1.2.2017 | 23:18
Misjafnar skoðanakannanir. Lýðræði getur falist í fasisma.
Í skoðanakönnun sem Telegraph greinir frá, eru fleiri, þó ekki meirihluti Bandaríkjamanna, fylgjandi aðgerðum Donalds Trumps en eru andvígir þeim.
Þegar öðruvísi er spurt af öðrum fjölmiðlum eru hins vegar færri sem telja sig öruggari heldur en hinir sem telja sig óöruggari eftir að tilskipunin tók gildi.
Nú má heyra raddir um að ef meirihluti sé fylgjandi því sem gert er, hljóti það að vera rétt.
En svo gallalaust og fullkomið er lýðræðið því miður ekki og hægt að benda á sláandi dæmi um slíkt.
Þannig hlaut nasistaflokkur Adolfs Hitler aldrei fleiri en um 40% atkvæða í lýðræðislegum kosningum í Þýskalandi á árunum 1932 til 1933.
Til þess að komast til valda í meirihlutastjórn þurfti Hitler því að gera ýmist bandalag við aðra flokka eða að bjóða fram í samvinnu við þá.
19. ágúst hafði hann verið við völd sem kanslari í eitt og hálft ár, og lagði þá fram tillögu til þjóðaratkvæðis um það að kanslaraembættið og forsetaembættið yrðu gerð að einu embætti "Foringjans", "Der Fuhrer" eftir lát Hindenburgs forseta.
90% kjósenda studdu þá tillögu og samþykktu með því að afnema lýðræðið og fallast á fasíska stefnu hins einráða "Foringja."
Þriðjungur telur sig öruggari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Public opinion in Britain and the Commonwealth was disappointed that the U.S. was not entering the war.
Churchill admitted that he had hoped the U.S. would decide to commit itself.
The United States did not enter the War until after the Japanese Attack on Pearl Harbor on 7 December 1941."
Þorsteinn Briem, 1.2.2017 kl. 23:38
KAFFIKORGUR- RASISTI..........TEPOKI- ÍHALD..........RISAEÐLA.....ÖFGAHÆGRI.
Ragna Birgisdóttir, 1.2.2017 kl. 23:38
Hver var svo staðan í Evrópu eftir Seinni heimsstyrjöldina?!
Öll ríki í austurhluta Evrópu kommúnistaríki, vestur að Vestur-Þýskalandi og Austurríki, þar með talin öll ríkin á Balkanskaga fyrir utan Grikkland, en Spánn og Portúgal fasistaríki.
Sem sagt, langstærsti hluti Evrópu einræðisríki eftir Seinni heimsstyrjöldina.
Og þýskar borgir í rústum eftir loftárásir Bandamanna.
"After liberation, Greece experienced a bitter civil war between communist and anticommunist forces, which led to economic devastation and severe social tensions between rightists and largely communist leftists for the next thirty years."
"After World War II Spain was politically and economically isolated, and was kept out of the United Nations.
This changed in 1955, during the Cold War period, when it became strategically important for the U.S. to establish a military presence on the Iberian peninsula."
Þorsteinn Briem, 1.2.2017 kl. 23:39
Bandaríkin og Rússland eru langt frá því að vera óvinaríki, enda eru bæði ríkin nú kapítalísk lýðræðisríki, þótt ýmsum þyki að í þessum ríkjum sé lýðræði ekki í hávegum haft, einkum í Rússlandi.
Þessi tvö ríki eiga hins vegar sameiginlegan óvin, öfgamúslíma, Bandaríkin aðallega í Miðausturlöndum og nágrannaríkjum þeirra en Rússland fyrst og fremst í Kákasus.
Og Rússar taka nú þátt í styrjöldinni í Sýrlandi til að veikja öfgamúslíma, rétt eins og vestræn ríki.
Yfirlýsingar Pútíns eru til að skapa og halda eigin vinsældum í Rússlandi, eins og stórkarlalegar yfirlýsingar Trumps í Bandaríkjunum.
Bandaríkin og Rússland eru alltof öflug herveldi til að heyja styrjaldir við hvort annað og það hvarflar ekki að þeim, frekar en að fara í stríð við Kína.
Steini Briem, 24.7.2016
Þorsteinn Briem, 1.2.2017 kl. 23:42
Þjóðverjum og Japönum hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við aðrar þjóðir en ekki með því að leggja undir sig lönd þeirra.
Og það væri nú harla einkennilegt ef Vestur-Evrópuríkin, sem flest áttu aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu árið 1991, hefðu ekki átt nokkurn þátt í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu.
Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg lífsgæði í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru mun meiri en í Austur-Evrópu.
Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg lífsgæði og íbúar Vestur-Evrópu.
Og að sjálfsögðu einnig lýðræði, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í þingkosningum.
Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því engan veginn fyrst og fremst um trúarbrögð.
Og Austur-Evrópuríkin vildu sjálf fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að auka sín lífsgæði.
Þorsteinn Briem, 1.2.2017 kl. 23:52
Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Þorsteinn Briem, 1.2.2017 kl. 23:54
"In 1963, Norway and the United Kingdom applied for membership in the European Economic Community (EEC). When France rebuffed the UK's application, accession negotiations with Norway, Denmark, Ireland and the UK were suspended. This happened twice.
Norway completed its negotiations for the terms to govern a Norwegian membership in the EEC on 22 January 1972.
Following an overwhelming parliamentary majority in favour of joining the EEC in early 1972, the government decided to put the question to a popular referendum, scheduled for September 24 and 25.
The result was that 53.5% voted against membership and 46.5% for it."
"Norway entered into a trade agreement with the community following the outcome of the referendum. That trade agreement remained in force until Norway joined the European Economic Area in 1994.
On 28 November 1994, yet another referendum was held, narrowing the margin but yielding the same result: 52.2% opposed membership and 47.8% in favour, with a turn-out of 88.6%."
Þorsteinn Briem, 1.2.2017 kl. 23:58
"Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.
Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju."
Þorsteinn Briem, 2.2.2017 kl. 00:13
"Fasistar boða öfgafulla þjóðernishyggju og lofsama rétt ríkisins til að stjórna nánast öllum þáttum mannlegs samfélags.
Ríkisvaldið hefur í þeirra augum algjört vald yfir þegnunum en takmarkast hvorki af lögum né mannréttindum.
Þeir líta á þjóðríkið sem eina órofa heild sem hverjum einstaklingi beri að beygja sig undir og þjóna.
Mannréttindi eru fyrir borð borin, sé það talið til hagsbóta fyrir ríkisheildina.
Fasistar höfða til einingar þjóðarinnar sem þeir vilja sameina gegn meintum óvinum ríkisins.
Með öðrum orðum verður ríkið sjálft æðsta takmark mannlegs samfélags."
"Jafnframt höfðuðu þeir til þjóðerniskenndar og fordóma gegn ýmsum hópum manna, svo sem gyðingum."
Fasismi - Vísindavefurinn
Þorsteinn Briem, 2.2.2017 kl. 00:30
Sem sagt:
Bandaríkin og Rússland eru langt frá því að vera óvinaríki, enda eru bæði ríkin nú kapítalísk lýðræðisríki, þótt ýmsum þyki að í þessum ríkjum sé lýðræði ekki í hávegum haft, einkum í Rússlandi.
Þorsteinn Briem, 2.2.2017 kl. 00:39
Ja... fasistar eru Sósíal-Demókratar. Semsagt, félagslegir lýðveldissinnar. Svo, já, lýðræði felst í fasisma. Eða öfugt.
Þeir komast til valda með lýðræði, en hætta svo strax að taka mark á fólkinu. Við þekkjum það alveg.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.2.2017 kl. 01:42
Ekki má gleyma því að Benito Mussolini var byltingasinnaður sósíalisti áður en hann stofnaði fasistaflokkinn. Ekki veit ég hvort hann gaf honum nafnið sem mun þýða knippi eða jafnvel flokkur(?).
Fasisti hefur lengi verið notað sem skammaryrði, einkum hjá sovétmönnum og kommúnistum í gamla daga.
Nú er þetta orðið útþvælt og ofnotað orð, rétt eins og rasisti.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 2.2.2017 kl. 10:54
Hef trú á þvi að það eru ekki allir sem hafi flett upp í orðabóka orðunum fasisti og rasisisti af þvi að þessi orð eru notuð í tíma og ótíma og hefur ekkert að gera með það sem rithöfundur er að ræða um.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 3.2.2017 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.