Mikilvægt atriði, jafnvel milljarða virði.

Það er ekki langt síðan að fáum hefði dottið í hug að Íslendingar vektu athygli erlendis fyrir afburða matargerð. En sú er raunin, jafnvel þar sem samkeppnin er hörðust á álþjóðlegum keppnismótum í matargerð. 

Það er heldur ekki langt síðan að fáum hefði flogið í hug að þetta hefði hið minnsta gildi. 

Og engan veginn neitt fjárhagslegt gildi fyrir íslenskt þjóðarbú á þeim tímum sem matargerð hefði verið flokkuð með fjallagrasatínslu og lopapeysugerð sem dæmi um hið fánýta "eitthvað annað en stóriðja", sem væri einskis virði. 

Ferðaþjonusta féll á þessum árum undir vonleysistalið um "eitthvað annað", en nú hefur annað komið á daginn, hinir stórkostlegu möguleikar þessarar mestu gjaldeyrisuppsprettu þjóðarinnar og burðarási í öflugra efnahagslífi. 

Þótt einstæð náttúra Íslands sé og fái vonandi að verða áfram helsta aðdráttaraflið fyrir erlenda ferðamenn er það líka gulls ígildi að önnur atriði séu í lagi, hvað þá ef þau verða alþekkt. 

Það er aðlaðandi fyrir ferðafólk að njótaa góðrar tónlistar og annarrar menningar og afþreyingar, góðra hótela og annarrar nauðsynlegrar aðstöðu og ekki hvað sist góðs matar. 

Hvert þessara atriða getur verið milljarða virði og ef svo fer að íslensk matargerð verði rómuð verður það dýrmætur plús. 


mbl.is Ísland í þriðja sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vill svo til að útlendingarnir eru eins og við. Þegar við förum til útlanda þá er sama hversu góð steikin er paella verður Spænsk matargerð. Hér er það sama, sama hversu góð steikin er þá verður úldinn hákarl og súr hvalur það sem útlendingarnir muna sem Íslenska matargerð. Íslensk matargerð verður seint rómuð, rétt eins og þó Bretar eigi marga góða kokka þá er Bresk matargerð ekki hátt skrifuð.

Og þetta "eitthvað annað" var aldrei skilgreint. Það var ekki ferðaþjónustan frekar en rauðvínsgerð eða kaktusræktun. Það var bara eitthvað annað en það sem stóð til boða. Og ferðaþjónustan eins og hún er í dag hefði ekki bjargað því sem álverið og virkjunin björguðu fyrir austan. Austfirðingar græða lítið á öllum túristunum í Reykjavík.

Vagn (IP-tala skráð) 26.1.2017 kl. 14:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendir ferðamenn kaupa mikið af íslenskum landbúnaðarafurðum í verslunum og veitingahúsum hér á Íslandi og það er að sjálfsögðu útflutningur á íslenskum landbúnaðarafurðum.

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 18:35

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.

Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.

Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.

Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 18:37

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Fljótsdalsstöð fer fram raforkuvinnsla Kárahnjúkavirkjunar, afl stöðvarinnar er 690 MW og raforkan fer öll til álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði.

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 18:39

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hversu mörg stóriðjufyrirtæki verða annars staðar en í Hafnarfirði, Helguvík, á Grundartanga, Húsavík og Reyðarfirði?!

Hvernig ætla Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn þá að auka hér hagvöxt?!

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 18:43

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.

Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 18:43

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."

En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.

Þjónusta
- Vörur

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 18:44

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 18:45

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun."

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 18:46

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.

Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.

Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.

Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.

Samtök iðnaðarins:

"Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu en einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu og um 70% eru flutt úr landi."

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 18:48

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2015:

"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.

Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."

Ásgeir Jónsson hagfræðingur útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 18:49

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Febrúar 2009:

"Virðisauki af starfsemi stóriðjuvera hér á Íslandi er ekki mikill.

Samkvæmt ársreikningum þeirra álvera sem störfuðu hér á árinu 2007 má áætla að hjá þeim sé virðisaukinn samtals um 25 milljarðar króna, sem svarar til um 1,8% af vergri þjóðarframleiðslu.

Virðisaukinn lendir að 2/3 hlutum hjá erlendum eigendum álveranna en einungis 1/3 hjá íslenskum aðilum, sem svarar til 0,6%-0,7% af þjóðarframleiðslunni.

Virðisauki vegna sölu á aðföngum til stóriðju er að mestu leyti hjá orkusölum en ekki eru tiltækar talnalegar upplýsingar um hann.

Verð á raforku til stóriðju bendir þó til þess að hann sé ekki mikið umfram vaxtagreiðslur orkuveranna sem renna úr landi og viðunandi ávöxtun eiginfjár.

Því eru líkur á að arður af orkulindinni, auðlindarentan, renni nær óskipt til orkukaupendanna, stóriðjuveranna."

Efnahagsleg áhrif erlendrar stóriðju hér á Íslandi - Fyrrverandi ríkisskattstjóri

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 18:53

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2013:

"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Félagið fær sérstakar skattaívilnanir vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.

Ríkið greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.

Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.

Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 18:55

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 18:56

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2015:

"Íslands­banki spá­ir því að út­flutn­ings­tekj­ur ferðaþjón­ust­unn­ar verði 342 millj­arðar króna í ár, eða ríf­lega ein millj­ón krón­a á hvern Íslend­ing.

Grein­in hef­ur vaxið mun hraðar en hag­kerfið og með sama áfram­haldi verða tekj­urn­ar farn­ar að nálg­ast út­gjöld rík­is­ins inn­an nokk­urra ára en þau eru áætluð um 640 millj­arðar króna í ár."

"Ingólf­ur Bend­er, for­stöðumaður Grein­ing­ar Íslands­banka, seg­ir ferðaþjón­ust­una orðna "lang­um­fangs­mestu at­vinnu­grein þjóðar­inn­ar á mæli­kv­arða gjald­eyrisöfl­un­ar.""

Spá 342 millj­arða króna útflutningstekj­um ferðaþjónustunnar árið 2015

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 18:57

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2016:

"Helga Árna­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar seg­ir að umræðan um fjár­mögn­un innviða ferðaþjón­ust­unn­ar sé á villi­göt­um.

"Hvernig stend­ur á því að stjórn­mála­menn velti fyr­ir sér af hverju þurfi að eyða fjár­mun­um í ferðaþjón­ust­una?," spurði hún á fundi sem Íslands­stofa boðaði til í morg­un um sam­starf og markaðssetn­ingu er­lend­is á ár­inu 2016.

Helga sagði að stjórn­mála­mönn­um ætti að vera ljóst að um góða fjár­fest­ingu sé að ræða sem muni skila sér marg­falt til baka.

Hún nefndi að inn­an 15 ára geti gjald­eyris­tekj­ur Íslands í ferðaþjón­ust­unni numið svipaðri tölu og heild­ar­gjald­eyris­tekj­ur þjóðar­inn­ar eru í dag.

Einnig sagði Helga að áætlað sé að gjald­eyris­tekj­urn­ar í ferðaþjón­ust­unni hafi auk­ist um 100 millj­arða króna frá ár­inu 2013 til 2015.

"Stund­um finnst mér eins og stjórn­mála­menn séu ekki til­bún­ir til að samþykkja þenn­an nýja veru­leika," sagði hún.

"Það þarf að byggja upp innviði fyr­ir þessa at­vinnu­grein eins og aðrar.

Upp­bygg­ing­in nýt­ist okk­ur öll­um vel.""

Umræðan um fjármögnun innviða ferðaþjónustunnar er á villigötum - Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 18:59

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5% vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 19:11

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 26.1.2017 kl. 19:11

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það reyndi aldrei á það hvort Norðausturhálendið sem þjóðgarður á Heimsminjaskrá UNESCO með ósnortna einstæða náttúru gæti orðið að stærsta aðdráttaflinu fyrir ferðaþjónustuna á Austurlandi. 

Landsvirkjun birti glæsimyndir af Kárahnjúkastíflu með blátæru Hálslóni sem aðal ferðamannamiðstöð og útivistarsvæði þessa landshluta, þar sem var krökkt af ferðamönnum. 

Á góðviðrisdögum með hnjúkaþey fyrri hluta sumars er þar ólíft vegna leirfoks úr þurrum vatnsbotni lónstæðisins og hið blátæra Hálslón, þar sem sést til botns á mynd Landsvirkjunar, er með 5 sentimetra skyggni, enda er það mesti drullupollur í í Evrópu og þótt víðar væri leitað.

Glansmynd Landsvirkjunar er í skásta falli grátbroslegur brandari.    

Ómar Ragnarsson, 26.1.2017 kl. 21:27

23 identicon

Það reyndi heldur aldrei á það hvort Norðausturhálendið sem malbikað bílaplan og gókartbraut gæti orðið að stærsta aðdráttaaflinu fyrir ferðaþjónustuna á Austurlandi. 

Til að komast á Heimsminjaskrá UNESCO þarf meira til en að sérvitringur óski þess frekar en virkjunar. Og það að komast á Heimsminjaskrá UNESCO er engin trygging fyrir heimsóknum, atvinnu og tekjum.

Austfirðir stefndu hratt í það að leggjast í eyði og virkjunin og álverið stöðvuðu það. Ekki einhver skráning í fantasíuheimi. Ekki flóð ferðamanna með alla vasa fulla af peningum. Ekki fjallagrasatínsla og ekki Ómar Ragnarsson með gagnslausar hugmyndir 20 árum of seint.

Vagn (IP-tala skráð) 26.1.2017 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband