7500 drepnar árlega á heimilunum í landi Pútíns "mikla".

Vladimir Pútín er "sterkur" stjórnandi sem Donald Trump vill líkjast. Eftir á fá margir af svonefndum sterkum stjórnendum, sem í raun voru kúgarar, viðurnefnið "hinn mikli".

Rússar og Prússar státa sérstaklega af "sterkum", "miklu" stjórnendum, - nöfnin lærum við í skólum, Pétur mikli, Katrín mikla, Friðrik mikli. Kannski bætist Pútín "mikli" síðar í hópinn. 

Ekki er hægt að kenna múslimskum hryðjuverkamönnum um allar 7500 drepnar konur drepnar á heimilum sínum á hverju ári í Rússlandi né um byssudráp tugþúsunda fólks árlega í Bandaríkjunum. 

En í báðum ríkjum er séð í gegnum fingur sér varðandi þetta. Nú milda Rússar refsingar fyrir heimilisbarsmíðar, í Rússlandi, þannig að aðeins þurfi að borga sekt, svona eins og vegna stöðumælabrota, og Trump hvetur  til aukinnar byssueignar í Bandaríkjunum og þar með fleiri drápa en nokkru sinni fyrr. 

Hve margir skyldu hafa fallið þar í landi fyrir hryðjuverkamönnum úr hópi innflytjenda frá þeim ríkjum, sem nú hafa lent á svarta listanum hans Trumps? 

Birtur hefur verið listi með nöfnum níu þekktra einstaklinga í Bandaríkjunum, svo sem Seinfelds, þekkts Óskarsverðlaunaleikara og stofnenda Ebay og Apple, sem ekki hefðu auðgað bandarískt þjóðlíf ef þegnum múslimalandanna, sem foreldrarnir komu frá, hefðu verið meinað að koma til Bandaríkjanna. 

 

 


mbl.is „Hann barði mig alltaf í höfuðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott, Ómar!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.2.2017 kl. 13:44

2 identicon

Lagasetning í Rússlandi verður Ómari Ragnarssyni tilefni til fasísks pistils gegn lýðræðiskjörnum leiðtoga hins frjálsa heims. Detti mér allar dauðar....

Nú,vinstri fasistinn Ómar fellir engin tár yfir þeirri staðreynd að sextán ríki múslima banna komu fólks með ísraelsk vegabréf, þ.m.t. sex af þeim löndum sem banna á tímabundið komu til Bandaríkjanna. Nei, það smotterý skiptir Ómar engu, enda gyðingahatur afar hversdagslegt meðal vinstrimanna. Það skiptir heldur engu, þó Barak Hussein, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hafi bannað komu Íraka árið 2011. Vinstrimenn nota nefnilega önnur mæliker yfir "sína" menn.

Já, og Seinfeld. Hann fæddist í Bandaríkjunum vegna þeirrar staðreyndar að múslimar hröktu miljón gyðinga á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Þ.m.t. móður Seinfelds. Það olli Ómari þó engu sérstöku hugarangri, enda dyggur aðdáandi "sterkara" stjórnenda ríkja þar sem mannréttindi eru fótum troðin, og aðdáandi "sterkra" foringja sósíalista og múslima.

OG svo má náttúrulega ekki gleyma þessu venjulega Bandaríkjahatri sem gjarnan fylgir pistlum Ómars, sem gjarnan er í formi lyga um morð í Bandaríkjunum, sem eru jú víst ekki fleiri en gengur og gerist meðal þróaðra þjóða, þrátt fyrir mikla byssueign. Sennilega gengur hann af göflunum og ákallar Dr King og aðra mannréttindafrönuði svartra, þegar ég lýk þessu með þeirri staðreynd, að flest morð í Bandaríkjunm eru morð svartra á svörtum, og tengjast oftast nær hárri glæpatíðni meðal þeirra og fíkniefnanotkun.

Hilmar (IP-tala skráð) 5.2.2017 kl. 14:51

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Komdu sæll Ómar

Ég hélt Ómar að þú værir búinn að áveða að Bandaríkjaforseti væri nýr Hitler. En svo kemurðu hér með Pútín í dag.

En reyndar er Rússland einmitt það land sem einna verst hefur farið úr úr hryðjuverkum íslamista.

En hvað um það. Ef þú vissir eitthvað um ríkisstjórn Bandaríkjanna þá myndir þú vita að stofnendur Bandaríkjanna settu ríkisstjórnun landsins þannig upp úti í mýri Washington D.C. að forsetaembættið er aðeins 1/3 af ríkisstjórnuninni og að einmitt þetta eina forsetaembætti er það  valdaminnsta af slíkum á Vesturlöndum. Það er valdalítið en samt áhrifamikið vegna þess að Bandaríkin eru eitt mesta lýðræðisríki veraldar af því einmitt að þau eru mesta og öflugasta þjóð-ríki mannkynssögunnar.

Valdi forsetans eru settar miklar skorður. Hann má ekki setja ný lög. Hann getur engum málið komið fram nema með tilstuðlan þingsins og öldungadeildarinnar. Það eina sem þú þarf að óttast í sambandið við ríkisstjórn Bandaríkjanna, er óttinn sjálfur.

Forseti Bandaríkjanna getur ekki stjórnað landinu með tilskipunum, en hann er þó sú stofnun sem hefur utanríkismálin einna mest á sinni könnu. Tilskipanir hafa svo takmarkað gildissvið og hæstiréttur getur ógilt skyldu þær stangast á við lög landsins. Markmiðið er að leggja dempara á þær ástríður sem til dæmis þú virðist haldinn. Eina leiðin fyrir forseta Bandaríkjanna til að koma málum sínum í gegn er með samvinnu þingsins og embættis hans.

Það eru tvö lönd í heiminum sem geta sett punktinn fyrir aftan hryðjuverkamálin: Rússland og Bandaríkin. Evrópa getur það ekki af því að hún er að springa í loft upp af sjúkdómi sem nefnist ný-imperíalismi og sem er að leiða hana til glötunar.

Ef þér er illa við þjóðarvilja Bandaríkjamanna þá áttu að segja að þú sem útlendingur sért ósammála þeim í stjórnmálaskoðunum, en ekki gera þeim upp slíka svívirðu sem þú ert að gera hér. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.2.2017 kl. 14:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, niðurstaðan er sú að þið eruð allir bjánar.

Það er mikið að þið segið eitthvað af viti.

Þorsteinn Briem, 5.2.2017 kl. 15:51

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er ekki rétt að fjölgun eigenda skotvopna í USA hafi aukið dauða af völdum skotvopna, eins og Ómar vill vera,láta. 

Bara googla þetta og þá sér fólk hvað,hefur gerst í skotvopna dauða tíðni í USA.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.2.2017 kl. 16:36

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er nú það allra nýjasta að ég skuli talinn mesti fasisti á Íslandi og mesti aðdáandi þeirra ríkja heims, sem fótumtroða mannréttindi mest. 

Hinn nafnlausi Hilmar getur hvergi fundið dæmi um þetta í bráðum tíu þúsund pistlum á þessari bloggsíðu fyrir þessu, heldur er þar að finna fjölmarga pistla þar sem ég hef fordæmt stjórnarfarið, kúgunina og mannréttindabrotin í ríkjum á borð við Sádi-Arabíu, en þetta ríki, sem var upprunaland Al-Quaida, er af einhverjum ástæðum ekki á meðal þeirra múslimsku þjóða sem eru á bannlista Trumps né heldur fjölmennustu múslimsku ríkin á borð við Egyptaland og Indónesíu.

Hann getur fundið tugi dæma um aðdáun mína á tímamótaræðu Roosevelts Bandaríkjaforseta 1941 um frelsin fjögur og aðdáun mína á þáttöku þeirra í baráttunni gegn fasismanum í Seinni heimsstyrjöldinni, þætti þeirra í stofnun Sameinuðu þjóðanna og fjölda annarra alþjóðlegra samtaka í viðleitni Bandaríkjamanna til þess að vera í fararbroddi þjóða, sem berjast fyrir auknu frelsi, samvinnu og mannréttindum.  

Ómar Ragnarsson, 5.2.2017 kl. 22:03

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég mundi nú ekki nota FDR forseta sem eitthvað átrúnaðurgoð, hann for fram á að allir japansættaðir USA ríkisborgarar í USA væru settir í fangabúðir, ég kalla það útrýmingar búðir, og hann fékk Hæstarétt USA til að leggja blessun sína á gjörninginn.

Siðan hafa margir ef ekki allir lögfróðir menn sagt í ræðu og riti tjáð sig um þennan gjörning að þetta hafi verið algjört brot á stjórnarskrá USA.

FDR var jú demókrati, þannig að það er kanski allt í lagi fyrir FDR að brjóta á stjórnarskránni. Ef einhver forseti hafi átt að vera rekin úr starfi þá var það FDR. Svo var ráðist á Billy goat Clinton bara fyrir að ljúga fyrir rétti að hann riðlaðist á konum gegn vilja þeirra.

Ástæðan að þessi 7 ríki voru á tímabundna bannlistanum en ekki ríkin sem þú nefnir Ómar, er af því að Hussein Obama og hans merry men voru búnir að útnefna þessi 7 ríki sem þau hættulegustu fyrir USA.

Við vitum ekkert um hvað hefur gerst og hversu mörgum hryðjuverkum leyniþjónustur USA haf afstýrt, en einhver ástæða er á baki því að Hussein Obama taldi þessi 7 lönd þau hættulegustu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.2.2017 kl. 22:25

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef áður nefnt það sem hraklegan gjörning FDR hvernig farið var með Japani, og hvernig hann virti Jesse Owens ekki viðlits eftir afrek hans á OL í Berlín 1936, af því að Owens var frá Suðurríkjunum þar sem Demókratar voru sterkir þá og réðu ferðinni í kúgun blökkumanna. 

Hins vegar bauð hann Joe Louis í Hvíta húsið 1938 af því að Louis var frá Chicago. 

Víst var FDR tækifærissinnaður og það ljóður á ráði hans, en hugsjónir hans og bestu verk vega þyngra. 

Ég hef líka rakið það hvernig FDR nýtti sér Samúæja hugsunarhátt japanskra hershöfðingja og þvingaði þá í raun til að gera árás á Bandaríkin 1941 með því að setja viðskiptaþvinganir og úrslitakosti á Japani, sem þeir gátu ekki risið undir.

Þeir áttu um það að velja að kalla allt herlið sitt frá Kína og samþykkja alla úrslitakostina eða að verða eldsneytislausir á nokkrum mánuðum.  

Ómar Ragnarsson, 6.2.2017 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband