3.2.2017 | 20:34
Stór áfangi í orkuskiptum og fagnaðarefni.
Hér á síðunni hefur verið nöldrað ansi mikið undanfarin misseri vegna þess hve lengi hefur dregist að skila rafbílavæðingunni út fyrir þéttbýlið.
Tvær aðgerðir, "Orkuskipti - koma svo!" í ágúst 2015 og "Orkunýtni - koma svo!" í ágúst 2016 voru liður í því að halda þessu máli vakandi.
Myndirnar hér á síðunni eru teknar á tveimur áningarstöðum í leiðangrinum 2015 þar sem bensínsölustöðvar voru notaðar sem hleðslustöðvar fyrir rafreiðhjól á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur.
Fyrst var þetta gert hjá N1 í Staðarskála, efri myndin, síðan hjá Olís í Borgarnesi, neðri myndin, og loks hjá Olís í Mosfellsbæ.
Fyrir neðan eru síðan myndir teknar á þessari leið á Sörla (á Öxnadalsheiði) og rafreiðhjólinu Náttfara (við Engimýri).
Skortur á hraðhleðslustöðvum og dráttur á því að setja þær upp hefur verið aðal gagnrýnisefnið.
Þessi skortur hefur komið í veg fyrir að hægt hafi verið að aka frá Reykjavík lengra en upp í Borgarfjörð og vestur í Miklholtshrepp og aka lengra en austur á Hvolsvöll.
Á neðri myndinni sést, að á meðan hleðslan er í gangi, er unnið á netinu í gegnum tölvu á borðinu við hjólið jafnframt því sem er setið að snæðingi.
Uppsetning stöðvar á Sauðárkróki var virðingarvert framtak, en gat augljóslega ekki verið lausn á leiðinni milli Borgarness og Akureyrar.
Fyrir þá rafbíla, sem þegar eru komnir, getur verið tæpt að komast 100 kílómetra að vetrarlagi vegna minni drægni í kulda. Nýir bílar, sem eru að koma, svo sem Renault Zoe, munu bæta úr þessu.
Þar vegur líka sú staðreynd, að við hraðhleðslu í hálftíma næst aðeins að koma 80% hleðslu inn á rafhlöðurnar, þannig að bíll sem dregur 110 kílómetra, dettur niður í 90 kílómetra.
Á milli Borgarness og Staðarskála eru 90 kílómetrar og á milli Varmahlíðar og Akureyrar 94 kílómetrar.
Uppsetning hraðhleðslustöðvanna nú er að vísu aðeins byrjunaráfangi á langri þróunarleið rafbíla, þar sem stöðvarnar verða afkastameiri og bílarnir langdrægari.
Það var líka viss áfangi þegar áð var á rafreiðhjólinu Sörla 19. ágúst 2015 og bæði hjól og ökumaður nærðust og tóku inn orku á leið hjólsins frá Akureyri til Reykjavíkur.
Það virðist við fyrstu sýn, að olíufélag tapi á því að fara að vera með orkusöluþjónustu við bíla, sem ganga ekki fyrir bensíni eða olíu.
En N1 virðist hafnað dæmið lengra, því að bensín- eða olíuknúinn bíll sem á leið um Hrútafjörð, þarf ekkert endilega að stoppa í Staðarskála.
Eins og drægni rafbílanna er háttað núna, er hins vegar 100% pottþétt að þeir muni verða að stoppa í Staðarskála til að hraðhlaða. Sem sagt: Pottþéttur viðskiptavinur, líka í veitingasölunni.
Neðsta myndin er af Náttfara við Hvolsvöll í einni af æfingaferðunum á Náttfara, sem farnar voru fyrir leiðangurinn 18. ágúst.
Tveimur vikum fyrr fór Gísli Gíslason ásamt tveimur ferðafélögum hringinn á Tesla-bíl á 30 klukkustundum, en hlóð þann bíl ekki á bensínstöðvum heldur annars staðar, þar sem hann gat átt aðgang að þriggja fasa rafmagni.
Með tilkomu hraðhleðslustöðvanna, sem nú er byrjað að setja upp, ætti það að vera leikurinn einn fyrir hvern sem er að fara hringinn.
Veðja á rafmagnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
4.1.2017:
2017 Will Be Remembered as the Year Electric Cars Came of Age
Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 21:32
30.1.2017:
The battery revolution of Tesla just reached critical mass - Three new plants in California show how lithium-ion storage is ready to power the grid
Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 21:42
30.1.2017:
Electric vehicle battery cost dropped 80% in 6 years
Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 21:47
Í fyrradag:
Rafbílar eru framtíðin
Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 21:53
17.8.2016:
"Hægt væri að skipta út allt að 87% bandarískra bíla með ódýrum rafmagnsbílum jafnvel þó að ökumenn þeirra gætu ekki hlaðið þá yfir daginn.
Þetta er niðurstaða rannsakenda við MIT-háskóla og Santa Fe-stofnunina sem könnuðu aksturshegðun Bandaríkjamanna og ýmsa þætti sem hafa áhrif á drægi rafbíla."
Óttinn við drægi rafbíla ofmetinn
Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 21:56
Í fjölmörgum fylkjum Bandaríkjanna verður miklu kaldara á veturna en hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 21:57
12.9.2016:
New electric bus can drive 350 miles (560 km) on one charge
Frá Reykjavík til Húsavíkur eru 479 km, til Ísafjarðar 455 km og til Hornafjarðar 457 km.
Tafla yfir ýmsar leiðir - Vegagerðin
Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 21:58
19.9.2016:
Rafrútur keyptar fyrir akstur á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar
Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 21:58
22.9.2016:
Rafstrætisvagnar keyptir fyrir akstur á höfuðborgarsvæðinu
Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 21:59
19.12.2016:
Rafbíllinn Opel Ampera-e með fimm hundruð kílómetra drægi
Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 22:01
Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.
"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."
Nissan Leaf 2015
Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.
Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 22:02
Hér á Íslandi er fjöldinn allur af einkabílum eingöngu notaðir á höfuðborgarsvæðinu, enda tveir bílar á mörgum heimilum.
Og einkarafbíla sem eingöngu eru notaðir á höfuðborgarsvæðinu nægir yfirleitt að hlaða á nokkurra nátta fresti, þar sem meðalakstur einkabíla í Reykjavík er 30 kílómetrar á dag.
Að sjálfsögðu er einnig nauðsynlegt að setja sem fyrst upp hleðslustöðvar á landsbyggðinni fyrir alls kyns rafbíla, til að mynda rafrútur sem ekið verður um allt landið.
Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 22:03
Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan LEAF þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.
Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kWst raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.
Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.
Raforkunotkun íslenskra heimila - Vísindavefurinn
Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 22:04
Meðalstórt heimili í Reykjavík notar um fjögur þúsund kWst raforku á ári.
Raforka vegna rafbíls á heimilinu er minni en þriðjungur af þeirri notkun.
Einkarafbíla sem eingöngu eru notaðir á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi nægir yfirleitt að hlaða á nokkurra nátta fresti, þar sem meðalakstur einkabíla í Reykjavík er 30 kílómetrar á dag.
Og öll heimili nota einungis 5% raforkunnar hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 3.2.2017 kl. 22:07
Ómar. Þvílík Eymdar uppbrunnin, siðlaus og eftirlitslaus spillingarfréttamennsku-pólitík sem viðgengst? Íslandsins mafíustýrðri stjórnsýslu-heimsveldisorkuleikrits-fjölmiðlun er tæplega viðbjargandi.
Almættið algóða hjálpi öllum fyrrverandi og núverandi kúguðum og meðvirkum blekkingarmeisturum heimsglæpa-fjármálakerfisins helsjúka og grimma. Og hjálpi líka fórnarlömbum þeirra grimmu blekkingarþjóna í margra mannsaldra.
Það er staðreynd, að mannskepnan er grimmasta skepna jarðarinnar, ef grimmdin stjórnar opinbera innrætingar/upplýsinga-kerfinu skattrænandi og þjónustusvíkjandi.
Og sú grimmdarstjórnunar-staðreynd hefur ekki ennþá breyst í hugarfari þeirra toppa sem fara með heimsveldanna/ríkjanna fjármálakúgunarráns-stjórnunina.
Þvílík djöflasvikaveldisþjóna-stjóranna siðlausa grimma Eymd?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.2.2017 kl. 23:45
Enn og aftur er þrástagast á 500 kílómetra drægni Chevrolet Bolt / Opel Ampera-e þegar bæði virtum blöðum og EPA, Environmental Protection Agency beri saman um að það megi heita gott ef það nær 380 kílómetrum við bestu sumaraðstæður.
Og enn einu sinni þarf að fást við þessa þráhyggju sem birtist aftur og aftur í sömu endurteknu athugasemdunum hér á síðunni.
Þegar ég kíkti á síðuna frá því í ágúst 2015 var fullyrt í athugasemd að hleðslustöðvarnar yrðu komnar um allt land það sumar.
Ómar Ragnarsson, 4.2.2017 kl. 10:57
"Og enn einu sinni þarf að fást við þessa þráhyggju sem birtist aftur og aftur í sömu endurteknu athugasemdunum hér á síðunni. "
Er ekki einfaldast að nota lúsasjampó og kemba óværuna burtu?
Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 4.2.2017 kl. 14:11
Eymdin er viðkvæmt umræðuefni, því allt er byggt á blekkingar-fréttum og glæpum. Lúslesa og kemba allt grálúsuga óhreina stofnanaspillta lögmannavarða eftirlitskerfið!
Það dugar skammt að ræða lausnir í spilltu samfélagi, þegar lögmannafélags-samtryggingarvaldið ver sjálfa sig, einkavini sína, og embættisspillingu.
Bankarændir, lúsugir og sjúkir fátæklingar hafa ekki framið þann glæp að ræna banka/lífeyrissjóði með aðstoð sýslumanna/lögmanna/dómsstóla, og geta því ekki varist spilltum lögmannayfirburðarklíkum og valdníði kauphallaspilavítanna.
Lúsarlaun verkafólks og einnar kennitölu-fyrirtækjanna heiðarlegu á Íslandi, eftir okurskatt og ólöglega ríkisskyldað lífeyrissjóðs-félagsskattagjald, er óverjandi heimshneyksli.
Það skiptir þræla á Íslandi litlu máli, hvað Eymdarinnar orkubullara-brallarar eru að spekúlera. Nettó lúsarlaun þræla, og okursjálftökulaun spilltra embætta eiga ekki möguleika á að þrífast samhliða, í friðsamlegu samfélagi.
Hvor er meiri svartamarkaðs lúsablesi, ræninginn eða sá rændi?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.2.2017 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.