um brýr frekar en múra.

Á síðustu öld og fyrstu fimmtán ár þessarar aldar var það ríkjandi viðhorf á Vesturlöndum að trúa frekar á brýr en veggi, frekar á samvinnu en hindranir og sundrungu. 

Heil heimsstyrjöld fór í það að andæfa fyrirætlunum nasista um að stunda nokkurs konar aðskilnaðarstefnu þar sem "ofurmenni" hins "aríska kynstofns", hugtaks sem var mannfræðilegt bull, nytu forréttinda fram yfir "óæðri kynstofna" eins og slavneskar þjóðir, sem yrðu þrælar yfirþjóðarinnar.

Og Gyðingum yrði að útrýma.

Alþjóðasamfélagið háði glimu viðskiptaþvingana við Suður-Afríku vegna aðskilnaðarstefnunnar (Apartheit) sem þar var beitt.

Í Bandaríkjunum stóðu innanlandsátök um aðskilnaðarstefnu hvítra gegn svörtum sem enduðu með stórum áföngum á því sviði við að byggja brýr en ekki múra.

Í Evrópu var komið á samvinnu sífjölgandi ríkja þar sem hömlum í tollamálum og atvinnumálum var aflétt.

Marshall aðstoðin byggðist á þeirri hugsun að aðstoð voldugri ríkja við hin veikari myndi á endanum verða til hagsbóta fyrir báða. 

Það er mikil einföldun hjá Donald Trump að lækkun tolla hafi eingöngu bitnað á verkafólki í bandarískum verksmiðjum. Ávöxtur bygginga brúa hefur skapað aukna velmegun í Mexíkó, sem hefur margfaldað innflutning bandarískra vara til Mexíkó og skapað mörg störf og atvinnurekstur í Bandaríkjunum.

Marshallaðstoðin gekk upp og beggja vegna Atlantsála rann upp framfaraskeið, sem í Þýskalandi og víðar í Evrópu var kennt við "efnahagsundur."

Á sama tíma staðnaði Austur-Evrópa og hrakaði svo mjög, að hið kommúniska þjóðskipulag hrundi.

Margar fátækar þjóðir í þróunarlöndunum hafa notið góðs af vaxandi alþjóðasamvinnu og hungur í heiminum hefur minnkað vegna nýrra starfa.

Nú eru kínverskir ferðamenn farnir að leggja skerf til þjóðartekna á Vesturlöndum. Árangurinn blasir hvarvetna við, líka hér á landi.

Konan mín ekur á indverskum bíl þótt hann sé á ytra borði með heitinu Suzuki Alto, en er mest keypti bíllinn á Indlandi. Fjöldi örsnauðra Indverja hefur atvinnu við að framleiða vörur, sem áður var óhugsandi að væru framleiddar í þessu fjölmennasta lýðræðisríki heims,hvað þá að þær yrðu útflutningsvörur. 

 

Gegn þessari brúabyggingu hefur nú risið vaxandi andspyrna, vegna óróa í Miðausturlöndum og misheppnaðra utanaðkomandi afskipta af málefnum þeirra, sem hefur leitt til uppgangs öfga Íslams og flóttamannastraums til Evrópu.

Brýn nauðsyn er á að greina orsakir þessa, meðal annars gömul sárindi fyrrum nýlendna Evrópuþjóða vegna fyrri kúgunar þeirra, og bregðast við hinum nýja vanda.   


mbl.is Trúir á brýr en ekki veggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðverjum og Japönum hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við aðrar þjóðir en ekki með því að leggja undir sig lönd þeirra.

Og það væri nú harla einkennilegt ef Vestur-Evrópuríkin, sem flest áttu aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu árið 1991, hefðu ekki átt nokkurn þátt í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu.

Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg lífsgæði í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru mun meiri en í Austur-Evrópu.

Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg lífsgæði og íbúar Vestur-Evrópu.

Og að sjálfsögðu einnig lýðræði, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í þingkosningum.

Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því engan veginn fyrst og fremst um trúarbrögð.

Og Austur-Evrópuríkin vildu sjálf fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að auka sín lífsgæði.

Steini Briem, 20.12.2014

Þorsteinn Briem, 24.1.2017 kl. 09:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nokkur dæmi árið 2013:

Share of world wealth:


Evrópusambandið 36,7%,

Bandaríkin 29,91%,

Frakkland 5,91%,

Þýskaland 5,35%,

Ítalía 4,92%,

Bretland 4,88%,

Kanada 2,83%,

Spánn 1,92%,

Rússland 1,51%,

Indland 1,5%,

Brasilía 1,31%.

Þorsteinn Briem, 24.1.2017 kl. 09:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... viðgengst stærsta óréttlætið í heimsviðskiptunum í formi tollamúra sem ríkustu þjóðirnar sitt hvorum megin Atlantsála hafa reist til að viðhalda ríkisstyrktum landbúnaði sínum á kostnað þróunarlandanna."

Evrópusambandsríkin flytja inn gríðarmikið af alls kyns landbúnaðarvörum frá öðrum heimsálfum.

Og eðlilegt að Evrópusambandsíkin vilji að landbúnaður verði áfram stundaður í ríkjunum, enda eru fjölmörg þeirra með bestu landbúnaðarsvæðum heimsins.

Heimurinn græðir því ekkert á að landbúnaður minnki mikið í Evrópusambandsríkjunum eða leggist þar af.

Fátæk ríki í öðrum heimsálfum þurfa sjálf þau matvæli sem þau framleiða og geta selt þau hver öðrum ef lágir eða engir tollar eru á milli þeirra.

Þorsteinn Briem, 24.1.2017 kl. 09:28

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 24.1.2017 kl. 09:29

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er Ísland nú þegar 80% í Evrópusambandinu og kjör íslenskra bænda væru ekki verri ef Ísland væri að öllu leyti í sambandinu.

Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.

Ostar
frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.

Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.

Tollar á öllum vörum
frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum.

Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.

Vextir
myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.

Þorsteinn Briem, 24.1.2017 kl. 09:31

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 24.1.2017 kl. 09:33

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5% vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 24.1.2017 kl. 09:34

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 24.1.2017 kl. 09:35

10 identicon

Þú færð þitt stríð Ómar.  Slakaðu á.

https://www.nytimes.com/2017/01/23/arts/television/katie-rich-snl-suspended-barron-trump-tweet.html?_r=0

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.1.2017 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband