Of stutt síðan Framsókn var í stjórn með Sjöllum?

Stjórnarandstaðan í tíð síðustu ríkisstjórnar náði býsna góðri málefnasamstöðu og batt vonir við það á fundi á Lækjarbrekku rétt fyrir kosningar að fá sjálf meirihluta í kosningunum. 

En tilkoma Viðreisnar og firnasterk oddaaðstaða þess flokks í stjórnarmyndunarviðræðum batt enda á þessar vonir. 

Björt framtíð límdi sig strax við Viðreisn, vitandi það að sá flokkur myndi á endanum ráða hvert stjórn með þátttöku hans myndi halla sér.

Því væru mestir möguleikar á stjórnarþátttöku með bandalagi við Viðreisn.

Með myndun Engeyjarstjórnarinnar var Björt framtíð komin Sjallamegin í pólitíkina og farin úr Lækjarbrekkuhópnum.

Benedikt Jóhannesson sagði strax eftir kosningar að hann myndi ekki fara í stjórn, þar sem Viðreisn yrði þriðja hjólið undir vagni fyrrverandi stjórnar Sjalla og Framsóknar.

Nú virðist svipað fyrirbæri vera ofarlega í huga hjá þingflokkum Vg, Pírata og Samfylkingar, að gefa Framsókn ekki færi á að verða fjórða hjólið undir núverandi stjórn.

Framsókn er einn af fjórum flokkum í núverandi stjórnarandstöðu og vegna þess að hún er tvöfalt stærri en Samfylking á þingi, telur hún sig eiga frekar rétt á nefndarformannssæti en Samfylking, af því að einhver af þessum fjórum flokkum getur hvort eð er ekki fengið slíkt sæti.

Það virðist uppi svipað og var í desember 1979 þegar þingflokkur Alþýðuflokksins lét sér renna úr greipum að hafa samstarf við Sjálfstæðismenn um kosningu í þingnefndir.

Jón Baldvin Hannibalsson kallaði það rúmum áratug síðar "pólitískt umferðarslys", sem orðið hefði vegna þess að einblínt hafi verið á núið í stað þess að horfa til framtíðar. 

Nú virðíst einblínt á núið og að Framsóknarmenn séu svo nýkomnir úr heitu faðmlagi við Sjalla, að ástæðulaust sé að hygla þeim með því að fá þeim formennsku í þingnefnd, þar sem þeir geti hjálpað hinni veiku nýju stjórn ef svo ber undir. 

Nú verður fróðlegt að vita hvort svona mat sé rétt þegar til lengri tíma er litið.

Það veit enginn núna, ekki frekar en að vitað sé einhver kalli þetta pólitískt umferðarslys seinna meir.   


mbl.is Gaf frá sér formennsku í þremur nefndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þing vart hafið og menn strax með munninn fullan af lygi. Bjarni Ben,Birgir Ármannsson koma hér fram fyrir alþjóð ljúga,tafsa og snúa útúr eins og sjálfstæðismenn gera best í valdagræðgi sinni.frown 

Ragna Birgisdóttir, 26.1.2017 kl. 09:17

2 Smámynd: Valur Arnarson

Ómar,

Þessi setning hér: "Stjórnarandstaðan í tíð síðustu ríkisstjórnar náði býsna góðri málefnasamstöðu..." - er mjög vafasöm.

Kjarninn í VG er andvígur ESB og kerfisbreytingum, BF eru ekkert sérstaklega hrifnir af sköttum sem hafa engan tilgang. BF og Samfó eru í Já Ísland sem vill fara í ESB sama hvað gengur á. Píratar vilja róttækar kerfisbreytingar bara breytingana vegna.

Það er engin tilviljun að það þurfti aðeins 10 mínútna langan umræðuþátt svo að Birgitta og Kata Jakobs væru komnar í hár saman. Nei, Lækjarbrekku bandalagið hefði ekki lifað lengi.

Að vilja stórefla heilbrigðiskerfið og menntakerfið eru ekki málefni í sjálfu sér, vegna þess að það geta allir verið sammála um þessi markmið. Hve langt skuli ganga í þá átt, er hins vegar umræðan endalausa.

Ríkisstjórn verður ekki mynduð hér á farsælan hátt án aðkomu Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks - sagan hefur sýnt það.

Valur Arnarson, 26.1.2017 kl. 09:21

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Björt framtíð límdi sig strax við Viðreisn, vitandi það að sá flokkur myndi á endanum ráða hvert stjórn með Viðreisn myndi halla sér og því mestir möguleikar á stjórnarþátttöku með honum."

Viðreisn útilokaði einungis að vera í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum.

Hægri flokkarnir Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafa ekki meirihluta á Alþingi og ekkert óeðlilegt við að miðjuflokkurinn Björt framtíð myndi ríkisstjórn með þessum flokkum.

Þar að auki eru bæði Viðreisn og Björt framtíð frjálslyndir flokkar sem vilja aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband