6.2.2017 | 19:41
Skoða má strandsiglingarnar betur.
Vissulega er það kostur við landflutninga að trukkarnir komast lengra í átt við viðtakans heldur en skipin. En álag landflutningabílanna á vegakerfið er afar dýrt og í samtölum fyrir áratug við menn, sem þekkja nokkuð vel til, nefndu þeir ótrúlegar háar kostnaðartölur varðandi viðhald á þjóðvegakerfinu vegna hinna þungu flutningabíla.
Líka má skoða þann kostnað sem mikil umferð á vegunum skapar.
Það væri sem sé full ástæða til þess að kanna til hlítar á vandaðan hátt kostnað við flutninga á landi samanborið við flutninga á sjó, auk mengunar frá þessum tveimur þáttum vöruflutninga.
Hagkvæmari og umhverfisvænni flutningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.