24.1.2017 | 15:13
Nauðsynleg jafnvægislist fyrir Framsókn.
Hörð orð féllu oft þegar kastaðist í kekki með Gunnari Thoroddsen og fylgismönnum hans og Geir Hallgrímssyni formanni flokksins og hans fylgismönnum þegar Gunnar myndaði ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi 1980 og Sjálfstæðisflokkurinn var klofinn í herðar niður við a lenda með og á móti ríkisstjórninni.
Framsýnir menn fengu því ráðið að enginn var rekinn úr flokknum og að lagður yrði grunnur að því að hann gengi samhentur og heill til Alþingiskosninga 1983.
Eftir kosningarnar unnu þingmenn og flokksmenn saman eftir föngum að því vinna saman við að verða stærri aðilinn í tveggja flokka stjórn, sem mynduð var.
Þrír ræðumenn Framsóknar nú sýna svipað fyrirbæri. Andstæðir pólar í fyrra tala fyrir flokkinn, og auk þess einn sem hefur verið talinn standa í miðjunni.
Í gamla daga var sagt að Framsóknarflokkurinn væri jafnan opinn í báða enda og það má kannski nota það orðalag aftur nú um viðleitnina til að jafna ágreining og þétta raðirnar í pólitískri jafnvægislist.
Sigmundur talar fyrir Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvít nú sýnir Framsókn flögg,
fús þó ei til sátta,
leggst á milli Lilja Dögg,
í lökum samt þau þrátta.
Þorsteinn Briem, 24.1.2017 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.